Körfubolti

Óvænt úrslit í NBA í nótt

Dwyane Wade átti stórleik hjá Miami í sigrinum á San Antonio
Dwyane Wade átti stórleik hjá Miami í sigrinum á San Antonio NordicPhotos/GettyImages

Nokkur óvænt úrslitu urðu í NBA deildinni í nótt þegar þrettán leikir voru á dagskrá.

Chauncey Billups hjá Denver og Allen Iverson hjá Detroit spiluðu fyrstu leiki sína með liðum sínum eftir að hafa skipt um lið í vikunni. Denver vann nauman sigur á Dallas þó Billups næði sér ekki á strik í sóknarleiknum, en Detroit tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu þrátt fyrir 24 stig frá Iverson.

Charlotte vann óvæntan sigur á New Orleans á heimavelli þrátt fyrir 20 stig og 10 stoðsendingar frá Chris Paul fimmta leikinn í röð í upphafi leiktíðar.

Boston lagði Milwaukee 101-89 þar sem Paul Pierce var með 18 stig og 10 fráköst og Atlanta vann fjórða leikinn í röð með því að bursta Toronto 110-92.

Cleveland vann Indiana 111-107 þar sem LeBron James skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland.

Miami vann óvæntan sigur á San Antonio 99-83 þar sem Tony Parker leikstjórnandi San Antonio meiddist á ökkla. Dwyane Wade skoraði 33 stig, hirti 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami.

Chicago vann óvæntan stórsigur á Phoenix 100-83 og Utah vann fimmta leikinn í röð með því að skella Oklahoma á heimavelli, en það var 1000. sigur þjálfara Utah, Jerry Sloan.

Úrslitin í nótt:

Atlanta Hawks 110 Toronto Raptors 92

Boston Celtics 101 Milwaukee Bucks 89

Charlotte Bobcats 92 New Orleans Hornets 89

Chicago Bulls 100 Phoenix Suns 83

Cleveland Cavaliers 111 Indiana Pacers 107

Denver Nuggets 108 Dallas Mavericks 105

Golden State Warriors 104 Memphis Grizzlies 109

LA Clippers 83 Houston Rockets 92

New Jersey Nets 103 Detroit Pistons 96

Sacramento Kings 121 Minnesota Timberwolves 109

San Antonio Spurs 83 Miami Heat 99

Utah Jazz 104 Oklahoma City 97

Washington Wizards 108 New York Knicks 114





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×