Körfubolti

Kobe Bryant frábær í nótt - skoraði 40 stig í 2ja stiga sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant og Pau Gasol fagna hér sigri.
Kobe Bryant og Pau Gasol fagna hér sigri. Mynd/GettyImages

Kobe Bryant skoraði 40 stig, þarf 6 af vítalínunni á síðustu 30 sekúndunum í 105-103 sigri Los Angeles Lakers á Denver Nuggets í fyrsta leik liðanna í úrslitum vesturdeildar í NBA-körfuboltanum í nótt.

„Þegar ég áttaði mig á því að við höfðum ekki orkuna þá varð ég að taka við keflinu og drífa liðið áfram. Það er hluti af ábyrgð minni hjá þessu liði," sagði Bryant eftir leikinn.

„Hann varð skorarinn hjá okkur og það var lítið annað í gangi," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers en Bryant sem fór úr liði á fingri í leiknum en hélt engu að síður áfram og skoraði meðal annars 15 stig síðustu 6 mínúturnar og 48 sekúndurnar í leiknum.

Denver-liðið var yfir stærsta hluta leiksins og náði mest sjö stiga forskoti í fjórða leikhlutanum. „Þú vinnur ekkert leiki af þú átt að hafa unnið þá. Þú verður að klára leikina. Næstu 48 tímar verða mjög erfiðir," sagði George Karl, þjálfari Denver.

Pau Gasol var með 13 stig og 14 fráköst hjá Lakers en hjá liði Denver skoraði Carmelo Anthony 39 stig og Chauncey Billups var með 18 stig.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×