Toppliðin í körfunni uggandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 16:23 Leikmenn Njarðvíkur á síðasta keppnistímabili. „Það er ekki ósennilegt að erlendir leikmenn okkar verði látnir fara eins og annars staðar," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Nú þegar hafa þrjú félög í Iceland Express deild karla sagt upp samningum sínum við erlenda leikmenn og þjálfara sína. Þetta eru Snæfell, ÍR og Breiðablik. Vísir ræddi við forsvarsmenn fjögurra toppliða í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - um ástandið og er ljóst á máli þeirra að útlitið er ekki mikið bjartara hjá þeim félögum. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það verði hér eins og annars staðar. Ég er reyndar ekki enn búinn að hitta stjórnina og það á alfarið eftir að ganga frá þessu," sagði Sigurður sem er þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur. Grannar Keflvíkinga í Njarðvík eru í samskonar stöðu. Tveir erlendir leikmenn eru á mála hjá hvoru liði og sagði Sigurður Hilmar Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, að staðan væri ekki góð. „Stjórnin mun funda í kvöld og þá skýrist þetta. En staðan er ekki góð. Ég vil ekki segja of mikið áður en ég ræði við liðið en það liggur fyrir að það sé allt í frosti hjá styktaraðilum okkar." Forsvarsmenn Grindavíkur og KR tóku í svipaðan streng. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að erfiðara væri nú að ná í nýjan pening til að setja í starf deildarinnar. „Við ætlum ekki að örvænta. Það er stjórnarfundur á eftir þar sem þessi mál verða rædd. En við munum vitanlega líta til þess hvað önnur lið ætla að gera, þá sérstaklega suðurnesjaliðin." Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði félagið þegar hafa skorið niður mikinn kostnað frá síðasta ári. „Við vorum með fimm erlenda leikmenn í fyrra en erum nú með tvo. Annan í karlaliðinu og hinn í kvennaliðinu. Við gerðum áætlun í sumar sem við erum enn að fylgja og stöndum enn við." „Það sem ég og sjálfsagt allir aðrir eru mest hræddir við að styrktaraðilar okkar geti ekki staðið við sínar skuldbindingar. Þeir eru allir af vilja gerðir en hafa kannski í nánustu framtíð einfaldlega ekki peningana til að geta staðið við gerða samninga." Til tals hefur komið að kalla saman aukaþing KKÍ til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn í deildinni. Þykir ólíklegt að það verði gert. Einnig hefur verið rætt um að félögin geri heiðursmannasamkomulag sín á milli um að tefla eingöngu fram íslenskum leikmönnum. „Ég yrði fyrsti maðurinn til að samþykkja alíslenska deid," sagði Óli Björn. „En hvað verður veit maður ekki. Félögin eru enn að melta málin og það væri vissulega gott ef þau gætu öll tekið ábyrga stöðu." Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
„Það er ekki ósennilegt að erlendir leikmenn okkar verði látnir fara eins og annars staðar," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. Nú þegar hafa þrjú félög í Iceland Express deild karla sagt upp samningum sínum við erlenda leikmenn og þjálfara sína. Þetta eru Snæfell, ÍR og Breiðablik. Vísir ræddi við forsvarsmenn fjögurra toppliða í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - um ástandið og er ljóst á máli þeirra að útlitið er ekki mikið bjartara hjá þeim félögum. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að það verði hér eins og annars staðar. Ég er reyndar ekki enn búinn að hitta stjórnina og það á alfarið eftir að ganga frá þessu," sagði Sigurður sem er þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur. Grannar Keflvíkinga í Njarðvík eru í samskonar stöðu. Tveir erlendir leikmenn eru á mála hjá hvoru liði og sagði Sigurður Hilmar Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, að staðan væri ekki góð. „Stjórnin mun funda í kvöld og þá skýrist þetta. En staðan er ekki góð. Ég vil ekki segja of mikið áður en ég ræði við liðið en það liggur fyrir að það sé allt í frosti hjá styktaraðilum okkar." Forsvarsmenn Grindavíkur og KR tóku í svipaðan streng. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði að erfiðara væri nú að ná í nýjan pening til að setja í starf deildarinnar. „Við ætlum ekki að örvænta. Það er stjórnarfundur á eftir þar sem þessi mál verða rædd. En við munum vitanlega líta til þess hvað önnur lið ætla að gera, þá sérstaklega suðurnesjaliðin." Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, sagði félagið þegar hafa skorið niður mikinn kostnað frá síðasta ári. „Við vorum með fimm erlenda leikmenn í fyrra en erum nú með tvo. Annan í karlaliðinu og hinn í kvennaliðinu. Við gerðum áætlun í sumar sem við erum enn að fylgja og stöndum enn við." „Það sem ég og sjálfsagt allir aðrir eru mest hræddir við að styrktaraðilar okkar geti ekki staðið við sínar skuldbindingar. Þeir eru allir af vilja gerðir en hafa kannski í nánustu framtíð einfaldlega ekki peningana til að geta staðið við gerða samninga." Til tals hefur komið að kalla saman aukaþing KKÍ til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn í deildinni. Þykir ólíklegt að það verði gert. Einnig hefur verið rætt um að félögin geri heiðursmannasamkomulag sín á milli um að tefla eingöngu fram íslenskum leikmönnum. „Ég yrði fyrsti maðurinn til að samþykkja alíslenska deid," sagði Óli Björn. „En hvað verður veit maður ekki. Félögin eru enn að melta málin og það væri vissulega gott ef þau gætu öll tekið ábyrga stöðu."
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum