Körfubolti

Kurt Rambis að verða þjálfari í NBA-deildinni - tekur við Minnesota

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kurt Rambis sést hér hægra megin við Phil Jackson á síðasta tímabili.
Kurt Rambis sést hér hægra megin við Phil Jackson á síðasta tímabili. Mynd/AFP

Kurt Rambis, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og nú síðasta aðstoðarþjálfari Phil Jackson hjá Lakers, er væntanlega að fara að taka við þjálfun Minnesota Timberwolves samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiða.

Minnesota Timberwolves valdi Kurt Rambis frekar en þá Mark Jackson (sjónvarpsmaður og fyrrum leikmaður) og Elston Turner (aðstoðarþjálfari Houston). Allir þessir þrír þurftu að gangast í gegnum langt sálfræðipróf og það er því augljóst að eigendur Minnesota búast við krefjandi verkefni að búa til nýtt Timberwolves-lið.

Kurt Rambis er orðinn 51 árs gamall. Hann lék með Los Angeles Lakers frá 1981 til 1988 og svo aftur frá 1993 til 1995. Rambis vann meistaratitilinn fjórum sinnum með Lakers eða 1982, 1985, 1987 og 1988.

Rambis var 203 sem kraftframherji og þekktur fyrir baráttu sína og kappsemi. Það voru þó yfirvaraskeggið og þykku gleraugun sem voru hans vörumerki í augum fólks. Rambis þjálfaði Lakers-liðið umtíma 1998-99 eftir að félagið rak Del Harris.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×