Körfubolti

Toronto Raptors að verða Evrópumannanýlenda í NBA-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marco Belinelli mun spila með Toronto Raptors á næsta tímabili.
Marco Belinelli mun spila með Toronto Raptors á næsta tímabili. Mynd/AFP

NBA-liðið Toronto Raptors er búið að næla í enn einn Evrópumanninn eftir að liðið fékk bakvörðinn Marco Belinelli í skiptum frá Golden State Warriors fyrir Devean George og pening.

Fyrir hjá Toronto Raptors eru ítalski miðherjinn Andrea Bargnani, slóvenski miðherjinn Rasho Nesterović, spænski bakvörðurinn Jose Calderon, króatíski bakvörðurinn Roko Ukić og tyrkneski framherjinn Hedo Turkoglu.

Marco Belinelli er 23 ára og 196 sm bakvörður sem lék með Fortitudo Bologna á Ítalíu áður en hann kom í NBA-deildinni. Belinelli hefur spilað tvö tímabil með Golden State Warriors og var með 8,9 stig og 2,1 stoðsendingu að meðaltali á 21,0 mínútum á síðasta tímabili.

Þetta er í annað skiptið í sumar sem Devean George er skipt en hann kom til Toronto frá Dallas í skiptum fyrir Shawn Marion.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×