Körfubolti

NBA í nótt: Phoenix vann Washington

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shaquille O'Neal tekur skot í leiknum.
Shaquille O'Neal tekur skot í leiknum. Nordic Photos / Getty Images
Phoenix Suns lauk sex leikja útileikjahrinu sinni um austrið með því að vinna Washington Wizards, 104-99. Phoenix vann þrjá leiki í ferðinni en tapaði þremur.

Shaquille O'Neal skoraði 29 stig í leiknum en Phoenix skoraði 24 stigum meira en Washington þegar að Shaq var inn á vellinum.

„Mér finnst eins og að ég geti spilað í þrjú til fjögur ár til viðbótar," sagði hann eftir leikinn. „Ég hef núna aðgang að læknaliði sem er að framkvæma hluti sem ég hef aldrei séð áður. Mér hefur ekki liðið svona vel í tvö ár."

Amare Stoudemire skoraði 22 stig og tók fimmtán fráköst og Leandro Barbosa var með 23 stig. Caron Butler skoraði 28 stig fyrir Washington og Antawn Jamison 27 stig og þrettán fráköst.

New York vann Houstgon, 104-98. Wilson Chandler var með átján stig þrátt fyrir að hann byrjaði á bekknum en þetta var fyrsti sigur New York á Houston síðan 2004.

New Orleans vann Philadelphia, 101-86. Chris Paul var með þrefalda tvennu en hann skoraði 27 stig, gaf fimmtán stoðsendingar og tók tíu fráköst. Hann stal einnig sjö boltanum.

Minnesota vann Milwaukee, 90-83. Al Jefferson var með 23 stig og tíu fráköst. Ryan Gomes var með 22 stig.

Oklahoma vann New Jersey, 94-85. Kevin Durant skoraði átján stig í leiknum, þar af níu í þriðja leikhluta sem Oklahoma vann 31-14.

Portland vann LA Clippers, 113-88. Brandon Roy skoraði 33 stig fyrir Portland.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×