Uppbyggingin verður erfið með ónýta mynt Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. apríl 2009 13:28 Útlit er fyrir að næstu skref í lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tefjist vegna óvissu um aðgerðir ríkisvaldsins til að snúa við halla á fjárlögum og fleiri þátta. Hlýtur þar að spila inn í óvissan sem enn er uppi um hver hér á að vera framtíðarskipan peningamála. Raunar kom fram í máli Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér, í erindi sem hann flutti um efnahagshorfurnar á ráðstefnu Íslensk-ameríska verslunarráðsins í New York í Bandaríkjunum í síðustu viku, að meðal þeirra álitamála sem stjórnvöld hér yrðu að svara, til miðlungslangs tíma litið, væri hvað gera ætti í peningamálum. Krónan á sér ekki marga stuðningsmenn um þessar mundir, enda búa landsmenn við afleiðingar þess að reyna að halda úti smæsta gjaldmiðli heims á opnum markaði; hávaxtastefnu og óðaverðbólgu í takt við öfgafullar hagsveiflurnar sem jafnóstöðugur gjaldmiðill gat af sér. Er þá ótalinn fælingarmáttur krónunnar á erlenda fjárfesta sem að öðrum kosti kynnu að hafa viljað koma hér að atvinnuuppbyggingu, taka þátt í samkeppnisrekstri (svo sem á sviði fjármálaþjónustu) eða viljað ávaxta pund sitt í fyrirtækjum Kauphallarinnar. Ekki verður öllu lengur búið við óvissu í þessum málum og þarf vonandi ekki að gera lengi eftir komandi kosningar. Þá ríður á að tekin verði upp trúverðug stefna til lengri tíma sem stuðlar að stöðugleika og býr til jarðveg þann sem nauðsynlegur er til enduruppbyggingar eftir fasteignabólu og hrun fjármálakerfisins. Í þeim efnum er farsælasta leiðin að stefna að upptöku evru eftir að hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu. Eftir að búið er að taka ákvörðun um aðildarumsókn nýtast kraftar þrýstihópa, sem óttast hafa um hag sinn á þeirri leið, betur í að vinna að þeim samningsmarkmiðum sem þjóðin vill ná fram. Á endanum ræður fjöldinn þegar staðreyndirnar liggja fyrir. Í erindi Flanagans kom fram að efnahagshorfur hér væru ágætar þrátt fyrir allt. Hér yrði hins vegar að koma böndum á sveiflukennt gengi krónunnar, koma á jafnvægi á fjármálamarkaði, afnema gjaldeyrishöft og lækka stýrivexti, um leið og verðbólgu væri haldið niðri. Hætt er við að þetta verkefni verði vandasamara og hættara við áföllum í uppbyggingunni ef þjóðin ætlar að reiða sig á ónýtan gjaldmiðil sem hvergi nýtur trausts. Í aðdraganda kosninga er hætt við að stjórnmálamenn fari út af braut skynseminnar og grípi til orða og æðis sem þeir telja líklegra til að afla sér fylgis í kjörklefanum, burtséð frá þjóðarhag. Hegðun sem þessi kann hvort heldur sem er að vera meðvituð eða ómeðvituð, enda kannski í mannlegu eðli að reyna að tryggja öryggi sitt og atvinnu. Þeir sem atvinnu hafa af pólitík lifa á vinsældum. Á viðsjárverðum tímum sem þessum er hins vegar um framtíðarheill þjóðarinnar að ræða. Ákvarðanir dagsins í dag geta ráðið því hvort þjóðin kemur til með að búa við hagsæld eða fátækt næstu áratugina. Núna er ekki langur vegur á milli lýðskrums og landráða. Nú reynir á almenning að sjá í gegnum lýðskrumið, átta sig á alvarleika þeirrar stöðu sem landið er í og gera upp við sig hvaða leið er best að fara næstu árin. Yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins virðist átta sig á að í þessum efnum sé lykilspurning hvernig hér eigi að haga peningamálum. Það mættu fleiri gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Útlit er fyrir að næstu skref í lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tefjist vegna óvissu um aðgerðir ríkisvaldsins til að snúa við halla á fjárlögum og fleiri þátta. Hlýtur þar að spila inn í óvissan sem enn er uppi um hver hér á að vera framtíðarskipan peningamála. Raunar kom fram í máli Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér, í erindi sem hann flutti um efnahagshorfurnar á ráðstefnu Íslensk-ameríska verslunarráðsins í New York í Bandaríkjunum í síðustu viku, að meðal þeirra álitamála sem stjórnvöld hér yrðu að svara, til miðlungslangs tíma litið, væri hvað gera ætti í peningamálum. Krónan á sér ekki marga stuðningsmenn um þessar mundir, enda búa landsmenn við afleiðingar þess að reyna að halda úti smæsta gjaldmiðli heims á opnum markaði; hávaxtastefnu og óðaverðbólgu í takt við öfgafullar hagsveiflurnar sem jafnóstöðugur gjaldmiðill gat af sér. Er þá ótalinn fælingarmáttur krónunnar á erlenda fjárfesta sem að öðrum kosti kynnu að hafa viljað koma hér að atvinnuuppbyggingu, taka þátt í samkeppnisrekstri (svo sem á sviði fjármálaþjónustu) eða viljað ávaxta pund sitt í fyrirtækjum Kauphallarinnar. Ekki verður öllu lengur búið við óvissu í þessum málum og þarf vonandi ekki að gera lengi eftir komandi kosningar. Þá ríður á að tekin verði upp trúverðug stefna til lengri tíma sem stuðlar að stöðugleika og býr til jarðveg þann sem nauðsynlegur er til enduruppbyggingar eftir fasteignabólu og hrun fjármálakerfisins. Í þeim efnum er farsælasta leiðin að stefna að upptöku evru eftir að hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu. Eftir að búið er að taka ákvörðun um aðildarumsókn nýtast kraftar þrýstihópa, sem óttast hafa um hag sinn á þeirri leið, betur í að vinna að þeim samningsmarkmiðum sem þjóðin vill ná fram. Á endanum ræður fjöldinn þegar staðreyndirnar liggja fyrir. Í erindi Flanagans kom fram að efnahagshorfur hér væru ágætar þrátt fyrir allt. Hér yrði hins vegar að koma böndum á sveiflukennt gengi krónunnar, koma á jafnvægi á fjármálamarkaði, afnema gjaldeyrishöft og lækka stýrivexti, um leið og verðbólgu væri haldið niðri. Hætt er við að þetta verkefni verði vandasamara og hættara við áföllum í uppbyggingunni ef þjóðin ætlar að reiða sig á ónýtan gjaldmiðil sem hvergi nýtur trausts. Í aðdraganda kosninga er hætt við að stjórnmálamenn fari út af braut skynseminnar og grípi til orða og æðis sem þeir telja líklegra til að afla sér fylgis í kjörklefanum, burtséð frá þjóðarhag. Hegðun sem þessi kann hvort heldur sem er að vera meðvituð eða ómeðvituð, enda kannski í mannlegu eðli að reyna að tryggja öryggi sitt og atvinnu. Þeir sem atvinnu hafa af pólitík lifa á vinsældum. Á viðsjárverðum tímum sem þessum er hins vegar um framtíðarheill þjóðarinnar að ræða. Ákvarðanir dagsins í dag geta ráðið því hvort þjóðin kemur til með að búa við hagsæld eða fátækt næstu áratugina. Núna er ekki langur vegur á milli lýðskrums og landráða. Nú reynir á almenning að sjá í gegnum lýðskrumið, átta sig á alvarleika þeirrar stöðu sem landið er í og gera upp við sig hvaða leið er best að fara næstu árin. Yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins virðist átta sig á að í þessum efnum sé lykilspurning hvernig hér eigi að haga peningamálum. Það mættu fleiri gera.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun