Alvöru vespur á íslenskum vegum 14. maí 2008 06:00 Vespur er hagkvæmur fararkostur miðað við verð á bensíni nú til dags að sögn Gunnars.fréttablaðið/anton Bensínverð er í sögulegu hámarki og er það mikið hugðarefni fyrir marga. Rándýrt er orðið að fylla tankinn og æ fleiri leita nú leiða til þess að spara og þá er litið til sparneytinna farartækja. Vespur hafa nú skotið upp kollinum á Íslandi og sjást þær æ oftar á götum borgarinnar. Gunnar Hansson, leikari og annar eigandi Hanssona ehf., hefur nú á sínum snærum frægustu vespur heims. Piaggio-vespurnar eru ítölsk hönnun sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Piaggio-vespur hafa verið framleiddar í sextíu ár og eru í dag orðnar sautján milljónir. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta verði vespusumarið mikla. Salan hefur verið góð og er fyrsta pöntun að seljast upp sem kemur ekki á óvart vegna ástandsins sem ríkir í efnahagsmálum hér á landi,“ segir Gunnar og bætir við að vespurnar njóti jafn mikilla vinsælda hjá báðum kynjum og þyki afar hagkvæmur fararkostur. Hjá Hanssonum ehf. er hægt að fá sex tegundir af vespum en þar er einnig að finna MP3-vespuna svokölluðu sem er mikil bylting í vespuheiminum. „Hið nýja þríhjól er sannkallað galdratæki. Aldrei hefur svona mótorhjól verið til eins og MP3 og hefur hjólið slegið í gegn um allan heim og er nú loksins fáanlegt hérna á Íslandi,“ útskýrir Gunnar. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér vespurnar frekar er bent á heimasíðuna www.vespur.is en þar er hægt að fá upplýsingar um allar þær vespur sem eru í boði. mikael@frettabladid.is Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Bensínverð er í sögulegu hámarki og er það mikið hugðarefni fyrir marga. Rándýrt er orðið að fylla tankinn og æ fleiri leita nú leiða til þess að spara og þá er litið til sparneytinna farartækja. Vespur hafa nú skotið upp kollinum á Íslandi og sjást þær æ oftar á götum borgarinnar. Gunnar Hansson, leikari og annar eigandi Hanssona ehf., hefur nú á sínum snærum frægustu vespur heims. Piaggio-vespurnar eru ítölsk hönnun sem hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Piaggio-vespur hafa verið framleiddar í sextíu ár og eru í dag orðnar sautján milljónir. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta verði vespusumarið mikla. Salan hefur verið góð og er fyrsta pöntun að seljast upp sem kemur ekki á óvart vegna ástandsins sem ríkir í efnahagsmálum hér á landi,“ segir Gunnar og bætir við að vespurnar njóti jafn mikilla vinsælda hjá báðum kynjum og þyki afar hagkvæmur fararkostur. Hjá Hanssonum ehf. er hægt að fá sex tegundir af vespum en þar er einnig að finna MP3-vespuna svokölluðu sem er mikil bylting í vespuheiminum. „Hið nýja þríhjól er sannkallað galdratæki. Aldrei hefur svona mótorhjól verið til eins og MP3 og hefur hjólið slegið í gegn um allan heim og er nú loksins fáanlegt hérna á Íslandi,“ útskýrir Gunnar. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér vespurnar frekar er bent á heimasíðuna www.vespur.is en þar er hægt að fá upplýsingar um allar þær vespur sem eru í boði. mikael@frettabladid.is
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira