Hannaði bók fyrir Al Gore 7. október 2009 03:00 Hannaði fyrir Gore Hjalti Karlsson segir Gore afar þægilegan mann. Al Gore leitaði til Hjalta og félaga fyrir nýjustu bók sína. „Það er skrítið að vinna með svona karakter. Í byrjun pældum við mikið í hvernig það væri og ég var hálfhræddur við að hitta hann, en hann var rosa næs,“ segir hönnuðurinn Hjalti Karlsson um Al Gore. Hjalti og félagar hans á hönnunarstofunni KarlssonWilker í New York luku nýlega við að hanna bókina Our Choice: How We Can Solve the Climate Crisis eftir umhverfissinnann Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Tvær útgáfur af bókinni koma út í byrjun nóvember, en sú sem Hjalti og félagar hönnuðu er ætluð lesendum í aldurshópnum 10 til 14 ára. „Okkur fannst þetta mjög kúl. Við höfum aldrei unnið verkefni sem er spes fyrir yngri hóp,“ segir Hjalti. „Al Gore tók mjög virkan þátt í verkefninu. Hann kíkti á síðurnar sem við vorum að hanna og við sátum fundi með honum. Hann var voða næs. Ótrúlega rólegur gæi.“ Hjalti segir að það hafi verið mjög þægilegt að vinna með Al og að hann væri laus við hroka þótt hann væri fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og hafi hlotið Nóbelsverðlaun. „Hann er rosalega kurteis og kunni að meta allt sem við gerðum. Það var mjög þægilegt að vinna með honum. Hann setti lítið út á verkin okkar.“ Markmið bókarinnar er að hún verði hálfgerð umhverfisverndunarbiblía fyrir bandarísk börn. „Þeir binda miklar vonir við að kennarar, skólar og bókasöfn taki vel í bókina,“ segir Hjalti og bætir við að það hafi ekki verið auðvelt verkefni að hanna fyrir börn, en hann er engu að síður mjög sáttur við útkomuna. Hönnunarstofan KarlssonWilker er í helmingseigu Hjalta sem hefur búið í New York síðustu ár. Hann hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína og meðal annars hannað umslög fyrir Rolling Stones, David Byrne og Aerosmith, gert tónlistarmyndband fyrir Lou Reed og unnið fyrir risa á borð við MTV og Puma.atlifannar@frettabladid.is Nóbelsverðlaun Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
„Það er skrítið að vinna með svona karakter. Í byrjun pældum við mikið í hvernig það væri og ég var hálfhræddur við að hitta hann, en hann var rosa næs,“ segir hönnuðurinn Hjalti Karlsson um Al Gore. Hjalti og félagar hans á hönnunarstofunni KarlssonWilker í New York luku nýlega við að hanna bókina Our Choice: How We Can Solve the Climate Crisis eftir umhverfissinnann Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Tvær útgáfur af bókinni koma út í byrjun nóvember, en sú sem Hjalti og félagar hönnuðu er ætluð lesendum í aldurshópnum 10 til 14 ára. „Okkur fannst þetta mjög kúl. Við höfum aldrei unnið verkefni sem er spes fyrir yngri hóp,“ segir Hjalti. „Al Gore tók mjög virkan þátt í verkefninu. Hann kíkti á síðurnar sem við vorum að hanna og við sátum fundi með honum. Hann var voða næs. Ótrúlega rólegur gæi.“ Hjalti segir að það hafi verið mjög þægilegt að vinna með Al og að hann væri laus við hroka þótt hann væri fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og hafi hlotið Nóbelsverðlaun. „Hann er rosalega kurteis og kunni að meta allt sem við gerðum. Það var mjög þægilegt að vinna með honum. Hann setti lítið út á verkin okkar.“ Markmið bókarinnar er að hún verði hálfgerð umhverfisverndunarbiblía fyrir bandarísk börn. „Þeir binda miklar vonir við að kennarar, skólar og bókasöfn taki vel í bókina,“ segir Hjalti og bætir við að það hafi ekki verið auðvelt verkefni að hanna fyrir börn, en hann er engu að síður mjög sáttur við útkomuna. Hönnunarstofan KarlssonWilker er í helmingseigu Hjalta sem hefur búið í New York síðustu ár. Hann hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína og meðal annars hannað umslög fyrir Rolling Stones, David Byrne og Aerosmith, gert tónlistarmyndband fyrir Lou Reed og unnið fyrir risa á borð við MTV og Puma.atlifannar@frettabladid.is
Nóbelsverðlaun Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira