Mugison fer í Icesave-tónleikaferð 2. desember 2008 05:00 Tónlistarmaðurinn Mugison er á leiðinni í Icesave-tónleikaferð um Evrópu. „Við ætlum að kalla þetta Icesave-túrinn," segir Mugison sem er á leið í tónleikaferð um Bretland, Danmörku, Þýskaland og Hollandi, allt lönd sem hafa orðið illa úti vegna Icesave-reikninganna alræmdu. Hann segist ekki vera smeykur við að troða upp í þessum löndum þrátt fyrir að fjölmargir hafi misst gríðarlegar fjárhæðir þar vegna falls bankanna. „Við vorum í Bretlandi um daginn og þar voru allir helvíti ljúfir. En þegar við vorum í Belgíu var ein alveg brjáluð. Við spiluðum í 55 mínútur og ég var ekki í stuði fyrir uppklapp," segir hann. „Hún var alveg brjáluð og sagðist hafa borgað tólf evrur inn og þjóðin hafi hirt af henni enn þá meiri peninga. Hún heimtaði klukkutíma gigg." Mugison brá á það ráð að draga hana afsíðis og spila fyrir hana tvö lög. „Hún var mjög sátt við það og heimtaði ekki að fá endurgreitt. Vinkonan hennar tók það meira að segja upp á Youtube," segir hann. Mugison fór í viðtal hjá danska blaðinu Politiken í fyrradag þar sem gengið var hart að honum. „Ég var í hálfvitadálki þar sem þeir spyrja leiðinlegra spurninga. Þeir spurðu hvernig mér litist á að fólk ætlaði að mæta á tónleikana mína með tómata og egg. Ég sagði því endilega að gera það en það mætti ekki henda þeim í mig heldur láta mig fá þá svo ég gæti selt þá í Bónus." Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við ætlum að kalla þetta Icesave-túrinn," segir Mugison sem er á leið í tónleikaferð um Bretland, Danmörku, Þýskaland og Hollandi, allt lönd sem hafa orðið illa úti vegna Icesave-reikninganna alræmdu. Hann segist ekki vera smeykur við að troða upp í þessum löndum þrátt fyrir að fjölmargir hafi misst gríðarlegar fjárhæðir þar vegna falls bankanna. „Við vorum í Bretlandi um daginn og þar voru allir helvíti ljúfir. En þegar við vorum í Belgíu var ein alveg brjáluð. Við spiluðum í 55 mínútur og ég var ekki í stuði fyrir uppklapp," segir hann. „Hún var alveg brjáluð og sagðist hafa borgað tólf evrur inn og þjóðin hafi hirt af henni enn þá meiri peninga. Hún heimtaði klukkutíma gigg." Mugison brá á það ráð að draga hana afsíðis og spila fyrir hana tvö lög. „Hún var mjög sátt við það og heimtaði ekki að fá endurgreitt. Vinkonan hennar tók það meira að segja upp á Youtube," segir hann. Mugison fór í viðtal hjá danska blaðinu Politiken í fyrradag þar sem gengið var hart að honum. „Ég var í hálfvitadálki þar sem þeir spyrja leiðinlegra spurninga. Þeir spurðu hvernig mér litist á að fólk ætlaði að mæta á tónleikana mína með tómata og egg. Ég sagði því endilega að gera það en það mætti ekki henda þeim í mig heldur láta mig fá þá svo ég gæti selt þá í Bónus."
Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira