Körfubolti

NBA: Lakers vann en Cleveland tapaði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Shaq fagnaði ekki á gamla heimavellinum í gær.
Shaq fagnaði ekki á gamla heimavellinum í gær. Nordic photos/Getty Images

Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. LA Lakers slátraði Phoenix Suns og Houston skellti liðið Cleveland í Texas.

Kobe Bryant og Shaquille O´Neal voru að hittast í fyrsta skipti síðan þeir voru valdir menn stjörnuleiksins á dögunum. Það voru engir stjörnutaktar á leik Phoenix í nótt enda valtaði Lakers yfir þá.

Gestirnir frá Kaliforníu skoruðu 70 stig í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn. Sjötti sigur Lakers-liðsins í röð.

Shaq fékk fínar móttökur í Staples Center og vel fór á með honum og Kobe en þeir virðast vera orðnir hinir mestu mátar á ný.

Lamar Odom skoraði 23 stig fyrir Lakers, Kobe 23 og Pau Gasol 16.

Hjá Phoenix voru Leandro Barbosa og Alando Tucker stigahæstir með 18 stig. Shaq skoraði 12.

Houston vann óvæntan sigur á LeBron James og félögum í Cleveland í gær. Þetta var hræðilegt kvöld hjá Cavs. Leikur þeirra kristallaðist í fjórða leikhluta þegar Yao Ming varði skot frá James sem lenti síðan illa og snéri á sér ökklann. Það gekk ekkert hjá Cleveland.

James gaf ekki eina stoðsendingu í leiknum og er það í fyrsta skipti á hans ferli sem slíkt gerist.

Yao Ming skoraði 28 stig fyrir Houston og Ron Artest 15 en Artest spilaði einnig frábæra vörn á James. LeBron skoraði 21 stig en var ekki með góða skotnýtingu.

Úrslit næturinnar:

Lakers-Phoenix 132-106

Houston-Cleveland 93-74

Staðan í NBA-deildinni



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×