Ryanair skilar fyrsta tapi í sögu félagsins Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 2. júní 2009 09:54 Ryanair skilar fyrsta tapi í sögu félagsins. Mynd/AFP Flugfélagið Ryanair hefur tilkynnt um fyrsta tapið í sögu félagsins. Tapið má meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði en einnig þurfti félagið að afskrifa virði eignarhlutar þess í keppinautnum Aer Lingus. Tapið var meira en greiningardeildir höfðu spáð fyrir um. Tap Ryanair nam 169 milljónum evra á tímabilinu 1. apríl 2008 til 31. mars 2009, samanborið við 481 milljónar evra hagnað árið áður. Sala félagsins jókst hinsvegar um 8,4% og nam tæpum þremur milljörðum evra. Olíuverð náði methæðum síðasta sumar og segja stjórnendur fyrirtækisins að eldsneytiskostnaður félagsins hafi því farið úr 791 milljón evra upp í 1,3 milljarða evra. Ryanair þurfti að afskrifa 29,8% eignarhlut sinn í Aer Lingus um rúmar 222 milljónir evra eftir að bréf í hinu síðarnefndar hríðféllu. Séu áhrif afskriftanna tekin út úr rekstrarreikningi ásamt svokölluðum einsskiptis þáttum nam hagnaður félagsins 105 milljónum evra en það er 78% lækkun milli ára. Ryanair hefur í tvígang reynt að yfirtaka Aer Lingus án árangurs. Nú síðast í janúar var yfirtökutilboði Ryanair hafnað af ríkisstjórn Írlands sem er næst stærsti hluthafinn í Aer Lingus. Stjórnendur Ryanair sjá engu að síður fram á bjartari tíð með blóm í haga þar sem verð á olíutunnunni hefur lækkað frá því það náði hámarki í júlí á síðastsa ári. Þá kostaði olíutunnan 147 dali en fór niður í 32 dali í desember á síðasta ári. Í dag stendur tunnan í 67 dölum. Michael O´Leary, forstjóri Ryanair segir að félagið ætli að láta lækkun eldsneytiskostnaðar, sem og lækkun annars kostnaðar, skila sér í lækkuðu fargjaldi. Hann segist jafnframt sjá fram á að félagið skili hagnaði upp á 200-300 milljónir evra á þessu reikningsári. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flugfélagið Ryanair hefur tilkynnt um fyrsta tapið í sögu félagsins. Tapið má meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði en einnig þurfti félagið að afskrifa virði eignarhlutar þess í keppinautnum Aer Lingus. Tapið var meira en greiningardeildir höfðu spáð fyrir um. Tap Ryanair nam 169 milljónum evra á tímabilinu 1. apríl 2008 til 31. mars 2009, samanborið við 481 milljónar evra hagnað árið áður. Sala félagsins jókst hinsvegar um 8,4% og nam tæpum þremur milljörðum evra. Olíuverð náði methæðum síðasta sumar og segja stjórnendur fyrirtækisins að eldsneytiskostnaður félagsins hafi því farið úr 791 milljón evra upp í 1,3 milljarða evra. Ryanair þurfti að afskrifa 29,8% eignarhlut sinn í Aer Lingus um rúmar 222 milljónir evra eftir að bréf í hinu síðarnefndar hríðféllu. Séu áhrif afskriftanna tekin út úr rekstrarreikningi ásamt svokölluðum einsskiptis þáttum nam hagnaður félagsins 105 milljónum evra en það er 78% lækkun milli ára. Ryanair hefur í tvígang reynt að yfirtaka Aer Lingus án árangurs. Nú síðast í janúar var yfirtökutilboði Ryanair hafnað af ríkisstjórn Írlands sem er næst stærsti hluthafinn í Aer Lingus. Stjórnendur Ryanair sjá engu að síður fram á bjartari tíð með blóm í haga þar sem verð á olíutunnunni hefur lækkað frá því það náði hámarki í júlí á síðastsa ári. Þá kostaði olíutunnan 147 dali en fór niður í 32 dali í desember á síðasta ári. Í dag stendur tunnan í 67 dölum. Michael O´Leary, forstjóri Ryanair segir að félagið ætli að láta lækkun eldsneytiskostnaðar, sem og lækkun annars kostnaðar, skila sér í lækkuðu fargjaldi. Hann segist jafnframt sjá fram á að félagið skili hagnaði upp á 200-300 milljónir evra á þessu reikningsári.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira