Svör um siðferðileg álitamál Þorsteinn Pálsson. skrifar 19. desember 2009 06:00 Fjármálaráðherra tókst nú í vikunni að draga skýrar markalínur varðandi tvær mjög áleitnar siðferðilegar spurningar er tengjast endurreisn efnahagslífsins og vafist hafa fyrir fólki. Það sem meira er: Stjórnarandstöðuflokkarnir tveir hafa ekki gert athugasemdir við niðurstöðu ráðherrans. Fyrri spurningin lýtur að launum bankamanna. Ofurlaun margra þeirra hafa verið talin merki um siðferðilegan brest. Skattgreiðendur hafa nú keypt Landsbankann. Samtímis hefur fjármálaráðherra heimilað stjórnendum hans að innleiða kaupaukakerfi að nýju. Það er skýrt svar við áleitinni siðferðisspurningu. Ástæðulaust er að ætla að nýja kerfið verði jafn galið og hitt sem ríkti fyrir hrun. Í gamla kerfinu fengu menn því meiri umbun sem þeir gátu blásið út meiri eignafroðu. Rekstrarárangur skipti litlu eða engu máli. Ef til vill fólst siðferðisbresturinn einkum í aðferðinni við umbunina. Vandamálið er reyndar gamalt í hettunni. Á átjándu öld umbunaði hollenska Austur- Asíufélagið starfsmönnum sínum eftir því sem efnahagsreikningurinn stækkaði. Breska félagið sem rekið var með hliðstæðu nafni og í sama tilgangi notaði hins vegar hreinan hagnað til kaupaukaviðmiðunar. Því fyrra vegnaði betur í fyrstu. Það síðara hafði lengra úthald. Seinni spurningin lýtur að því hvort og eftir atvikum hvernig þeir sem mest fór fyrir í útrásinni megi halda áfram þátttöku í íslensku atvinnulífi. Sumir hafa viljað banna þátttöku þeirra með öllu. Aðrir hafa til að mynda viljað takmarka bankaþjónustu við þá. Enn aðrir hafa ekki talið spurninguna gilda. Nú hefur fjármálaráðherra samþykkt tillögu iðnaðarráðherra um að veita megi sérstakar skattaívilnanir til fyrirtækis sem að stórum hluta er í eigu eins þeirra sem ábyrgð ber á Icesavemálinu og þeim þungu byrðum sem leggjast á skattborgarana af þeim sökum. Hér er líka veitt afgerandi og skýrt svar við siðferðilegu álitaefni. Ætli menn að víkja sér undan að svara spurningum af þessu tagi og koma sér hjá að draga glöggar markalínur er hætt við að þeir komist ekki úr sporunum við endurreisnina. Ugglaust verða ekki allir á einu máli um niðurstöðuna. Þau efnahagslegu rök sem ráðherrarnir færa fram sýnast hvað sem öðru líður vera álíka þung á metaskálunum og siðferðilegu mótrökin. Flest bendir því til að þessar ákvarðanir séu í ásættanlegu jafnvægi. Pólitísku hliðarnar Þau svör sem fjármálaráðherra hefur nú gefið er fróðlegt að meta út frá fleiri en einni pólitískri hlið. Fordæmisgildið er ein þeirra. Ekki er loku fyrir það skotið að kaupaukakerfi í endurreistum ríkisbanka geti valdið erfiðum samanburði annars staðar í ríkiskerfinu þar sem nauðsynlegt hefur verið að hagræða með lækkun launakostnaðar. Fyrirfram er þó ekki ástæða til að ætla að fjármálaráðherra gefist upp fyrir hefðbundnum samanburðarrökum á þessu sviði. En þau geta gert honum varnarbaráttuna erfiðari. Eitt fyrirtæki í eigu útrásarvíkings hefur nú fengið skattaívilnanir. Fordæmisgildið felst í því að við svo búið sýnist þeirri spurningu vera svarað hvort fyrirtæki í þeirra eigu eigi almennt að njóta hliðstæðrar bankafyrirgreiðslu og gengur og gerist í bankaviðskiptum. Þær háværu deilur sem staðið hafa um þau efni gætu þar með fjarað út að því gefnu að siðferðisviðmiðin séu almenn en ekki sértæk. Af viðbrögðum má ætla að ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins hefði tekið svipaðar ákvarðanir. Það er hins vegar önnur pólitísk hlið að sennilega hefði hann átt í vök að verjast eða jafnvel alls ekki komist upp með