Er þörf á nýrri réttlætingu? Þorsteinn Pálsson skrifar 22. ágúst 2009 06:00 Við myndun ríkisstjórnarinnar kom skýrt fram að eitt helsta markmið hennar var að skerpa á andstæðum í íslenskum stjórnmálum. Í þessu ljósi er um margt áhugavert að skoða niðurstöðu Icesave-málsins frá pólitísku sjónarhorni. Ríkisstjórnin er fyrsta hreinræktaða vinstri stjórnin í landinu. Ekki er þar með sagt að hún hafi gert tilaun til að skerpa hugmyndafræðilegar andstæður. Þvert á móti. Grundvöllur stefnu hennar í efnahagsmálum er samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins gerði. Áður fyrr gekk Alþýðubandalagið inn í ríkisstjórnir með því að fórna stefnu sinni í utanríkismálum. Það var réttlætt með varðstöðu um ríkisútgjöld og velferð. Nú fórnar VG hvoru tveggja. Réttlætingin er sú helst að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Eftir skoðanakönnunum hefur það verið nokkuð góð pólitísk söluvara. Icesave-málið er ekki einasta lang stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar. Það beinlínis snerist um grundvöll efnahagsstefnunnar sem er samningurinn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þegar ljóst var að ríkisstjórnin hafði ekki vald á málinu vegna innbyrðis andstöðu voru samningar við Sjálfstæðisflokkinn eini kosturinn. Í raun kallar þetta á nýja réttlætingu fyrir stjórnarsamstarfinu. Ólíklegt er að andstaða við að hagnýta orkulindirnar dugi ein og sér í því efni. Hætt er við að almenningur líti á það viðfangsefni með öðrum augum en á tíma bankauppsveiflunnar. Spurning er hvort af þessari framvindu mála megi draga þá ályktun að stjórnarflokkarnir muni hverfa frá þeim grundvelli samstarfsins að skerpa og ala á póli-tískum andstæðum. Á þessu stigi er ekki unnt að hrapa að slíkri niðurstöðu. Reyndar er fátt sem bendir til að svo verði. Framhald á innri veikleikum gæti þó breytt því mati þegar fram líður.Hverjir styrktu stöðu sína?Á þessum vettvangi var því spáð að andstöðuhópurinn innan stjórnarliðsins undir forystu Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra myndi að lokum láta undan og sættast á málamynda athugasemdir í nefndaráliti. Það fór á annan veg.Þó að ekki hafi verið upplýst hvernig samningar tókust milli stjórnarflokkanna og Sjálfstæðisflokksins á bak við tjöldin eru skýr teikn á lofti um að heilbrigðisráðherra hafi leikið lykilhlutverk í því máli. Hann tefldi mjög djarft og tók mikla pólitíska áhættu.Eina hliðstæðan við uppreisn heilbrigðisráðherrans er andstaða ráðherra Alþýðubandalagsins á sínum tíma gegn landhelgissamningunum. Munurinn er sá að þeir urðu undir en hann ofan á. Engum vafa er því undirorpið að hann hefur styrkt stöðu sína.Forysta Sjálfstæðisflokksins var í snúinni stöðu. Samningar voru ekki aðeins óhjákvæmilegir eftir eðli málsins heldur rökrétt framhald af fyrri ákvörðunum flokksins í ríkisstjórn. Hins vegar var samningsniðurstaðan óásættanleg vegna þeirra alvarlegu mistaka forsætisráðherra að taka ekki pólitísk álitaefni samninganna upp á borð forsætisráðherra landanna strax á vordögum.Formaður Sjálfstæðisflokksins sýndi því hyggindi með því að halda á málinu á þann veg sem gert var. Hann hagnýtti sér ágreininginn innan stjórnarliðsins til að knýja fram þolanlega niðurstöðu. Það var ábyrg afstaða sem treyst hefur stöðu hans til mikilla muna.Með þessu móti hefur honum tekist að setja þverbrest í þá helstu undirstöðu stjórnarsamstarfsins að vera fyrst og fremst á móti Sjálfstæðisflokknum. Ekki er víst að sú réttlæting verði jafn góð söluvara á eftir.Ljóst er að andstöðuhópurinn innan VG hafði ekki bolmagn einn og sér til að knýja meirihlutann í stjórnarliðinu til þeirrar niðurstöðu sem varð. Sá árangur valt alfarið á þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Ábyrg og einörð framganga fjármálaráðherrans í málinu gerir það að verkum að hann skaðast sennilega ekki þó að hann hafi orðið að beygja sig.Dugar að hafa asklok fyrir himin?Með hæfilegri einföldun má segja að VG hafi fátt annað til að viðhalda málefnalegri ímynd sinni en að bregða eftir getu fæti fyrir hverja þá möguleika sem opnast á nýtingu orkulindanna. Sú þrákelkni er eitt af stóru pólitísku vandamálunum sem tefja munu efnahagsendurreisnina.Í tíð fyrri ríkisstjórnar náði þáverandi orkuráðherra tímamótaniðurstöðu með Sjálfstæðisflokknum um skipan orkumála. Um leið og opnað var fyrir möguleika á erlendri sem innlendri einkafjárfestingu í orkuframleiðslu var tryggilega gengið frá því með löggjöf að opinberir aðilar hefðu varanlega yfirráðin yfir orkulindunum sjálfum.Þegar Orkuveita Reykjavíkur var af samkeppnisástæðum knúin til að selja hlut í HS orku kom þessi sátt að góðu haldi. Hún auðveldaði lausn á því máli. Eins og sakir standa eigum við varla kost á erlendri fjárfestingu nema í orkuframleiðslu og orkufrekum iðnaði.Þá bregður svo við að ríkisstjórnin ákveður að tefla þessari lausn í uppnám. Þeir innlendu fjármunir sem nota á til þess fara ekki í annað. Verði henni kápan úr því klæðinu aukast fjárhagslegar þrengingar á öðrum sviðum. Þessi afstaða vekur þá spurningu hvort það dugi að hafa asklok fyrir himin í orkumálum.Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er ekki ábyrgt af borgarstjórnarmeirihlutanum að spila með í þessum leik þó að það líti út fyrir að vera klókt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Við myndun ríkisstjórnarinnar kom skýrt fram að eitt helsta markmið hennar var að skerpa á andstæðum í íslenskum stjórnmálum. Í þessu ljósi er um margt áhugavert að skoða niðurstöðu Icesave-málsins frá pólitísku sjónarhorni. Ríkisstjórnin er fyrsta hreinræktaða vinstri stjórnin í landinu. Ekki er þar með sagt að hún hafi gert tilaun til að skerpa hugmyndafræðilegar andstæður. Þvert á móti. Grundvöllur stefnu hennar í efnahagsmálum er samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins gerði. Áður fyrr gekk Alþýðubandalagið inn í ríkisstjórnir með því að fórna stefnu sinni í utanríkismálum. Það var réttlætt með varðstöðu um ríkisútgjöld og velferð. Nú fórnar VG hvoru tveggja. Réttlætingin er sú helst að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Eftir skoðanakönnunum hefur það verið nokkuð góð pólitísk söluvara. Icesave-málið er ekki einasta lang stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar. Það beinlínis snerist um grundvöll efnahagsstefnunnar sem er samningurinn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þegar ljóst var að ríkisstjórnin hafði ekki vald á málinu vegna innbyrðis andstöðu voru samningar við Sjálfstæðisflokkinn eini kosturinn. Í raun kallar þetta á nýja réttlætingu fyrir stjórnarsamstarfinu. Ólíklegt er að andstaða við að hagnýta orkulindirnar dugi ein og sér í því efni. Hætt er við að almenningur líti á það viðfangsefni með öðrum augum en á tíma bankauppsveiflunnar. Spurning er hvort af þessari framvindu mála megi draga þá ályktun að stjórnarflokkarnir muni hverfa frá þeim grundvelli samstarfsins að skerpa og ala á póli-tískum andstæðum. Á þessu stigi er ekki unnt að hrapa að slíkri niðurstöðu. Reyndar er fátt sem bendir til að svo verði. Framhald á innri veikleikum gæti þó breytt því mati þegar fram líður.Hverjir styrktu stöðu sína?Á þessum vettvangi var því spáð að andstöðuhópurinn innan stjórnarliðsins undir forystu Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra myndi að lokum láta undan og sættast á málamynda athugasemdir í nefndaráliti. Það fór á annan veg.Þó að ekki hafi verið upplýst hvernig samningar tókust milli stjórnarflokkanna og Sjálfstæðisflokksins á bak við tjöldin eru skýr teikn á lofti um að heilbrigðisráðherra hafi leikið lykilhlutverk í því máli. Hann tefldi mjög djarft og tók mikla pólitíska áhættu.Eina hliðstæðan við uppreisn heilbrigðisráðherrans er andstaða ráðherra Alþýðubandalagsins á sínum tíma gegn landhelgissamningunum. Munurinn er sá að þeir urðu undir en hann ofan á. Engum vafa er því undirorpið að hann hefur styrkt stöðu sína.Forysta Sjálfstæðisflokksins var í snúinni stöðu. Samningar voru ekki aðeins óhjákvæmilegir eftir eðli málsins heldur rökrétt framhald af fyrri ákvörðunum flokksins í ríkisstjórn. Hins vegar var samningsniðurstaðan óásættanleg vegna þeirra alvarlegu mistaka forsætisráðherra að taka ekki pólitísk álitaefni samninganna upp á borð forsætisráðherra landanna strax á vordögum.Formaður Sjálfstæðisflokksins sýndi því hyggindi með því að halda á málinu á þann veg sem gert var. Hann hagnýtti sér ágreininginn innan stjórnarliðsins til að knýja fram þolanlega niðurstöðu. Það var ábyrg afstaða sem treyst hefur stöðu hans til mikilla muna.Með þessu móti hefur honum tekist að setja þverbrest í þá helstu undirstöðu stjórnarsamstarfsins að vera fyrst og fremst á móti Sjálfstæðisflokknum. Ekki er víst að sú réttlæting verði jafn góð söluvara á eftir.Ljóst er að andstöðuhópurinn innan VG hafði ekki bolmagn einn og sér til að knýja meirihlutann í stjórnarliðinu til þeirrar niðurstöðu sem varð. Sá árangur valt alfarið á þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Ábyrg og einörð framganga fjármálaráðherrans í málinu gerir það að verkum að hann skaðast sennilega ekki þó að hann hafi orðið að beygja sig.Dugar að hafa asklok fyrir himin?Með hæfilegri einföldun má segja að VG hafi fátt annað til að viðhalda málefnalegri ímynd sinni en að bregða eftir getu fæti fyrir hverja þá möguleika sem opnast á nýtingu orkulindanna. Sú þrákelkni er eitt af stóru pólitísku vandamálunum sem tefja munu efnahagsendurreisnina.Í tíð fyrri ríkisstjórnar náði þáverandi orkuráðherra tímamótaniðurstöðu með Sjálfstæðisflokknum um skipan orkumála. Um leið og opnað var fyrir möguleika á erlendri sem innlendri einkafjárfestingu í orkuframleiðslu var tryggilega gengið frá því með löggjöf að opinberir aðilar hefðu varanlega yfirráðin yfir orkulindunum sjálfum.Þegar Orkuveita Reykjavíkur var af samkeppnisástæðum knúin til að selja hlut í HS orku kom þessi sátt að góðu haldi. Hún auðveldaði lausn á því máli. Eins og sakir standa eigum við varla kost á erlendri fjárfestingu nema í orkuframleiðslu og orkufrekum iðnaði.Þá bregður svo við að ríkisstjórnin ákveður að tefla þessari lausn í uppnám. Þeir innlendu fjármunir sem nota á til þess fara ekki í annað. Verði henni kápan úr því klæðinu aukast fjárhagslegar þrengingar á öðrum sviðum. Þessi afstaða vekur þá spurningu hvort það dugi að hafa asklok fyrir himin í orkumálum.Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er ekki ábyrgt af borgarstjórnarmeirihlutanum að spila með í þessum leik þó að það líti út fyrir að vera klókt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun