Pólitísk lausung er veikleikamerki Þorsteinn Pálsson skrifar 20. júní 2009 00:01 Flestir eru á einu máli um að endurreisn efnahagslífsins er möguleg. Hitt er alveg sjálfstæð spurning hvort þannig verði haldið á málum að það takist. Fram hjá því verður ekki horft að ýmis veikleikamerki blasa við. Viðfangsefnið er að tryggja stöðugleika í ríkisfjármálum, á vinnumarkaðnum, í peningamálum og í samskiptum við aðrar þjóðir. Á öllum þessum sviðum þurfa hlutirnir að ganga hratt og örugglega fyrir sig. Til þess að svo megi verða þarf pólitíska festu og stöðugleika. Er þetta að gerast? Athyglisvert er að í ýmsum stórum málum hefur verið óvissa um hvort allir þingmenn ríkisstjórnarinnar styddu þau mál sem hún er með á prjónunum. Þetta á við aðildarumsókn að Evrópusambandinu og framtíðarstefnu í peningamálum, Icesavesamningana og sviptingu veiðiheimilda. Þegar fyrstu skattahækkanir ríkisstjórnarinnar voru afgreiddar á dögunum var sama uppi á teningnum. Atfylgi sumra þingmanna stjórnarflokkanna var ekki ljóst fyrr en við þriðju og síðustu umræðu málsins. Ofan á þetta kemur að heilbrigðisráðherrann talar áfram gegn samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og þegar hann var í stjórnarandstöðu. Látið hefur verið í veðri vaka að þetta sé merki um ný lýðræðisleg vinnubrögð. Svo er þó ekki. Í reynd er hér um að ræða pólitískan veikleika. Þegar ríkisstjórn lendir í þeirri stöðu að þurfa stöðugt að berja í innbyrðis bresti er einfaldlega ekki næg orka í önnur viðfangsefni. Hættan er líka sú að þessi staða dragi smám saman kjarkinn úr ríkisstjórninni til að taka á viðfangsefnunum af því afli sem þarf. Við venjulegar aðstæður getur pólitískur veikleiki af þessu tagi gengið í einhver ár án stórs skaða. Eins og nú háttar til er hann hins vegar hættumerki. Það gæti þýtt að endurreisnin dragist á langinn.Skortur á markvissri kerfisbreytingu í ríkisrekstrinum Meðan gjaldeyrishöftin eru við lýði verður engin endurreisn. Meðan bankarnir mara í hálfu kafi verður engin endurreisn. Meðan gula spjald Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er á lofti og við fáum ekki umsamin lán afgreidd verður engin endurreisn. Spurningin er: Losa þau mál sem nú eru á döfinni um þessa bóndabeygju? Viðræður aðila vinnumarkaðarins við ríkisstjórnina eru ljós punktur í stöðunni. Stöðugleiki á vinnumarkaði er ein af helstu forsendum endurreisnarinnar. Greinilegur vilji er til að gera stöðugleika á þessu sviði að veruleika. Að einhverju leyti á að kaupa þann frið með aukinni verðbólgu. Það getur verið réttlætanlegt ef annað helst í hendur. Þá er það spurningin um ríkisfjármálin. Þau eru stærsti höfuðverkurinn. Á alla hefðbundna mælikvarða eru þær ákvarðanir sem ríkisstjórnin hefur nú þegar tekið á þessu sviði umfangsmiklar. En um margt eru þær ekki sannfærandi þegar horft er á þá sérstöku stöðu sem nú ríkir. Með hæfilegri einföldun má segja að ráðagerðir ríkisstjórnarinnar sýnist vera of hefðbundnar við algjörlega óhefðbundnar aðstæður. Kjarni málsins felst í þeirri staðreynd að skattahækkanir hafa of mikið vægi en endurskipulagning ríkiskerfisins of lítið. Framtíðaráformin eru enn að stórum hluta til á huldu. En að því leyti sem þau hafa komið fram er þar ekki að finna vísbendingar um þá róttæku endurskipulagningu opinberra umsvifa sem nauðsynleg er til að skapa vissu um að ætlunarverkið muni takast þegar upp verður staðið. Ósanngjarnt væri að segja að ríkisstjórnin hefði setið með hendur í skauti. Hún hefur hins vegar ekki enn