Körfubolti

Líklegast að Iverson spili í Evrópu í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Allen Iverson í búningi Detroit Pistons.
Allen Iverson í búningi Detroit Pistons. Mynd/AFP

Það gengur ekkert hjá Allen Iverson að finna sér nýtt lið í NBA-deildinni eftir að samningur hans rann út í sumar. Iverson gerði samninginn upprunalega við Philadelphia 76ers en honum var síðan skipt til Denver og seinna Detroit þar sem hann lék hugsanlega lokaárið sitt í NBA-deildinni í vetur.

Iverson sækist eftir því að fá að minnsta kosti 10 milljón dollara fyrir tveggja ára samning en eina liðið sem virðist vera tilbúið að bjóða honum slíkt er gríska liðið Olympiacos.

Það er þó vitað af áhuga liða eins Miami Heat og New York Knicks að semja við Iverson en hans helsta vandamál er að neita að koma inn af bekknum. Þegar Detroit ætlaði að nota Iverson sem sjötta mann síðasta vetur þá gerði hann sér upp meiðsli og spilaði ekki það sem eftir lifði tímabilsins.

Allen Iverson hefur leikið 886 leiki í NBA-deildinni og skorað í þeim 27,1 stig að meðaltali í leik. Hann skoraði þó aðeins 17,5 stig að meðaltali á síðasta tímabli sem hann skipti á milli Denver og Detroit.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×