Pómóbolti Bergsteinn Sigurðsson skrifar 12. júní 2009 06:00 Nýlega las ég grein þar sem yfirstandandi efnahagsófarir voru ekki eingöngu skrifaðar á gráðuga bankamenn og andvaralausa stjórnmálamenn, heldur líka á ríkjandi menningarástand undanfarinna ára á Vesturlöndum sem er jafnan kennt við póstmódernisma. Hugmyndafræði sem hafnaði fyrri gildum og reglum, var ekki bundin á klafa fortíðarinnar heldur einkenndist af afstæðishyggju og stuðlaði þannig að áhættusækinni nýjungagirni á fjármálamörkuðum. Módernísk atómskáld viku fyrir póstmódernískum athafnaskáldum. Nú fór auðvitað sem fór. En það var gaman meðan á góðærinu stóð; um skeið upplifðu Íslendingar sig sem efnahagslegt stórveldi. það var ekki svo slæm tilfinning. Mér var hugsað til þessa meðan ég horfði á íslenska landsliðið í fótbolta lúta í lægra haldi fyrir Makedónum í fyrradag. Fótbolti er ef til vill eitt af því fáa sem virtist ósnortið af póstmódernismanum, að minnsta kosti grundvallaratriði leiksins. Ef til vill felst endurreisn Íslands í því - póstmódernískum fótbolta. Tungutak póstmódernismans fellur vel að fótbolta. Það ætti því að vera auðvelt að þróa nýtt afbrigði; byrjum á að afbyggja nokkra leikvanga, afmiðjum vellina og í framhaldinu verða gerðar viðeigandi breytingar á reglunum og dregið verulega úr þeim, til dæmis verða engin fyrirfram ákveðin lið heldur þurfa leikmenn að gera það upp við sig að hvoru markinu þeir ætla að sækja - ef ekki báðum. Markmiðið er eftir sem áður að koma boltanum (sem verður að vísu ferkantaður) inn fyrir marklínu, með þeirri breytingu að mörkunum hefur verið snúið við og vísa nú að áhorfendum. Skori einhver mark þarf dómarinn, sem er sprenglærður í lacanískum fræðum, að taka ákvörðun um hvort markið hafi í raun átt sér stað. Markmiðið er ekki endilega að sigra í leiknum heldur stuðla að díalektískri umræðu og í beinum útsendingum verður myndavélinni aðallega beint að grasrótinni - bókstaflega. Það er borin von að Íslendingar nái nokkurn tímann langt í fótbolta miðað við núverandi skipan. Knattspyrna í dag er heimsvaldaíþrótt þar sem lítil eyríki ná ekki máli. Það er kominn tími til breytinga. Ísland verður orðið stórveldi áður en við vitum af. Það eina sem við þurfum að gera er að afmá gildandi reglur. Það er íslenska leiðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Nýlega las ég grein þar sem yfirstandandi efnahagsófarir voru ekki eingöngu skrifaðar á gráðuga bankamenn og andvaralausa stjórnmálamenn, heldur líka á ríkjandi menningarástand undanfarinna ára á Vesturlöndum sem er jafnan kennt við póstmódernisma. Hugmyndafræði sem hafnaði fyrri gildum og reglum, var ekki bundin á klafa fortíðarinnar heldur einkenndist af afstæðishyggju og stuðlaði þannig að áhættusækinni nýjungagirni á fjármálamörkuðum. Módernísk atómskáld viku fyrir póstmódernískum athafnaskáldum. Nú fór auðvitað sem fór. En það var gaman meðan á góðærinu stóð; um skeið upplifðu Íslendingar sig sem efnahagslegt stórveldi. það var ekki svo slæm tilfinning. Mér var hugsað til þessa meðan ég horfði á íslenska landsliðið í fótbolta lúta í lægra haldi fyrir Makedónum í fyrradag. Fótbolti er ef til vill eitt af því fáa sem virtist ósnortið af póstmódernismanum, að minnsta kosti grundvallaratriði leiksins. Ef til vill felst endurreisn Íslands í því - póstmódernískum fótbolta. Tungutak póstmódernismans fellur vel að fótbolta. Það ætti því að vera auðvelt að þróa nýtt afbrigði; byrjum á að afbyggja nokkra leikvanga, afmiðjum vellina og í framhaldinu verða gerðar viðeigandi breytingar á reglunum og dregið verulega úr þeim, til dæmis verða engin fyrirfram ákveðin lið heldur þurfa leikmenn að gera það upp við sig að hvoru markinu þeir ætla að sækja - ef ekki báðum. Markmiðið er eftir sem áður að koma boltanum (sem verður að vísu ferkantaður) inn fyrir marklínu, með þeirri breytingu að mörkunum hefur verið snúið við og vísa nú að áhorfendum. Skori einhver mark þarf dómarinn, sem er sprenglærður í lacanískum fræðum, að taka ákvörðun um hvort markið hafi í raun átt sér stað. Markmiðið er ekki endilega að sigra í leiknum heldur stuðla að díalektískri umræðu og í beinum útsendingum verður myndavélinni aðallega beint að grasrótinni - bókstaflega. Það er borin von að Íslendingar nái nokkurn tímann langt í fótbolta miðað við núverandi skipan. Knattspyrna í dag er heimsvaldaíþrótt þar sem lítil eyríki ná ekki máli. Það er kominn tími til breytinga. Ísland verður orðið stórveldi áður en við vitum af. Það eina sem við þurfum að gera er að afmá gildandi reglur. Það er íslenska leiðin.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun