Lífið

Svala Björgvins á forsíðu vinsælasta tattútímaritsins

Alma Guðmundsdóttir skrifar
Svala er á forsíðu Prick, en hún er með "sleeve“ tattú eftir Sofiu Estrella sem var gert á Reykjavik Ink.
Svala er á forsíðu Prick, en hún er með "sleeve“ tattú eftir Sofiu Estrella sem var gert á Reykjavik Ink.
Svala Björgvins prýðir forsíðu tattútímaritsins Prick sem dreift er um allan heim og er vinsælasta tattúblaðið í Bandaríkjunum. Söng­konan góðkunna flytur einmitt til Los Angeles í dag.

„Prick-blaðið kom hingað út af tattúráðstefnunni hjá Reykjavík Ink sem var hér í sumar," segir Svala Björgvinsdóttir söngkona, sem prýðir forsíðu tímaritsins Prick. Blaðið er gefið út mánaðar­lega í um 100.000 eintökum sem er dreift um allan heim, en blaðið er sérstaklega tileinkað lífsstílnum í kringum húðflúr og líkamsgötun.

„Blaðið er alltaf bara með flúraðar stelpur á forsíðunni, en enga stráka. Linda og Össur sem eiga Reykjavík Ink báðu mig um að vera framan á blaðinu því ég er komin með svo mikið „sleeve" og ég sagði bara já. Þetta er vinsælasta tattúblaðið í Ameríku og ég hef nú þegar fengið tölvupóst frá vinum úti sem hafa séð þetta," segir Svala, sem er á faraldsfæti því í dag flytur hún með hljómsveit sinni Steed Lord til Los Angeles.

„Það er allt tilbúið og við erum komin með þriggja ára dvalarleyfi. Við erum að fara að vinna á fullu, túra mikið og gefa út remix-plötu af fyrstu plötunni okkar sem kemur út 24. september," segir Svala. Aðspurð segist hún kunna vel við sig í Los Angeles, en hún hefur áður búið þar og starfað sem söngkona. „Þetta leggst vel í okkur og það er alltaf gaman að skipta um umhverfi og fara í svona ævintýraferð. Ég bjó í LA í eitt og hálft ár svo ég á mikið af vinum þar og þekki vel til. Þetta er bara mín borg og eina borgin sem ég vil búa í," segir Svala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.