Tónlist

Syngur eigið lag í Sesame

Breski grínistinn og Office-stjarnan kemur fram í bandaríska þættinum Sesame Street.
Breski grínistinn og Office-stjarnan kemur fram í bandaríska þættinum Sesame Street.

Breski grínistinn Ricky Gervais ætlar að koma fram í bandaríska barnaþættinum Sesame Street. Í þættinum, sem verður tekinn upp í New York í næsta mánuði, mun Gervais syngja eigið lag með hjálp rauða skrímslisins Elmo.

„Ég hef alltaf haft gaman af þættinum og sem misheppnuð rokkstjarna reyni ég að koma á framfæri mínum eigin lögum eins oft og mögulegt er," sagði Gervais. Hann hefur áður sungið í sjónvarpi því í Simpsons-þætti árið 2006 söng hann eigið lag til heiðurs Marge. Aldrei hafa fleiri horft á Simpson-þátt á bresku sjónvarpsstöðinni Sky en einmitt þá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.