skapað trú á að áform hennar í ríkisfjármálum dugi.Valkosturinn við samninga er ófæruleið Samskipti Íslands við umheiminn eru einn af hornsteinum stöðugleika og endurreisnar. Samningana við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans verður að skoða í því ljósi. Að því leyti eru þeir nauðungarsamningar að bankastjórar og bankaráð Landsbankans komu Íslandi í þá stöðu að fjármálaleg samskipti landsins hafa lotið sömu lögmálum og gilda um hryðjuverkamenn. Stjórnvöld verða að koma landinu úr þeim fjötrum. Fyrri ríkisstjórn kaus að fara samningaleiðina að því marki. Það var raunsætt mat. Alþingi samþykkti þá stefnumörkun. Núverandi ríkisstjórn valdi að fylgja henni þó að aðeins annar stjórnarflokkanna bæri ábyrgð á upphaflegri ákvörðun þar um. Samningsniðurstaðan er hins vegar alfarið á ábyrgð núverandi ríkisstjórnarflokka. Aðrir kostir voru ófæruleiðir. Síðasti möguleiki til að reyna við þær ófærur var við myndun núverandi ríkisstjórnar í lok janúar. Enginn þeirra þriggja flokka sem tóku ábyrgð á þeirri stjórnarmyndun gerði þá kröfu um breytta stefnu. Réttilega má deila um niðurstöðu samningsins. Það varð fjármálaráðherranum til pólitísks lífs að draga til baka fullyrðingu um að hún væri glæsileg. En það væri óðs manns æði að fella samningana á Alþingi eins og málum er komið. Ríkisstjórnin ber alla ábyrgð á að koma þeim í gegn. Þeir þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna sem lýst hafa efasemdum eða andstöðu verða einfaldlega að skipta um skoðun. Í sjálfu sér er engin hætta á öðru. Völdin eru sætari en svo. Sinnaskiptin verða skýrð með því að nýjar upplýsingar hafi komið fram við meðferð málsins. Það hefur nú á vorþinginu orðið að eins konar löggiltri sinnaskiptaástæðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Flestir eru á einu máli um að endurreisn efnahagslífsins er möguleg. Hitt er alveg sjálfstæð spurning hvort þannig verði haldið á málum að það takist. Fram hjá því verður ekki horft að ýmis veikleikamerki blasa við. Viðfangsefnið er að tryggja stöðugleika í ríkisfjármálum, á vinnumarkaðnum, í peningamálum og í samskiptum við aðrar þjóðir. Á öllum þessum sviðum þurfa hlutirnir að ganga hratt og örugglega fyrir sig. Til þess að svo megi verða þarf pólitíska festu og stöðugleika. Er þetta að gerast? Athyglisvert er að í ýmsum stórum málum hefur verið óvissa um hvort allir þingmenn ríkisstjórnarinnar styddu þau mál sem hún er með á prjónunum. Þetta á við aðildarumsókn að Evrópusambandinu og framtíðarstefnu í peningamálum, Icesavesamningana og sviptingu veiðiheimilda. Þegar fyrstu skattahækkanir ríkisstjórnarinnar voru afgreiddar á dögunum var sama uppi á teningnum. Atfylgi sumra þingmanna stjórnarflokkanna var ekki ljóst fyrr en við þriðju og síðustu umræðu málsins. Ofan á þetta kemur að heilbrigðisráðherrann talar áfram gegn samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og þegar hann var í stjórnarandstöðu. Látið hefur verið í veðri vaka að þetta sé merki um ný lýðræðisleg vinnubrögð. Svo er þó ekki. Í reynd er hér um að ræða pólitískan veikleika. Þegar ríkisstjórn lendir í þeirri stöðu að þurfa stöðugt að berja í innbyrðis bresti er einfaldlega ekki næg orka í önnur viðfangsefni. Hættan er líka sú að þessi staða dragi smám saman kjarkinn úr ríkisstjórninni til að taka á viðfangsefnunum af því afli sem þarf. Við venjulegar aðstæður getur pólitískur veikleiki af þessu tagi gengið í einhver ár án stórs skaða. Eins og nú háttar til er hann hins vegar hættumerki. Það gæti þýtt að endurreisnin dragist á langinn.Skortur á markvissri kerfisbreytingu í ríkisrekstrinum Meðan gjaldeyrishöftin eru við lýði verður engin endurreisn. Meðan bankarnir mara í hálfu kafi verður engin endurreisn. Meðan gula spjald Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er á lofti og við fáum ekki umsamin lán afgreidd verður engin endurreisn. Spurningin er: Losa þau mál sem nú eru á döfinni um þessa bóndabeygju? Viðræður aðila vinnumarkaðarins við ríkisstjórnina eru ljós punktur í stöðunni. Stöðugleiki á vinnumarkaði er ein af helstu forsendum endurreisnarinnar. Greinilegur vilji er til að gera stöðugleika á þessu sviði að veruleika. Að einhverju leyti á að kaupa þann frið með aukinni verðbólgu. Það getur verið réttlætanlegt ef annað helst í hendur. Þá er það spurningin um ríkisfjármálin. Þau eru stærsti höfuðverkurinn. Á alla hefðbundna mælikvarða eru þær ákvarðanir sem ríkisstjórnin hefur nú þegar tekið á þessu sviði umfangsmiklar. En um margt eru þær ekki sannfærandi þegar horft er á þá sérstöku stöðu sem nú ríkir. Með hæfilegri einföldun má segja að ráðagerðir ríkisstjórnarinnar sýnist vera of hefðbundnar við algjörlega óhefðbundnar aðstæður. Kjarni málsins felst í þeirri staðreynd að skattahækkanir hafa of mikið vægi en endurskipulagning ríkiskerfisins of lítið. Framtíðaráformin eru enn að stórum hluta til á huldu. En að því leyti sem þau hafa komið fram er þar ekki að finna vísbendingar um þá róttæku endurskipulagningu opinberra umsvifa sem nauðsynleg er til að skapa vissu um að ætlunarverkið muni takast þegar upp verður staðið. Ósanngjarnt væri að segja að ríkisstjórnin hefði setið með hendur í skauti. Hún hefur hins vegar ekki enn skapað trú á að áform hennar í ríkisfjármálum dugi.Valkosturinn við samninga er ófæruleið Samskipti Íslands við umheiminn eru einn af hornsteinum stöðugleika og endurreisnar. Samningana við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans verður að skoða í því ljósi. Að því leyti eru þeir nauðungarsamningar að bankastjórar og bankaráð Landsbankans komu Íslandi í þá stöðu að fjármálaleg samskipti landsins hafa lotið sömu lögmálum og gilda um hryðjuverkamenn. Stjórnvöld verða að koma landinu úr þeim fjötrum. Fyrri ríkisstjórn kaus að fara samningaleiðina að því marki. Það var raunsætt mat. Alþingi samþykkti þá stefnumörkun. Núverandi ríkisstjórn valdi að fylgja henni þó að aðeins annar stjórnarflokkanna bæri ábyrgð á upphaflegri ákvörðun þar um. Samningsniðurstaðan er hins vegar alfarið á ábyrgð núverandi ríkisstjórnarflokka. Aðrir kostir voru ófæruleiðir. Síðasti möguleiki til að reyna við þær ófærur var við myndun núverandi ríkisstjórnar í lok janúar. Enginn þeirra þriggja flokka sem tóku ábyrgð á þeirri stjórnarmyndun gerði þá kröfu um breytta stefnu. Réttilega má deila um niðurstöðu samningsins. Það varð fjármálaráðherranum til pólitísks lífs að draga til baka fullyrðingu um að hún væri glæsileg. En það væri óðs manns æði að fella samningana á Alþingi eins og málum er komið. Ríkisstjórnin ber alla ábyrgð á að koma þeim í gegn. Þeir þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna sem lýst hafa efasemdum eða andstöðu verða einfaldlega að skipta um skoðun. Í sjálfu sér er engin hætta á öðru. Völdin eru sætari en svo. Sinnaskiptin verða skýrð með því að nýjar upplýsingar hafi komið fram við meðferð málsins. Það hefur nú á vorþinginu orðið að eins konar löggiltri sinnaskiptaástæðu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun