Tónlist

Fullt hús hjá Fresco

Fær fullt hús stiga hjá Kerrang! fyrir tónleika sína á Airwaves.
Fær fullt hús stiga hjá Kerrang! fyrir tónleika sína á Airwaves.

Íslenska hjómsveitin Agent Fresco fær fullt hús stiga, eða fimm „K", hjá breska rokktímaritinu Kerrang! fyrir frammistöðu sína á Iceland Airwaves-hátíðinni sem lauk á dögunum.

Sérstakt Kerrang!-kvöld var haldið á skemmtistaðnum Nasa þar sem fjöldi rokksveita kom fram. Þótti blaðamanni Kerrang! spilamennska Agent Fresco hafa komið mest á óvart þetta kvöld. „Það er auðvelt að heyra af hverju þessi hljómsveit vann Músíktilraunirnar. Hrærigrautur þeirra af poppi, rokki, djassi og þungarokki hljómar eins og blanda af The Dillinger Escape Plan og System of a Down."

Íslensku sveitirnar Vicky og We Made God fá einnig mjög góða dóma fyrir sína frammistöðu, eða fjögur „K" hvor. „Endilega hlustið á fyrstu plötu sveitarinnar sem kemur út í Bretlandi í desember," segir blaðamaðurinn um síðarnefndu sveitina. - fb










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.