Minna morfís, meira vit! 26. september 2009 00:01 Kappræður eru góð skemmtun þegar gáfaðir, mælskir og fyndnir menn eigast við. Þessi íþrótt hefur þó ekki notið sannmælis lengi vel, en þar er að mínu mati oftast um misskilning að ræða. Þegar tvö lið mætast í kappræðum er nefnilega ekki tekist á um það hvorir hafi rétt fyrir sér, eins og sumir virðast halda, heldur einungis hvorir leggi mál sitt fram, rökstyðji það og hreki rök hinna betur. Umræðuefnið er aðeins leikvöllur mælsku og raka sem auðvitað geta verið krydduð skopi þegar vel tekst til. Það er alls ekki tekist á um umræðuefnið sjálft, ekki frekar en að þegar tveir menn sitji að tafli takist þeir á um hvort svart eða hvítt sé fallegra. Kannski má rekja það hve kappræður eru almennt lágt skrifaðar hér á landi til Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, sem er fyrir löngu orðin hreinræktuð stæla-, útúrsnúninga- og skætingskeppni og hætt að eiga nokkuð skylt við mælsku eða rökræður. Kappræður eru hins vegar aðeins íþrótt eða leikur. Markmiðið er eitt: sigur. Þær eru því afleit aðferð til að ná skynsamlegri niðurstöðu. Þess vegna er verulegt áhyggjuefni hve mikinn keim opinber umræða á Íslandi ber af kappræðum. Að hluta kann það að stafa af mikilli þjálfun unggæðinga stjórnmálaflokkanna í þeirri afskræmingu mælskulistarinnar sem Morfís er. En kannski eru Íslendingar bara haldnir þeirri firru í óeðlilega miklum mæli að það sé dyggð að bíta eitthvað nógu fast í sig og hanga svo á því eins og hundur á roði. Senn taka Íslendingar eina afdrifaríkustu ákvörðun lýðveldissögunnar. Aðild landsins að Evrópusambandinu verður borin undir þjóðaratkvæði. Nú ríður á að við ræðum málin af skynsömu viti í stað þess að skiptast á slagorðum. Það þýðir ekki að bjóða þjóðinni upp á þann málflutning að annaðhvort feli aðild í sér himnasælu eða vítisvist. Þjóðin er gáfaðri en svo. Hún veit of mikið um lönd sambandsins til að hægt sé að ljúga slíku í hana. Það þarf að rökræða aðild, ekki kappræða hana. Því miður tel ég ráðningu Davíðs Oddssonar í starf ritstjóra Morgunblaðsins benda til þess að ekkert slíkt sé á dagskrá þeim megin víglínunnar. Þar á bæ standi ekkert til nema allsherjar herkvaðning ofan í skotgröfina. Davíð hefur aldrei verið maður yfirvegunar eða sáttfýsi, heldur ávallt þvermóðsku, þykkjukulda, langrækni og hefnigirni. Hann er holdgervingur alls þess sem ekkert erindi á í vitræna umræðu. Hún mun því fara fram annars staðar en í Mogganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Kappræður eru góð skemmtun þegar gáfaðir, mælskir og fyndnir menn eigast við. Þessi íþrótt hefur þó ekki notið sannmælis lengi vel, en þar er að mínu mati oftast um misskilning að ræða. Þegar tvö lið mætast í kappræðum er nefnilega ekki tekist á um það hvorir hafi rétt fyrir sér, eins og sumir virðast halda, heldur einungis hvorir leggi mál sitt fram, rökstyðji það og hreki rök hinna betur. Umræðuefnið er aðeins leikvöllur mælsku og raka sem auðvitað geta verið krydduð skopi þegar vel tekst til. Það er alls ekki tekist á um umræðuefnið sjálft, ekki frekar en að þegar tveir menn sitji að tafli takist þeir á um hvort svart eða hvítt sé fallegra. Kannski má rekja það hve kappræður eru almennt lágt skrifaðar hér á landi til Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, sem er fyrir löngu orðin hreinræktuð stæla-, útúrsnúninga- og skætingskeppni og hætt að eiga nokkuð skylt við mælsku eða rökræður. Kappræður eru hins vegar aðeins íþrótt eða leikur. Markmiðið er eitt: sigur. Þær eru því afleit aðferð til að ná skynsamlegri niðurstöðu. Þess vegna er verulegt áhyggjuefni hve mikinn keim opinber umræða á Íslandi ber af kappræðum. Að hluta kann það að stafa af mikilli þjálfun unggæðinga stjórnmálaflokkanna í þeirri afskræmingu mælskulistarinnar sem Morfís er. En kannski eru Íslendingar bara haldnir þeirri firru í óeðlilega miklum mæli að það sé dyggð að bíta eitthvað nógu fast í sig og hanga svo á því eins og hundur á roði. Senn taka Íslendingar eina afdrifaríkustu ákvörðun lýðveldissögunnar. Aðild landsins að Evrópusambandinu verður borin undir þjóðaratkvæði. Nú ríður á að við ræðum málin af skynsömu viti í stað þess að skiptast á slagorðum. Það þýðir ekki að bjóða þjóðinni upp á þann málflutning að annaðhvort feli aðild í sér himnasælu eða vítisvist. Þjóðin er gáfaðri en svo. Hún veit of mikið um lönd sambandsins til að hægt sé að ljúga slíku í hana. Það þarf að rökræða aðild, ekki kappræða hana. Því miður tel ég ráðningu Davíðs Oddssonar í starf ritstjóra Morgunblaðsins benda til þess að ekkert slíkt sé á dagskrá þeim megin víglínunnar. Þar á bæ standi ekkert til nema allsherjar herkvaðning ofan í skotgröfina. Davíð hefur aldrei verið maður yfirvegunar eða sáttfýsi, heldur ávallt þvermóðsku, þykkjukulda, langrækni og hefnigirni. Hann er holdgervingur alls þess sem ekkert erindi á í vitræna umræðu. Hún mun því fara fram annars staðar en í Mogganum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun