Körfubolti

LeBron James bestur

LeBron James
LeBron James AFP

LeBron James verður í kvöld útnefndur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í dag.

Þessi tíðindi koma fáum á óvart enda fór James fyrir ógnarsterku liði Cleveland í allan vetur þegar liðið náði í fyrsta skipti í sögu sinni að vera með bestan árangur allra liða í deildarkeppninni.

James er á sínu sjötta ári í deildinni og þegar er farið að tala um hann sem einn af bestu körfuboltamönnum allra tíma þrátt fyrir að hann sé aðeins 24 ára gamall.

James skoraði 28,4 stig að meðaltali í leik í vetur, hirti 7,6 fráköst og gaf 7,2 stoðsendingar.

Cleveland var eina liðið sem sópaði andstæðingum sínum út 4-0 í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og mætir Atlanta Hawks í fyrsta leik í annari umferðinni annað kvöld.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×