Í rigningunni finnum við frið Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 30. júlí 2009 00:01 Á Íslandi er veðrið jafnan umræðuefni þegar fólk hittist. Veðrið skiptir okkur máli og þessi hefð að spyrja eftir veðrinu er jafnsjálfsögð og að spyrja útlendingana „how do you like Iceland". Þetta er auðvitað tilkomið vegna þess að afkoma forfeðra okkar í harðbýlu landi, stóð og féll með veðrinu. Þar sem sólar nýtur nánast allan ársins hring hefur fólk engan áhuga á að vita hvort gráðurnar voru einni eða tveimur fleiri handan við hólinn. Við lifum hins vegar í stöðugum ótta við veðrið. Við blótum hríðarbyljum og rigningarúrhelli og þegar sólarinnar nýtur loksins erum við á nálum um að þessi glæta muni ekki endast. Í rauninni er það meira taugatrekkjandi þegar sólin skín, sérstaklega ef hún skín nokkra daga í röð. Í rigningunni finnum við friðinn. Að morgni fyrsta sólardags vakna ég glöð í hjartanu og dríf mig út. Gleymi að bera á mig sólarvörnina og skaðbrenn á öxlum og nefi. En strax upp úr hádegi fer ég að horfa áhyggjufull til himins og fylgjast með skýjaferðum. Þetta er of gott til að vera satt, nú hlýtur að draga fyrir sólina hvað úr hverju og fara að rigna. Um kaffileytið er ég orðin viss um að hann sé að þykkna upp í norðri og líst ekki á blikuna. Ef sólin skín enn á öðrum morgni læðist ég fram úr til að hræða hana ekki burt. Allan daginn horfi ég svo til himins, naga á mér neglurnar og finn enga eirð til að liggja og flatmaga úti í garði né skjótast eftir ís, því nú fer hann alveg að rigna. Eyði seinni partinum í að leita að stígvélunum mínum til að vera viðbúin þegar úrhellið brestur á. Á þriðja degi er mér alveg hætt að lítast á. Ég er hálfpartinn farin að vonast til að hann fari þá bara að rigna, svo ég þurfi ekki að vera svona hengd upp á þráð. Svo fer auðvitað að rigna. Ég vissi það alltaf. Hitinn fer niður í fimm gráður og þokan liggur alveg ofan í túnfætinum. Allt er rennandi blautt. Jæja, það var þá eins gott að ég fann stígvélin mín hugsa ég, þar sem ég horfi á rigninguna lemja rúðurnar og anda léttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Á Íslandi er veðrið jafnan umræðuefni þegar fólk hittist. Veðrið skiptir okkur máli og þessi hefð að spyrja eftir veðrinu er jafnsjálfsögð og að spyrja útlendingana „how do you like Iceland". Þetta er auðvitað tilkomið vegna þess að afkoma forfeðra okkar í harðbýlu landi, stóð og féll með veðrinu. Þar sem sólar nýtur nánast allan ársins hring hefur fólk engan áhuga á að vita hvort gráðurnar voru einni eða tveimur fleiri handan við hólinn. Við lifum hins vegar í stöðugum ótta við veðrið. Við blótum hríðarbyljum og rigningarúrhelli og þegar sólarinnar nýtur loksins erum við á nálum um að þessi glæta muni ekki endast. Í rauninni er það meira taugatrekkjandi þegar sólin skín, sérstaklega ef hún skín nokkra daga í röð. Í rigningunni finnum við friðinn. Að morgni fyrsta sólardags vakna ég glöð í hjartanu og dríf mig út. Gleymi að bera á mig sólarvörnina og skaðbrenn á öxlum og nefi. En strax upp úr hádegi fer ég að horfa áhyggjufull til himins og fylgjast með skýjaferðum. Þetta er of gott til að vera satt, nú hlýtur að draga fyrir sólina hvað úr hverju og fara að rigna. Um kaffileytið er ég orðin viss um að hann sé að þykkna upp í norðri og líst ekki á blikuna. Ef sólin skín enn á öðrum morgni læðist ég fram úr til að hræða hana ekki burt. Allan daginn horfi ég svo til himins, naga á mér neglurnar og finn enga eirð til að liggja og flatmaga úti í garði né skjótast eftir ís, því nú fer hann alveg að rigna. Eyði seinni partinum í að leita að stígvélunum mínum til að vera viðbúin þegar úrhellið brestur á. Á þriðja degi er mér alveg hætt að lítast á. Ég er hálfpartinn farin að vonast til að hann fari þá bara að rigna, svo ég þurfi ekki að vera svona hengd upp á þráð. Svo fer auðvitað að rigna. Ég vissi það alltaf. Hitinn fer niður í fimm gráður og þokan liggur alveg ofan í túnfætinum. Allt er rennandi blautt. Jæja, það var þá eins gott að ég fann stígvélin mín hugsa ég, þar sem ég horfi á rigninguna lemja rúðurnar og anda léttar.