„Við það augun verða hörð… 1. ágúst 2009 00:01 Þegar ég var strákur langaði mig óskaplega mikið til að verða skáld þegar ég yrði stór. Sú list að geta með fáum, vel völdum orðum haft djúp áhrif á fólk, jafnvel látið það fá gæsahúð, heillaði mig alveg upp úr skónum. Á meðan félagar mínir dáðu poppstjörnur, knattspyrnumenn og leikara fann ég mínar fyrirmyndir í Skólaljóðum, bókinni sem sennilega hafði mest áhrif á menningarlega mótun mína í uppvextinum. Þegar ég varð unglingur og fór að kynna mér ævi þessara karla og þann hluta kveðskapar þeirra sem ekki rataði í Skólaljóðin ágerðist þessi áhugi minn. Það sem einkum heillaði mig þá var drykkjuskapurinn og kvensemin sem nánast virtist vera hluti af starfslýsingu þjóðskálds. Eymdin, ógæfan og volæðið sem einnig virtist vera skilyrði var í augum mínum rómantískt og eftirsóknarvert hlutskipti. Af þessum sökum tók ég ungur að reyna að temja mér drykkjuskap og kvensemi. Ég vona að ég hljómi ekki sjálfbirgingslega þótt ég leyfi mér að fullyrða að mér hafi bara tekist allvel upp, einkum við drykkjuskapinn. Ég læt liggja á milli hluta hvort kvensemin hafi skilað jafnmiklum árangri og erfiði. Aftur á móti varð minna úr því að kveðskapur minn væri sú tæra snilld sem stefnt var að. Ljóðin sem breyta áttu því hvernig Íslendingar hugsuðu um sjálfa sig, uppruna sinn og gildismat létu á sér standa. Aldrei tókst mér að toppa Bjössa litla á Bergi, Bikarinn eða Ef. Steinn Steinarr var auðvitað með öllu ósnertanlegur. Eftir á að hyggja var þetta kannski vegna þess að einhvern veginn hafði sú hugmynd læðst að mér að ef ég bara væri nógu iðinn við drykkjuskapinn og kvensemina sæi restin um sig sjálf. Það kom mér því verulega á óvart þegar ég komst að því löngu síðar að hægt væri að yrkja ljóð fyrir hádegi á virkum degi. Áður hefði ég getað svarið fyrir það að skapandi hugsun væri möguleg á hefðbundnum skrifstofutíma. Að sitja við yrkingar eins og hverja aðra vinnu var eitthvað sem ekki hafði hvarflað að mér að skilað gæti neinu sem varið væri í. Þó var það nákvæmlega það sem Halldór Laxness hafði gert með góðum árangri og reyndar fleiri skáld líka. Mér hafði bara láðst að kynna mér þau. Þau voru nefnilega ekki eins spennandi. Kannski af því að drykkjuskapinn og kvensemina vantaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar ég var strákur langaði mig óskaplega mikið til að verða skáld þegar ég yrði stór. Sú list að geta með fáum, vel völdum orðum haft djúp áhrif á fólk, jafnvel látið það fá gæsahúð, heillaði mig alveg upp úr skónum. Á meðan félagar mínir dáðu poppstjörnur, knattspyrnumenn og leikara fann ég mínar fyrirmyndir í Skólaljóðum, bókinni sem sennilega hafði mest áhrif á menningarlega mótun mína í uppvextinum. Þegar ég varð unglingur og fór að kynna mér ævi þessara karla og þann hluta kveðskapar þeirra sem ekki rataði í Skólaljóðin ágerðist þessi áhugi minn. Það sem einkum heillaði mig þá var drykkjuskapurinn og kvensemin sem nánast virtist vera hluti af starfslýsingu þjóðskálds. Eymdin, ógæfan og volæðið sem einnig virtist vera skilyrði var í augum mínum rómantískt og eftirsóknarvert hlutskipti. Af þessum sökum tók ég ungur að reyna að temja mér drykkjuskap og kvensemi. Ég vona að ég hljómi ekki sjálfbirgingslega þótt ég leyfi mér að fullyrða að mér hafi bara tekist allvel upp, einkum við drykkjuskapinn. Ég læt liggja á milli hluta hvort kvensemin hafi skilað jafnmiklum árangri og erfiði. Aftur á móti varð minna úr því að kveðskapur minn væri sú tæra snilld sem stefnt var að. Ljóðin sem breyta áttu því hvernig Íslendingar hugsuðu um sjálfa sig, uppruna sinn og gildismat létu á sér standa. Aldrei tókst mér að toppa Bjössa litla á Bergi, Bikarinn eða Ef. Steinn Steinarr var auðvitað með öllu ósnertanlegur. Eftir á að hyggja var þetta kannski vegna þess að einhvern veginn hafði sú hugmynd læðst að mér að ef ég bara væri nógu iðinn við drykkjuskapinn og kvensemina sæi restin um sig sjálf. Það kom mér því verulega á óvart þegar ég komst að því löngu síðar að hægt væri að yrkja ljóð fyrir hádegi á virkum degi. Áður hefði ég getað svarið fyrir það að skapandi hugsun væri möguleg á hefðbundnum skrifstofutíma. Að sitja við yrkingar eins og hverja aðra vinnu var eitthvað sem ekki hafði hvarflað að mér að skilað gæti neinu sem varið væri í. Þó var það nákvæmlega það sem Halldór Laxness hafði gert með góðum árangri og reyndar fleiri skáld líka. Mér hafði bara láðst að kynna mér þau. Þau voru nefnilega ekki eins spennandi. Kannski af því að drykkjuskapinn og kvensemina vantaði.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun