Tónlist

Sprengjuhöllin fagnaði í Óperunni

Strákarnir í Sprengjuhöllinni spiluðu lög af sinni nýjustu plötu, Bestu kveðjur, á útgáfutónleikunum. fréttablaðið/arnþór
Strákarnir í Sprengjuhöllinni spiluðu lög af sinni nýjustu plötu, Bestu kveðjur, á útgáfutónleikunum. fréttablaðið/arnþór
Sprengjuhöllin hélt útgáfutónleika í Íslensku óperunni á þriðjudagskvöld til að fagna útkomu sinnar annarrar plötu, Bestu kveðjur.

Hljómsveitin spilaði lög af nýju plötunni í bland við eldra efni við mjög góðar undirtektir. Kynnir kvöldsins var Árni Vilhjálmsson, söngvari í FM Belfast, og sá hljómsveitin Motion Boys um upphitun.

Motion boys Hljómsveitin Motion Boys hitaði upp fyrir Sprengjuhöllina í Íslensku óperunni.
Elísabet og Anna Rós brostu breitt á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar.


Lára og stefán Lára Angeles Stefánsdóttir og Stefán Stefánsson voru á meðal gesta í Íslensku óperunni.
Kristinn H. Þorsteinsson, Auður Jónsdóttir og Ólafur Viðarsson létu sig ekki vanta á tónleikana.
Þær Valgerður og Ástrós hlustuðu á Sprengjuhöllina spila lög af nýjustu plötu sinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.