Á ári Steinsins Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. september 2008 08:00 Á þessu ári, þann 13. október hefði Steinn Steinarr orðið hundrað ára en þann 25. maí síðastliðinn voru fimmtíu ár liðin frá dauða hans. Borgaryfirvöld ætla að minnast þessara tímamóta með því að láta reisa enn eina styttuna af Tómasi Guðmundssyni. Þannig halda þeir áfram að þvælast hvor fyrir öðrum, Steinn og Tómas. Sagan segir að Steinn hafi sent Tómasi fyrstu bókina sína með áletruninni: með þökk fyrir lánið, svo mjög gæti áhrifa frá Tómasi á ljóð Steins. Sjálfur hef ég ekki komið auga á þau að öðru leyti en að ljóðin gerast mestan part á götum Reykjavíkur eins og eldri ljóð Tómasar gerðu sum, hafa langar ljóðlínur og einhvern svolítið hátíðlegan og íronískan samræðutón - og þar eru stundum ungar stúlkur sem vindurinn leikur sér hlæjandi í hárinu á.... Sagan segir líka að í einhverju stórafmæli Tómasar hafi Steinn látið ganga til hans miða gegnum hendur allra gesta svo að allir gátu lesið: „Hér situr Tómas skáld með bros á brá, / bjartur á svip sem fyrsta morgunsárið. / Ó hve mig vinur tekur sárt að sjá / að sálin skyldi grána fyrr en hárið." Og ólíkir voru þeir. Glettni Tómasar var græskulaus en húmor Steins svo beittur að naumast er hægt að kalla hann glettni; Tómas var andvígur háttleysu ungur skáldanna en Steinn fagnaði nýjungunum og gaf meira að segja út dánarvottorð hins hefbundna ljóðforms - tók þátt í hræringum tímans. Þótt hann væri í rauninni síðasta skáld gamla tímans var hann líka fyrsta skáld nýja tímans. Tómas var skáld stúdentshúfunnar, hinna rallhálfu lögfræðinga sem tóku bóhemískar rispur frá landstjórninni en fundu kannski ekki eldinn á ný. Steinn var skáld þess fólks sem enga stúdentshúfu átti og þeirra sem ekkert áttu nema eldinn; lesendahópur hans voru „tvö fátæk börn" sem sátu í garðinum; hann var skáld þeirra umkomulausu, blönku, ungu, svöngu - og næmu. Hann sagðist í ljóði sínu vera „réttur og sléttur ræfill" en hljómaði í stoltu allsleysi sínu eins og aristókrat. Ljóð hans voru „söngur hins þjáða, / hins sjúka, hins vitfirrta lífs / í sótthita dagsins" eins og segir í Ljóði án lags. Þar klykkir hann út með línunni: „En þið heyrðuð það ekki". Og samt varð hann vinsælasta skáld aldarinnar, þótt valdaöflin í menningarlífi landsmanna séu enn í hálfgerðu basli með hann ef marka má hina opinberu þögn um hann. „Inn um bakdyr eilífðarinnar“Í mínu ungdæmi og lengi fram eftir virtust allir fá Kvæðasafn og greinar í fermingargjöf og gátu þar með byrjað sjálfan fermingardaginn á þessu guðspjalli hins guðlausa exístensíalisma.Furðu margir fóru að blaða bókinni á á gráum rigningardögum fyrir tölvuöld, sumir gutlandi á gítar um leið (ekkert skáld hefur fengið við ljóð sín fleiri vond lög). Glottandi tómhyggjan og absúrdhúmorinn var svar við gluggaveðri og gráma viðreisnaráranna, súldinni og soðnu ýsunni. Þversagnirnar nærðu hugann eins og heilabrot; óvænt tilfinningasemin og töffaraleg viðkvæmnin ýfði geðið, og hnífsbragð hinnar hárbeittu lokalínu gat breytt gjörvallri sýn manns á heiminn - og náttúrlega allar þessar „bláfextu hugsanir" sem hverfa „inn um bakdyr eilífðarinnar" „eins og blóðjárnaðir hestar"...Í þessum ljóðum var einhver æska. Einhver kraftmikil uppreisnargirni sem rímaði vel við vaknandi rokkmúsík þessara ára - eitthvert sambland af kæruleysi og heift sem lýsir sér í línunni „En þið heyrðuð það ekki" og minnir á attitútið sem við sáum í myndum á borð við Rebel without a cause og heyrðum í bítlagarginu.Auðvitað fullmikið sagt að Steinn Steinarr hafi verið fyrsti rokkarinn - en er ekki viss skyldleiki? „Ekkert, ekkert...“Steinn var hvað sem öðru líður skáldið sem færði okkur tilgangsleysið á tímum þegar hugmyndafræði hins gamla var á hverfanda hveli. Hann tókst á við guðlausa veröld af æðruleysi, húmor og fullkomnu vonleysi. Ljóð eftir ljóð endar á dimmum hlátri eða holum rómi sem drynur í: ekkert, ekkert. Skáldið berst um á hæl og hnakka en bíður ósigur.Og hann kvaðst á við fjandann. Og smám saman skynjar maður að til einhvers er ort. Eða öllu heldur - hann sleppur um síðir undan holum rómi Einskis og inn í ljóð sitt þar sem er Allt. Tíminn og vatnið er ballett gerður úr orðum þar sem hversdagmerking er leyst upp og orðin dansa: gildi ljóðanna felst í þeim sjálfum og fegurð þeirra. Og þar með axlar skáldið ábyrgð sína í guðlausum heimi - að nýta frelsið og skapa heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á þessu ári, þann 13. október hefði Steinn Steinarr orðið hundrað ára en þann 25. maí síðastliðinn voru fimmtíu ár liðin frá dauða hans. Borgaryfirvöld ætla að minnast þessara tímamóta með því að láta reisa enn eina styttuna af Tómasi Guðmundssyni. Þannig halda þeir áfram að þvælast hvor fyrir öðrum, Steinn og Tómas. Sagan segir að Steinn hafi sent Tómasi fyrstu bókina sína með áletruninni: með þökk fyrir lánið, svo mjög gæti áhrifa frá Tómasi á ljóð Steins. Sjálfur hef ég ekki komið auga á þau að öðru leyti en að ljóðin gerast mestan part á götum Reykjavíkur eins og eldri ljóð Tómasar gerðu sum, hafa langar ljóðlínur og einhvern svolítið hátíðlegan og íronískan samræðutón - og þar eru stundum ungar stúlkur sem vindurinn leikur sér hlæjandi í hárinu á.... Sagan segir líka að í einhverju stórafmæli Tómasar hafi Steinn látið ganga til hans miða gegnum hendur allra gesta svo að allir gátu lesið: „Hér situr Tómas skáld með bros á brá, / bjartur á svip sem fyrsta morgunsárið. / Ó hve mig vinur tekur sárt að sjá / að sálin skyldi grána fyrr en hárið." Og ólíkir voru þeir. Glettni Tómasar var græskulaus en húmor Steins svo beittur að naumast er hægt að kalla hann glettni; Tómas var andvígur háttleysu ungur skáldanna en Steinn fagnaði nýjungunum og gaf meira að segja út dánarvottorð hins hefbundna ljóðforms - tók þátt í hræringum tímans. Þótt hann væri í rauninni síðasta skáld gamla tímans var hann líka fyrsta skáld nýja tímans. Tómas var skáld stúdentshúfunnar, hinna rallhálfu lögfræðinga sem tóku bóhemískar rispur frá landstjórninni en fundu kannski ekki eldinn á ný. Steinn var skáld þess fólks sem enga stúdentshúfu átti og þeirra sem ekkert áttu nema eldinn; lesendahópur hans voru „tvö fátæk börn" sem sátu í garðinum; hann var skáld þeirra umkomulausu, blönku, ungu, svöngu - og næmu. Hann sagðist í ljóði sínu vera „réttur og sléttur ræfill" en hljómaði í stoltu allsleysi sínu eins og aristókrat. Ljóð hans voru „söngur hins þjáða, / hins sjúka, hins vitfirrta lífs / í sótthita dagsins" eins og segir í Ljóði án lags. Þar klykkir hann út með línunni: „En þið heyrðuð það ekki". Og samt varð hann vinsælasta skáld aldarinnar, þótt valdaöflin í menningarlífi landsmanna séu enn í hálfgerðu basli með hann ef marka má hina opinberu þögn um hann. „Inn um bakdyr eilífðarinnar“Í mínu ungdæmi og lengi fram eftir virtust allir fá Kvæðasafn og greinar í fermingargjöf og gátu þar með byrjað sjálfan fermingardaginn á þessu guðspjalli hins guðlausa exístensíalisma.Furðu margir fóru að blaða bókinni á á gráum rigningardögum fyrir tölvuöld, sumir gutlandi á gítar um leið (ekkert skáld hefur fengið við ljóð sín fleiri vond lög). Glottandi tómhyggjan og absúrdhúmorinn var svar við gluggaveðri og gráma viðreisnaráranna, súldinni og soðnu ýsunni. Þversagnirnar nærðu hugann eins og heilabrot; óvænt tilfinningasemin og töffaraleg viðkvæmnin ýfði geðið, og hnífsbragð hinnar hárbeittu lokalínu gat breytt gjörvallri sýn manns á heiminn - og náttúrlega allar þessar „bláfextu hugsanir" sem hverfa „inn um bakdyr eilífðarinnar" „eins og blóðjárnaðir hestar"...Í þessum ljóðum var einhver æska. Einhver kraftmikil uppreisnargirni sem rímaði vel við vaknandi rokkmúsík þessara ára - eitthvert sambland af kæruleysi og heift sem lýsir sér í línunni „En þið heyrðuð það ekki" og minnir á attitútið sem við sáum í myndum á borð við Rebel without a cause og heyrðum í bítlagarginu.Auðvitað fullmikið sagt að Steinn Steinarr hafi verið fyrsti rokkarinn - en er ekki viss skyldleiki? „Ekkert, ekkert...“Steinn var hvað sem öðru líður skáldið sem færði okkur tilgangsleysið á tímum þegar hugmyndafræði hins gamla var á hverfanda hveli. Hann tókst á við guðlausa veröld af æðruleysi, húmor og fullkomnu vonleysi. Ljóð eftir ljóð endar á dimmum hlátri eða holum rómi sem drynur í: ekkert, ekkert. Skáldið berst um á hæl og hnakka en bíður ósigur.Og hann kvaðst á við fjandann. Og smám saman skynjar maður að til einhvers er ort. Eða öllu heldur - hann sleppur um síðir undan holum rómi Einskis og inn í ljóð sitt þar sem er Allt. Tíminn og vatnið er ballett gerður úr orðum þar sem hversdagmerking er leyst upp og orðin dansa: gildi ljóðanna felst í þeim sjálfum og fegurð þeirra. Og þar með axlar skáldið ábyrgð sína í guðlausum heimi - að nýta frelsið og skapa heim.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun