Lífið

Hönnunarsafn upp á gátt

Einn af mörgum gripum Sveins Kjarvals.
Einn af mörgum gripum Sveins Kjarvals.
Í tilefni Hönnunardaga opnar Hönnunarsafnið í Garðabæ allt upp á gátt um helgina. Nú gefst þér kostur á að kíkja í geymslur safnsins: í geymslum safna leynast fjársjóðir sem almenningur hefur sjaldnast aðgang að. Fjórar ferðir eru í boði um geymslur safnsins í tilefni HönnunarMars. Aðeins er hægt að fara um geymslurnar í fylgd starfsfólks og verða ferðirnar kl. 14 og 16 í dag og sunnudag.

Þar muntu sjá íslensk húsgögn og húsbúnað frá 20. öld og til dagsins í dag.

Þekkir þú Gullstólinn? Hver teiknaði Apollo-húsgögnin? Lampar og skrifborð, hillur, kollar og skatthol mæta þér í geymslunum en þar leynast einnig íslensk svefnherbergishúsgögn. Í húsakynnum safnsins gefst þér færi á að sjá ágætt yfirlit húsgagna teiknuðum af Sveini Kjarval. Í dag kl. E15 mun Arndís S. Árnadóttir listfræðingur flytja erindi og segja frá húsgögnum Sveins Kjarvals (1919-1981) í safnhúsi Hönnunarsafsins.

Sveinn hefði orðið níræður á þessu ári og er kærkomið að minnast við þau tímamót þessa afkastamikla húsgagnahönnuðar. Sveinn Kjarval teiknaði bæði innréttingar og stök húsgögn. Í erindinu verður skoðað hvað húsgögn hans segja okkur um nútímalega húsgagnagerð, tíðarandann og hvernig samstarfi hönnuða við húsgagnaframleiðendur var háttað á þessum tíma. Í mið­rými safnhússins getur að líta nokkur húsgögn Sveins í eigu safnsins. -pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.