Körfubolti

Detroit skellti Boston í Garðinum

Richard Hamilton hefur leikið vel í fjarveru Allen Iverson
Richard Hamilton hefur leikið vel í fjarveru Allen Iverson AP

Detroit vann nokkuð óvæntan sigur á Boston 105-95 í NBA deildinni í körfubolta í kvöld. Þetta var annar sigur Detroit í röð eftir átta leikja taphrinu.

Eftir eina verstu taphrinu á öldinni hefur Detroit nú heldur betur náð sér á strik í síðustu tveimur leikjum, sem báðir hafa verið útisigrar á tveimur af þremur efstu liðum Austurdeildarinnar.

Richard Hamilton er kominn aftur í byrjunarlið Detroit og hann hefur farið mikinn í þessum tveimur sigurleikjum, sem báðir unnust þegar liðið var án Allen Iverson sem er meiddur í baki.

Hamilton skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Detroit og Tayshaun Prince skoraði 15 stig og hirti 8 fráköst gegn Boston í kvöld. Paul Pierce skoraði 26 stig fyrir Boston, sem enn leikur án Kevin Garnett sem er meiddur.

Þetta var fyrsta tap Boston á heimavelli gegn liði úr Austurdeildinni í vetur.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×