Körfubolti

NBA: Sigrar hjá Lakers og Cleveland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Síðasta vika hefur verið erfið hjá Lakers. Fyrir leikinn gegn Golden State í nótt hafði liðið tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum, liðið var án Ron Artest og ekki að spila vel.

Liðið tók sig þó saman í andlitinu í lok leiksins í nótt og landaði sigri. Kobe var stigahæstur hjá Lakers með 44 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í vetur. Hann hitti úr 13 af 27 skotum sínum og gaf 11 stoðsendingar. Hann setti öll 16 vítaskot sín niður og tapaði boltanum aðeins einu sinni.

Warriors leiddi um tíma með 15 stigum en slakar ákvarðanir á lokakaflanum urðu liðinu að falli.

Úrslit:

Atlanta-Cleveland  84-95

Washington-Oklahoma  98-110

Detroit-NY Knicks  87-104

Chicago-Indiana  104-95

Houston-New Orleans  108-100

San Antonio-Minnesota  117-99

LA Lakers-Golden State  124-118

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×