Körfubolti

Howard handtekinn fyrir ofsaakstur

NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Josh Howard hjá Dallas Mavericks var handtekinn fyrir ofsaakstur á götum Winston-Salem í Norður-Karólínu í gær. Howard var mældur á 150 kílómetra hraða þar sem hann var í kappakstri við annan bíl á götum borgarinnar.

Howard, sem var í stjörnuliði NBA deildarinnar árið 2007, þarf að mæta fyrir dómara í september vegna málsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn vekur athygli á sér á röngum forsendum, því í fyrravetur olli hann miklu fjaðrafoki þegar hann viðurkenndi í útvarpsviðtali að hann notaði kannabisefni þegar hann væri í sumarfríi.

Mál þetta hefur vakið nokkurn óhug því það þykir minna á hliðstætt mál frá árinu 2000 þegar Bobby Phillis, þáverandi leikmaður Charlotte Hornets, lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni og lenti í hörðum árekstri við glæfraakstur sem þennan.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×