Íslenski boltinn

FH og Haukar leika í efstu deild kvenna næsta sumar

Ómar Þorgeirsson skrifar

Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar unnu sér í kvöld inn þátttökurétt í efstu deild kvenna næsta sumar þegar seinni leikirnir í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna fóru fram.

FH gerði 2-2 jafntefli við ÍBV í Eyjum en fyrri leikurinn fór 0-0 og komst FH því áfram með mörkum skoruðum á útivelli.

Haukar voru í vænlegri stöðu fyrir leik sinn gegn Völsungi á Húsavík eftir að hafa unnið 4-1 í fyrri leik liðanna í Hafnarfirði en Haukar unnu seinni leikinn 0-1 og því samanlagt 5-1.

Úrslitaleikur 1. deildarinnar fer fram á næstkomandi sunnudag og þar verður eins segir um Hafnarfjarðarslag að ræða.

Úrslit kvöldsins og markaskorarar (heimild: fótbolti.net)

ÍBV 2-2 FH

1-0 Berglind Arnardóttir ('28, sjálfsmark)

2-0 Laura East ('7)

2-1 Jóhanna Gústafsdóttir ('12)

2-2 Elísabet Guðmundsdóttir ('92)

Völsungur 0-1 Haukar

0-1 Tinna Mark Antonsdóttir








Fleiri fréttir

Sjá meira


×