þær í ljósi þess sem á undan er gengið. Öllu hefði þá verið snúið á hvolf. Aðeins hefðu verið sett lóð á siðferðilegu vogarskálarnar en ekki þær efnahagslegu. Ekki þarf mikla hugmyndaauðgi til að ætla að núverandi heilbrigðisráðherra hefði talið það þjóna réttlátum málstað í stjórnarandstöðu að stýra mótmælum með þeim kröfum að heilbrigðisstéttir ættu tilkall til sömu umbunar og bankamenn. Þjónusta þeirra hefði við þær aðstæður verið talin jafngilda níutíu milljarða króna virðisauka í banka. Nú eru rokkarnir þagnaðir. Sú pólitíska hlið málsins sýnir að frá ákveðnu sjónarhorni getur verið kostur að hafa VG við ríkisstjórnarborðið. Ósamkvæmni er veikleikamerki Við ríkisstjórnarborðið hefur VG viðurkennt mikilvægi gamalla íhaldsúrræða eins og aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Ýmsir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna sýnast á hinn bóginn vera reikulli í rásinni gagnvart sveitarsjóðunum en ríkissjóði. Augljóst er að ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki sama skilning á aðhaldi í opinberum rekstri sveitarfélaga þar sem þeir sjálfir eru í minni hluta. Þetta sést meðal annars á málflutningi þeirra í Reykjavík þar sem mestu hagsmunirnir eru í húfi. Öllu alvarlegra er þó að ríkisstjórnin sjálf lætur sjónarmið hagsmunahópa ráða afstöðu sinni þar sem andstaða þeirra snýr að sparnaðaraðgerðum sveitarfélaganna. Þegar kemur að óskum sveitarfélaganna um sparnað í skólamálum bregður ríkisstjórnin þannig fyrir sig gömlu rökræðunni úr stjórnarandstöðu. Slík ósamkvæmni getur bent til að völdin skipti meir en árangurinn. Hún getur líka átt sér skýringu í einhvers konar pólitískri samviskuveiki í baklandi ríkisstjórnarflokkanna. Sé svo er stjórnin veikari en þingstyrkurinn segir til um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fjármálaráðherra tókst nú í vikunni að draga skýrar markalínur varðandi tvær mjög áleitnar siðferðilegar spurningar er tengjast endurreisn efnahagslífsins og vafist hafa fyrir fólki. Það sem meira er: Stjórnarandstöðuflokkarnir tveir hafa ekki gert athugasemdir við niðurstöðu ráðherrans. Fyrri spurningin lýtur að launum bankamanna. Ofurlaun margra þeirra hafa verið talin merki um siðferðilegan brest. Skattgreiðendur hafa nú keypt Landsbankann. Samtímis hefur fjármálaráðherra heimilað stjórnendum hans að innleiða kaupaukakerfi að nýju. Það er skýrt svar við áleitinni siðferðisspurningu. Ástæðulaust er að ætla að nýja kerfið verði jafn galið og hitt sem ríkti fyrir hrun. Í gamla kerfinu fengu menn því meiri umbun sem þeir gátu blásið út meiri eignafroðu. Rekstrarárangur skipti litlu eða engu máli. Ef til vill fólst siðferðisbresturinn einkum í aðferðinni við umbunina. Vandamálið er reyndar gamalt í hettunni. Á átjándu öld umbunaði hollenska Austur- Asíufélagið starfsmönnum sínum eftir því sem efnahagsreikningurinn stækkaði. Breska félagið sem rekið var með hliðstæðu nafni og í sama tilgangi notaði hins vegar hreinan hagnað til kaupaukaviðmiðunar. Því fyrra vegnaði betur í fyrstu. Það síðara hafði lengra úthald. Seinni spurningin lýtur að því hvort og eftir atvikum hvernig þeir sem mest fór fyrir í útrásinni megi halda áfram þátttöku í íslensku atvinnulífi. Sumir hafa viljað banna þátttöku þeirra með öllu. Aðrir hafa til að mynda viljað takmarka bankaþjónustu við þá. Enn aðrir hafa ekki talið spurninguna gilda. Nú hefur fjármálaráðherra samþykkt tillögu iðnaðarráðherra um að veita megi sérstakar skattaívilnanir til fyrirtækis sem að stórum hluta er í eigu eins þeirra sem ábyrgð ber á Icesavemálinu og þeim þungu byrðum sem leggjast á skattborgarana af þeim sökum. Hér er líka veitt afgerandi og skýrt svar við siðferðilegu álitaefni. Ætli menn að víkja sér undan að svara spurningum af þessu tagi og koma sér hjá að draga glöggar markalínur er hætt við að þeir komist ekki úr sporunum við endurreisnina. Ugglaust verða ekki allir á einu máli um niðurstöðuna. Þau efnahagslegu rök sem ráðherrarnir færa fram sýnast hvað sem öðru líður vera álíka þung á metaskálunum og siðferðilegu mótrökin. Flest bendir því til að þessar ákvarðanir séu í ásættanlegu jafnvægi. Pólitísku hliðarnar Þau svör sem fjármálaráðherra hefur nú gefið er fróðlegt að meta út frá fleiri en einni pólitískri hlið. Fordæmisgildið er ein þeirra. Ekki er loku fyrir það skotið að kaupaukakerfi í endurreistum ríkisbanka geti valdið erfiðum samanburði annars staðar í ríkiskerfinu þar sem nauðsynlegt hefur verið að hagræða með lækkun launakostnaðar. Fyrirfram er þó ekki ástæða til að ætla að fjármálaráðherra gefist upp fyrir hefðbundnum samanburðarrökum á þessu sviði. En þau geta gert honum varnarbaráttuna erfiðari. Eitt fyrirtæki í eigu útrásarvíkings hefur nú fengið skattaívilnanir. Fordæmisgildið felst í því að við svo búið sýnist þeirri spurningu vera svarað hvort fyrirtæki í þeirra eigu eigi almennt að njóta hliðstæðrar bankafyrirgreiðslu og gengur og gerist í bankaviðskiptum. Þær háværu deilur sem staðið hafa um þau efni gætu þar með fjarað út að því gefnu að siðferðisviðmiðin séu almenn en ekki sértæk. Af viðbrögðum má ætla að ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins hefði tekið svipaðar ákvarðanir. Það er hins vegar önnur pólitísk hlið að sennilega hefði hann átt í vök að verjast eða jafnvel alls ekki komist upp með þær í ljósi þess sem á undan er gengið. Öllu hefði þá verið snúið á hvolf. Aðeins hefðu verið sett lóð á siðferðilegu vogarskálarnar en ekki þær efnahagslegu. Ekki þarf mikla hugmyndaauðgi til að ætla að núverandi heilbrigðisráðherra hefði talið það þjóna réttlátum málstað í stjórnarandstöðu að stýra mótmælum með þeim kröfum að heilbrigðisstéttir ættu tilkall til sömu umbunar og bankamenn. Þjónusta þeirra hefði við þær aðstæður verið talin jafngilda níutíu milljarða króna virðisauka í banka. Nú eru rokkarnir þagnaðir. Sú pólitíska hlið málsins sýnir að frá ákveðnu sjónarhorni getur verið kostur að hafa VG við ríkisstjórnarborðið. Ósamkvæmni er veikleikamerki Við ríkisstjórnarborðið hefur VG viðurkennt mikilvægi gamalla íhaldsúrræða eins og aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Ýmsir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna sýnast á hinn bóginn vera reikulli í rásinni gagnvart sveitarsjóðunum en ríkissjóði. Augljóst er að ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki sama skilning á aðhaldi í opinberum rekstri sveitarfélaga þar sem þeir sjálfir eru í minni hluta. Þetta sést meðal annars á málflutningi þeirra í Reykjavík þar sem mestu hagsmunirnir eru í húfi. Öllu alvarlegra er þó að ríkisstjórnin sjálf lætur sjónarmið hagsmunahópa ráða afstöðu sinni þar sem andstaða þeirra snýr að sparnaðaraðgerðum sveitarfélaganna. Þegar kemur að óskum sveitarfélaganna um sparnað í skólamálum bregður ríkisstjórnin þannig fyrir sig gömlu rökræðunni úr stjórnarandstöðu. Slík ósamkvæmni getur bent til að völdin skipti meir en árangurinn. Hún getur líka átt sér skýringu í einhvers konar pólitískri samviskuveiki í baklandi ríkisstjórnarflokkanna. Sé svo er stjórnin veikari en þingstyrkurinn segir til um.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun