Íslenski boltinn

Guðrún Jóna tekin við kvennaliði KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Jóna fagnar hér bikarmeistaratitlinum með KR 2008 en hún var þá aðstoðarþjálfari.
Guðrún Jóna fagnar hér bikarmeistaratitlinum með KR 2008 en hún var þá aðstoðarþjálfari. Mynd/E.Stefán
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir verður næsti þjálfari kvennaliðs KR en eitt verst geymda leyndarmál síðustu vikna var endalega staðfest á blaðamannafundi í KR-heimilinu nú rétt áðan. Guðrún Jóna hætti nýverið sem þjálfari Aftureldingar og Fjölnis en það lak út löngu áður að hún hefði gert samkomulag um að taka við KR af þeim Írisi Björk Eysteinsdóttur og Kristrúnu Lilju Daðadóttur.

Guðrún Jóna er 37 ára gömul og leikjahæsti leikmaður KR í efstu deild kvenna með 215 leiki. Hún var aðstoðarþjálfari KR-liðsins í tvö ár áður en hún tók við liði Aftureldingar og Fjölnis fyrir þetta tímabil. Hún hefur einnig þjálfað yngri flokka hjá KR í mörg ár.

KR missti marga lykilmenn fyrir síðasta tímabil og endaði að lokum í 6. sæti deildarinnar. Liðið var skipað ungum stelpum sem bættu sig mikið þegar á leið sumarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×