Körfubolti

NBA-deildin: Lakers hóf titilvörn sína með sigri í grannaslag

Ómar Þorgeirsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Nordic photos/AFP

NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með fjórum leikjum þar sem hæst bar að meistararnir í LA Lakers unnu 99-92 sigur gegn grönnum sínum í LA Clippers.

Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 33 stig en Andrew Bynum kom næstur með 26 stig. Hjá Clippers var Eric Gordon stigahæstur með 21 stig.

Fyrir leikinn fengu leikmenn Lakers afhenda meistarahringa sína frá síðasta keppnistímabili en gamlar Lakers hetjur aðstoðuðu við athöfnina.

Þá komu 38 stig LeBron James ekki í veg fyrir að Cleveland Cavaliers tapaði 95-89 fyrir Boston Celtics en Paul Pierce var stigahæstur Boston manna með 23 stig.

Úrslitin í nótt:

LA Lakers-LA Clippers 99-92

Cleveland Cavaliers-Boston Celtics 89-95

Portland Trail Blazers-Houston Rockets 96-87

Dallas Mavericks-Washington Wizards 91-102







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×