Með öllum ráðum Jón Kaldal skrifar 20. september 2008 00:01 Það hefur verið merkilegt að fylgjast með atburðarásinni á fjármálamörkuðum heimsins undanfarnar vikur. Viðurkenndum hagfræðikenningum er miskunnarlaust vikið til hliðar og prinsipp, sem áttu að vera greypt í grjót, eru orðin að dufti. Seðlabankar heimsins dæla út fé, stórar fjármálastofnanir hafa verið þjóðnýttar vestan hafs og austan og í sumum tilfellum var samkeppnislögum nánast ýtt til hliðar. Markmiðið er að koma í veg fyrir, með öllum tiltækum ráðum, að fjármálakreppan verði algjörlega stjórnlaus. Í gær var komið að nýjum kafla í þessum björgunaraðgerðum þegar fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, tilkynnti að bandaríska ríkið myndi yfirtaka hina vafasömu fasteignaskuldabréfavafninga sem hafa verið að sliga fjármálafyrirtæki landsins. Flest bendir til þess að stofnaður verði einhvers konar sjóður -- nokkurs konar rotþró - utan um þessar baneitruðu skuldir, sem enginn veit hversu mikil veð eru að baki. Að sögn bandaríska ráðherrans er tilgangurinn að skapa tiltrú og traust á mörkuðum, losa stífluna í kerfinu og koma viðskiptum á milli fjármálastofnana aftur af stað. Þetta er aðgerð af áður óþekktri stærð. Kostar hundruð milljarða dollara og er alfarið á ábyrgð bandarískra skattborgara, bæði þeirra sem nú lifa og komandi kynslóða. Eins og gefur að skilja er þetta gjörningur sem vekur upp margar spurningar. Ráðamenn vestanhafs verjast hins vegar allri gagnrýni á þeim forsendum að þrátt fyrir gígantískan kostnaðinn sé þessi leið hagkvæmari fyrir landsmenn en ef fjármálakerfið færi á hliðina eins og raunveruleg hætta er á. Í þessu samhengi er athyglisvert að velta fyrir sér viðbrögðum ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands við þeim vanda sem er uppi í íslensku hagkerfi. Á sama tíma og stjórnvöld og seðlabankar úti í heimi hika ekki við umfangsmikil inngrip virðist stefnan hér á landi að gera sem minnst. Vöxtum er haldið í hæstu hæðum og veikleika krónunnar er afneitað. Styrking gjaldeyrissjóðs Seðlabankans hefur gengið hægt og það hefur gert tilveru íslensku bankanna verulega erfiða að miklar efasemdir eru uppi um að Seðlabankinn geti raunverulega þjónað þeim sem lánveitandi til þrautavara. Og það sem verra er, hvort hann hafi raunverulegan vilja til þess. Afleiðingarnar af aðgerðum bandarísku ríkisstjórnarinnar voru þær að markaðir úti um allan heim réttu verulega úr kútnum í gær. Enginn veit hins vegar hvort botninum er raunverulega náð. Áhrifin voru þó örugglega eins og til var ætlast; að slá á þá fullkomnu örvæntingu sem var í uppsiglingu og freista þess að koma í veg fyrir að jafnvel fjármálastofnanir sem eru við sæmilega heilsu yrðu fórnarlömb móðursýkinnar. Fyrir nokkrum vikum sagði stjórnarþingmaður að umhverfi íslenskra fyrirtækja væri með þeim hætti að allur rekstur væri svo til verðlaus. Það er örugglega rétt hjá honum. Spurningin er bara hvort hann og aðrir ráðamenn landsins ætli að freista þess að gera eitthvað í málunum eða standa aðgerðalitlir á hliðarlínunni? Erlendir kollegar þeirra hafa að minnsta kosti sýnt að nú eru uppi aðstæður sem krefjast nýrrar nálgunar. Nú gildir að lágmarka skaðann hratt, ekki festa sig í leit að sökudólgum eða mistökum í fortíð. Undan því uppgjöri verður hvort sem er ekki komist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Það hefur verið merkilegt að fylgjast með atburðarásinni á fjármálamörkuðum heimsins undanfarnar vikur. Viðurkenndum hagfræðikenningum er miskunnarlaust vikið til hliðar og prinsipp, sem áttu að vera greypt í grjót, eru orðin að dufti. Seðlabankar heimsins dæla út fé, stórar fjármálastofnanir hafa verið þjóðnýttar vestan hafs og austan og í sumum tilfellum var samkeppnislögum nánast ýtt til hliðar. Markmiðið er að koma í veg fyrir, með öllum tiltækum ráðum, að fjármálakreppan verði algjörlega stjórnlaus. Í gær var komið að nýjum kafla í þessum björgunaraðgerðum þegar fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, tilkynnti að bandaríska ríkið myndi yfirtaka hina vafasömu fasteignaskuldabréfavafninga sem hafa verið að sliga fjármálafyrirtæki landsins. Flest bendir til þess að stofnaður verði einhvers konar sjóður -- nokkurs konar rotþró - utan um þessar baneitruðu skuldir, sem enginn veit hversu mikil veð eru að baki. Að sögn bandaríska ráðherrans er tilgangurinn að skapa tiltrú og traust á mörkuðum, losa stífluna í kerfinu og koma viðskiptum á milli fjármálastofnana aftur af stað. Þetta er aðgerð af áður óþekktri stærð. Kostar hundruð milljarða dollara og er alfarið á ábyrgð bandarískra skattborgara, bæði þeirra sem nú lifa og komandi kynslóða. Eins og gefur að skilja er þetta gjörningur sem vekur upp margar spurningar. Ráðamenn vestanhafs verjast hins vegar allri gagnrýni á þeim forsendum að þrátt fyrir gígantískan kostnaðinn sé þessi leið hagkvæmari fyrir landsmenn en ef fjármálakerfið færi á hliðina eins og raunveruleg hætta er á. Í þessu samhengi er athyglisvert að velta fyrir sér viðbrögðum ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands við þeim vanda sem er uppi í íslensku hagkerfi. Á sama tíma og stjórnvöld og seðlabankar úti í heimi hika ekki við umfangsmikil inngrip virðist stefnan hér á landi að gera sem minnst. Vöxtum er haldið í hæstu hæðum og veikleika krónunnar er afneitað. Styrking gjaldeyrissjóðs Seðlabankans hefur gengið hægt og það hefur gert tilveru íslensku bankanna verulega erfiða að miklar efasemdir eru uppi um að Seðlabankinn geti raunverulega þjónað þeim sem lánveitandi til þrautavara. Og það sem verra er, hvort hann hafi raunverulegan vilja til þess. Afleiðingarnar af aðgerðum bandarísku ríkisstjórnarinnar voru þær að markaðir úti um allan heim réttu verulega úr kútnum í gær. Enginn veit hins vegar hvort botninum er raunverulega náð. Áhrifin voru þó örugglega eins og til var ætlast; að slá á þá fullkomnu örvæntingu sem var í uppsiglingu og freista þess að koma í veg fyrir að jafnvel fjármálastofnanir sem eru við sæmilega heilsu yrðu fórnarlömb móðursýkinnar. Fyrir nokkrum vikum sagði stjórnarþingmaður að umhverfi íslenskra fyrirtækja væri með þeim hætti að allur rekstur væri svo til verðlaus. Það er örugglega rétt hjá honum. Spurningin er bara hvort hann og aðrir ráðamenn landsins ætli að freista þess að gera eitthvað í málunum eða standa aðgerðalitlir á hliðarlínunni? Erlendir kollegar þeirra hafa að minnsta kosti sýnt að nú eru uppi aðstæður sem krefjast nýrrar nálgunar. Nú gildir að lágmarka skaðann hratt, ekki festa sig í leit að sökudólgum eða mistökum í fortíð. Undan því uppgjöri verður hvort sem er ekki komist.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun