Körfubolti

Allen tryggði Boston langþráðan sigur með átta þristum

Ray Allen hitti öllum fimm þristum sínum í fyrri hálfleik
Ray Allen hitti öllum fimm þristum sínum í fyrri hálfleik AP

Ray Allen var sjóðandi heitur þegar Boston vann nauman 94-88 sigur á Toronto í fyrsta leik kvöldsins í NBA deildinni. Allen hitti úr 8 af 10 þristum í leiknum og skoraði 36 stig.

Rajon Rondo skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar, en Paul Pierce var slakur annan leikinn í röð og skoraði aðeins 11 stig.

Ekki voru stóru mennirnir skárri hjá Boston, en þeir Kevin Garnett og Glen Davis hittu aðeins úr fjórum af 28 skotum sínum í leiknum.

Kendrick Perkins meiddist á öxl í leiknum við Cleveland á föstudagskvöldið og var ekki með Boston í kvöld.

Andrea Bargnani var atkvæðamestur hjá Toronto í kvöld með 17 stig og 9 fráköst og þeir Chris Bosh (15/11) og Jamario Moon 15/7 áttu ágætan leik.

Þá vann Philadelphia góðan sigur á Atlanta á útivelli 109-94 og vann þarna fjórða leik sinn í röð.

Andre Iguodala skoraði 27 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Philadelphia og Thaddeus Young 22 stig og 9 fráköst.

Joe Johnson var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Atlanta og Mike Bibby 22 stig og 8 stoðsendingar.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×