Er úthald baklandsins á þrotum? Þorsteinn Pálsson skrifar 5. september 2009 06:00 Viðbrögðin við OECD-skýrslunni varpa ágætu ljósi á glímutökin í pólitíkinni bæði milli flokka og ekki síður innan þeirra. Af þeim má einnig draga málefnalegar ályktanir um hvert stefnir. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra náði góðum undirtökum innan VG eftir að hafa beygt fjármálaráðherrann og forsætisráðherrann í Icesave-málinu með samstarfi við sjálfstæðismenn. Nú lætur heilbrigðisráðherrann kné fylgja kviði og tilkynnir að við ríkisstjórnarborðið verði spurt hver hafi borgað fyrir OECD-skýrsluna. Þetta gæti gefið til kynna að hann einn vissi ekki að það er fjármálaráðherrann sem borgar. Málið er þó aðeins flóknara. Þegar heilbrigðisráðherrann kallar fjármálaráðherrann til ábyrgðar á aðildargjaldinu að OECD er það vísbending um persónulegt valdatafl. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er það aukaatriði. Af hinu er ástæða til að hafa meiri áhyggjur að yfirlýsingin er til marks um að heilbrigðisráðherrann ætli að nota skýrsluna sem viðspyrnu gegn þeirri allsherjar uppstokkun í ríkisfjármálum sem er forsenda endurreisnarinnar. Fjármálaráðherrann hefur verið fulltrúi raunsæispólitíkur eftir að hann tók við því embætti. Af þeim sökum hefur hann orðið að ganga á svig við boðskap eigin flokks bæði í utanríkis- og fjármálum. Það hefur verið þjóðhagslega ábyrgt. Óvíst er hins vegar hvort baklandið í flokknum hefur úthald til að fylgja honum öllu lengur. Þá er OECD-skýrslan sögð koma frá vondum markaðshyggjumönnum í útlöndum. Dæmi: Við höfum varið meiri fjármunum í menntun en flestar aðrar þjóðir. Alþjóðlegt mat á skólastarfi hefur ekki sýnt árangur að sama skapi. Það gefur til kynna möguleika á hagræðingu. Allri umræðu af þessu tagi á að ýta út af borðinu með því að gera OECD-skýrsluna tortryggilega. Þessa hlið viðbragðanna er varla unnt að skilgreina á annan veg en þann að þeir séu að verða ofan á sem vilja gera minna en þörf er á í ríkisfjármálunum. Með öðrum orðum: Það er verið að veikja möguleika fjármálaráðherrans til að standa á ábyrgri afstöðu.Endurtekur sagan sig?Sérfræðingar OECD færa fram skýr rök fyrir nauðsyn nýrrar stefnu í peningamálum með aðild að evrópska myntsamstarfinu og Evrópusambandinu. Þau rök sem fram eru færð eru vissulega ekki ný af nálinni. Ekki verður heldur sagt að þau séu veigameiri fyrir það hvaðan þau koma. Það gerir þau heldur ekki veigaminni.Viðbrögð fjármálaráðherrans gætu bent til þess að hann eigi í vök að verjast. Ábendingunum vísar hann út í hafsauga. Engin rök eru færð fram. Aðeins látið að því liggja að ekki megi taka mark á markaðshyggjumönnum í alþjóðastofnunum. Þar með er málið afgreitt.Veruleikinn er hins vegar sá, rétt eins og í Icesave-málinu, að vandinn hverfur ekki með því að taka hjáleið umhverfis hann. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa hvor sína stefnu í peningamálum. Annar vill viðhalda krónunni. Hinn vill taka upp evru. Þeir hafa sammælst um að vera ósammála um þetta stærsta viðfangsefni endurreisnarinnar.Afleiðingin af því getur aðeins verið ein. Endurreisnin dregst á langinn eða tekst ekki í versta falli. Fjármálaráðherrann hefur ekki sýnt fram á að nokkur möguleiki sé að koma á fjármálalegum stöðugleika og viðhalda honum með krónu. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er þessi staða áhyggjuefni með því að fjármálaráðherrann sýnist vera hinn raunverulegi leiðtogi stjórnarsamstarfsins.Um þetta álitaefni hefur farið fram djúp umræða. Málið er því fyrir löngu komið á ákvörðunarstig. Ein helsta ástæðan fyrir því að Ísland festist í þrjátíu ára höftum í kreppunni miklu var sú að þá viku menn sér undan því að gera upp við sig hvaða peningastefnu ætti að fylgja til frambúðar. Viðbrögð leiðtoga stjórnarsamstarfsins við OECD-skýrslunni gætu þýtt að sú saga ætti eftir að endurtaka sig.Erlend fjárfesting og hlutverk bankaÞær röksemdir sem fram koma í OECD-skýrslunni fyrir orkunýtingu og erlendri fjárfestingu á því sviði eru kunnar. Sú ákvörðun fjármálaráðherra að beita ríkisstjórninni til að koma í veg fyrir erlenda fjárfestingu í HS-orku er dæmi um að ekki standi til að nýta þau tækifæri til að endurreisa þjóðarbúskapinn.Eftir tímamótasamkomulagið sem fyrrverandi iðnaðarráðherra beitti sér fyrir á síðasta ári er gjald fyrir auðlindanotkun í fyrsta skipti gagnsætt með því að búið er að greina auðlindina sjálfa frá orkuvinnslunni. Umræður um verð á orkusölunni virðast hins vegar engu skipta nú. Fjármálaráðherrann hefur ákveðið að erlend fjárfesting sé af hinu illa. Þar við situr. Nú er enginn iðnaðarráðherra með áhrif og framtíðarsýn.Sterklega hefur verið gefið til kynna að ríkisstjórnin ætli að nota yfirráð sín yfir bönkunum til að knýja fram stefnu sína í þessu máli. Hætt er við að slík notkun bankanna muni gera þá að eins konar sparisjóðsdeild í ríkissjóði, verði hún almenn. Það mun draga úr líkum á að hér verði til á ný viðskiptabankar sem njóti trausts á fjármálamörkuðum.Þó að illa hafi farið fyrir gömlu bönkunum er veruleikinn sá að hér verður ekkert viðnám fyrir atvinnulífið ef ekki verður fylgt skýrum leikreglum við endurreisn þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun
Viðbrögðin við OECD-skýrslunni varpa ágætu ljósi á glímutökin í pólitíkinni bæði milli flokka og ekki síður innan þeirra. Af þeim má einnig draga málefnalegar ályktanir um hvert stefnir. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra náði góðum undirtökum innan VG eftir að hafa beygt fjármálaráðherrann og forsætisráðherrann í Icesave-málinu með samstarfi við sjálfstæðismenn. Nú lætur heilbrigðisráðherrann kné fylgja kviði og tilkynnir að við ríkisstjórnarborðið verði spurt hver hafi borgað fyrir OECD-skýrsluna. Þetta gæti gefið til kynna að hann einn vissi ekki að það er fjármálaráðherrann sem borgar. Málið er þó aðeins flóknara. Þegar heilbrigðisráðherrann kallar fjármálaráðherrann til ábyrgðar á aðildargjaldinu að OECD er það vísbending um persónulegt valdatafl. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er það aukaatriði. Af hinu er ástæða til að hafa meiri áhyggjur að yfirlýsingin er til marks um að heilbrigðisráðherrann ætli að nota skýrsluna sem viðspyrnu gegn þeirri allsherjar uppstokkun í ríkisfjármálum sem er forsenda endurreisnarinnar. Fjármálaráðherrann hefur verið fulltrúi raunsæispólitíkur eftir að hann tók við því embætti. Af þeim sökum hefur hann orðið að ganga á svig við boðskap eigin flokks bæði í utanríkis- og fjármálum. Það hefur verið þjóðhagslega ábyrgt. Óvíst er hins vegar hvort baklandið í flokknum hefur úthald til að fylgja honum öllu lengur. Þá er OECD-skýrslan sögð koma frá vondum markaðshyggjumönnum í útlöndum. Dæmi: Við höfum varið meiri fjármunum í menntun en flestar aðrar þjóðir. Alþjóðlegt mat á skólastarfi hefur ekki sýnt árangur að sama skapi. Það gefur til kynna möguleika á hagræðingu. Allri umræðu af þessu tagi á að ýta út af borðinu með því að gera OECD-skýrsluna tortryggilega. Þessa hlið viðbragðanna er varla unnt að skilgreina á annan veg en þann að þeir séu að verða ofan á sem vilja gera minna en þörf er á í ríkisfjármálunum. Með öðrum orðum: Það er verið að veikja möguleika fjármálaráðherrans til að standa á ábyrgri afstöðu.Endurtekur sagan sig?Sérfræðingar OECD færa fram skýr rök fyrir nauðsyn nýrrar stefnu í peningamálum með aðild að evrópska myntsamstarfinu og Evrópusambandinu. Þau rök sem fram eru færð eru vissulega ekki ný af nálinni. Ekki verður heldur sagt að þau séu veigameiri fyrir það hvaðan þau koma. Það gerir þau heldur ekki veigaminni.Viðbrögð fjármálaráðherrans gætu bent til þess að hann eigi í vök að verjast. Ábendingunum vísar hann út í hafsauga. Engin rök eru færð fram. Aðeins látið að því liggja að ekki megi taka mark á markaðshyggjumönnum í alþjóðastofnunum. Þar með er málið afgreitt.Veruleikinn er hins vegar sá, rétt eins og í Icesave-málinu, að vandinn hverfur ekki með því að taka hjáleið umhverfis hann. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa hvor sína stefnu í peningamálum. Annar vill viðhalda krónunni. Hinn vill taka upp evru. Þeir hafa sammælst um að vera ósammála um þetta stærsta viðfangsefni endurreisnarinnar.Afleiðingin af því getur aðeins verið ein. Endurreisnin dregst á langinn eða tekst ekki í versta falli. Fjármálaráðherrann hefur ekki sýnt fram á að nokkur möguleiki sé að koma á fjármálalegum stöðugleika og viðhalda honum með krónu. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er þessi staða áhyggjuefni með því að fjármálaráðherrann sýnist vera hinn raunverulegi leiðtogi stjórnarsamstarfsins.Um þetta álitaefni hefur farið fram djúp umræða. Málið er því fyrir löngu komið á ákvörðunarstig. Ein helsta ástæðan fyrir því að Ísland festist í þrjátíu ára höftum í kreppunni miklu var sú að þá viku menn sér undan því að gera upp við sig hvaða peningastefnu ætti að fylgja til frambúðar. Viðbrögð leiðtoga stjórnarsamstarfsins við OECD-skýrslunni gætu þýtt að sú saga ætti eftir að endurtaka sig.Erlend fjárfesting og hlutverk bankaÞær röksemdir sem fram koma í OECD-skýrslunni fyrir orkunýtingu og erlendri fjárfestingu á því sviði eru kunnar. Sú ákvörðun fjármálaráðherra að beita ríkisstjórninni til að koma í veg fyrir erlenda fjárfestingu í HS-orku er dæmi um að ekki standi til að nýta þau tækifæri til að endurreisa þjóðarbúskapinn.Eftir tímamótasamkomulagið sem fyrrverandi iðnaðarráðherra beitti sér fyrir á síðasta ári er gjald fyrir auðlindanotkun í fyrsta skipti gagnsætt með því að búið er að greina auðlindina sjálfa frá orkuvinnslunni. Umræður um verð á orkusölunni virðast hins vegar engu skipta nú. Fjármálaráðherrann hefur ákveðið að erlend fjárfesting sé af hinu illa. Þar við situr. Nú er enginn iðnaðarráðherra með áhrif og framtíðarsýn.Sterklega hefur verið gefið til kynna að ríkisstjórnin ætli að nota yfirráð sín yfir bönkunum til að knýja fram stefnu sína í þessu máli. Hætt er við að slík notkun bankanna muni gera þá að eins konar sparisjóðsdeild í ríkissjóði, verði hún almenn. Það mun draga úr líkum á að hér verði til á ný viðskiptabankar sem njóti trausts á fjármálamörkuðum.Þó að illa hafi farið fyrir gömlu bönkunum er veruleikinn sá að hér verður ekkert viðnám fyrir atvinnulífið ef ekki verður fylgt skýrum leikreglum við endurreisn þeirra.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun