Skerið sem á steytti Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. október 2008 07:00 Gera má ráð fyrir að skatttekjur ríkisins rýrni um sem nemur rúmum 25 milljörðum króna vegna falls Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, samkvæmt útreikningum sem birtir voru í Fréttablaðinu í gær. Upphæðin er gífurleg, enda hefði hún á næsta ári að öllum líkindum nægt til að standa undir framlagi ríkisins til bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, Atvinnuleysistryggingasjóðs, Sinfóníuhljómsveitarinnar og Landsbókasafnsins. „Við sjáum nú áhrifin af því að hafa byggt bankana á sandi," er segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem bendir á að annað hvort hefði hér þurft að byggja upp nægilegan gjaldeyrisvarasjóð til að verja bankana, eða taka upp evru. „Hvorug var gert og þetta er kostnaðurinn." Þetta eru samt engin ný sannindi. Bent var á báðar þessar leiðir í meintri „leyniskýrslu" Willems H. Buiter, prófessors við London School of Economics og eins fremsta sérfræðings Evrópu í peningamálahagfræði. Skýrslan var kynnt völdum hópi hagfræðinga og fulltrúa stjórnvalda í Landsbankanum undir lok júlí síðastliðins. Helsti munurinn á skýrslu Buiters og fyrri skrifum þar sem komist var að sambærilegum niðurstöðum, svo sem hjá Richard Portes, er hversu afgerandi niðurstaðan var hvað Evrópusambandið varðar og upptöku evru hér. Af þeim sökum var ákveðið að hafa ekki jafnhátt um þessa skýrslu og tilefni kann að hafa verið til. Tími er til kominn að losna undan þessari þrúgandi viðkvæmni sem virðist standa fyrir þrifum vitrænum aðgerðum í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Viðkvæmni sem virðist eiga rætur sínar í innanflokksótta stærsta stjórnmálaflokksins um að deildar meiningar þar innandyra í gjaldeyrismálum kunni að kljúfa flokkinn. Þessi ótti hefur orðið þjóðinni dýr. Í fréttinni sem vísað er til hér að framan er einungis hort til glataðra skatttekna sem rekja má til bankanna og starfsmanna þeirra. Skaðinn er vitanlega mun meiri og smám saman tekur fólk að finna í auknu mæli á eigin skinni afleiðingar hruns fjármálafyrirtækjanna. Um leið verður reiðin meiri og krafan um að sökudólgar verði fundnir og þeim refsað háværari. Margir virðast beina reiði sinni að stjórnendum bankanna og eigendum, sem sagðir eru hafa farið óvarlega í skuldsetningu. Enginn þeirra ber samt ábyrgð á undirmálslánakrísunni, eða skorti á íslenskra fjármálafyrirtækja á baklandi. Þá virðist útúrsnúningur eða í besta falli barnaskapur falinn í samsæriskenningum um samantekin ráð erlendra seðlabanka um að fella íslenska banka. Af hverju hefðu erlendir seðlabankar átt að treysta íslenska ríkinu nægilega til að lána landinu fleiri hundruð milljarða evra? Hér hefur verið illa haldið á málum og tregðast við að koma á umbótum sem margoft hefur verið bent á. Hafi íslenska útrásin beðið skipbrot þá er Ísland og þrjóskulegur stuðningur við úreltan gjalmiðil skerið sem á steytti. Nú ríður á að látið verði af þrjósku og viðkvæmni og gripið til hverra þeirra aðgerða sem orðið geta til að byggja aftur upp glatað traust. Ef það þýðir að þyggja þurfi stuðning og ráðgjöf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stefna í framhaldinu á Evrópusambandsaðild og upptöku evru, verður bara að horfast í augu við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Gera má ráð fyrir að skatttekjur ríkisins rýrni um sem nemur rúmum 25 milljörðum króna vegna falls Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, samkvæmt útreikningum sem birtir voru í Fréttablaðinu í gær. Upphæðin er gífurleg, enda hefði hún á næsta ári að öllum líkindum nægt til að standa undir framlagi ríkisins til bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, Atvinnuleysistryggingasjóðs, Sinfóníuhljómsveitarinnar og Landsbókasafnsins. „Við sjáum nú áhrifin af því að hafa byggt bankana á sandi," er segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem bendir á að annað hvort hefði hér þurft að byggja upp nægilegan gjaldeyrisvarasjóð til að verja bankana, eða taka upp evru. „Hvorug var gert og þetta er kostnaðurinn." Þetta eru samt engin ný sannindi. Bent var á báðar þessar leiðir í meintri „leyniskýrslu" Willems H. Buiter, prófessors við London School of Economics og eins fremsta sérfræðings Evrópu í peningamálahagfræði. Skýrslan var kynnt völdum hópi hagfræðinga og fulltrúa stjórnvalda í Landsbankanum undir lok júlí síðastliðins. Helsti munurinn á skýrslu Buiters og fyrri skrifum þar sem komist var að sambærilegum niðurstöðum, svo sem hjá Richard Portes, er hversu afgerandi niðurstaðan var hvað Evrópusambandið varðar og upptöku evru hér. Af þeim sökum var ákveðið að hafa ekki jafnhátt um þessa skýrslu og tilefni kann að hafa verið til. Tími er til kominn að losna undan þessari þrúgandi viðkvæmni sem virðist standa fyrir þrifum vitrænum aðgerðum í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Viðkvæmni sem virðist eiga rætur sínar í innanflokksótta stærsta stjórnmálaflokksins um að deildar meiningar þar innandyra í gjaldeyrismálum kunni að kljúfa flokkinn. Þessi ótti hefur orðið þjóðinni dýr. Í fréttinni sem vísað er til hér að framan er einungis hort til glataðra skatttekna sem rekja má til bankanna og starfsmanna þeirra. Skaðinn er vitanlega mun meiri og smám saman tekur fólk að finna í auknu mæli á eigin skinni afleiðingar hruns fjármálafyrirtækjanna. Um leið verður reiðin meiri og krafan um að sökudólgar verði fundnir og þeim refsað háværari. Margir virðast beina reiði sinni að stjórnendum bankanna og eigendum, sem sagðir eru hafa farið óvarlega í skuldsetningu. Enginn þeirra ber samt ábyrgð á undirmálslánakrísunni, eða skorti á íslenskra fjármálafyrirtækja á baklandi. Þá virðist útúrsnúningur eða í besta falli barnaskapur falinn í samsæriskenningum um samantekin ráð erlendra seðlabanka um að fella íslenska banka. Af hverju hefðu erlendir seðlabankar átt að treysta íslenska ríkinu nægilega til að lána landinu fleiri hundruð milljarða evra? Hér hefur verið illa haldið á málum og tregðast við að koma á umbótum sem margoft hefur verið bent á. Hafi íslenska útrásin beðið skipbrot þá er Ísland og þrjóskulegur stuðningur við úreltan gjalmiðil skerið sem á steytti. Nú ríður á að látið verði af þrjósku og viðkvæmni og gripið til hverra þeirra aðgerða sem orðið geta til að byggja aftur upp glatað traust. Ef það þýðir að þyggja þurfi stuðning og ráðgjöf Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stefna í framhaldinu á Evrópusambandsaðild og upptöku evru, verður bara að horfast í augu við það.