Stöðugt fækkar í vinahópi krónunnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. júlí 2008 00:01 Fáum blandast orðið hugur um að gjaldmiðill þjóðarinnar er uppspretta mikils óstöðugleika í hagkerfinu. Margítrekað hefur verið bent á hvernig sveiflur í gengi krónunnar skaða starfsumhverfi fyrirtækja, hvort sem þau byggja afkomu sína á inn- eða útflutningi, enda óviðunandi að geta ekki gert áætlanir nema örfáa mánuði fram í tímann. Þá finna þetta nú fleiri en áður á eigin skinni, enda hafa lántökur í erlendri mynt aukist mjög á meðal almennings. Ekkert grín er þegar greiðslubyrði heimilis sveiflast jafnvel um tugi þúsunda milli mánaða. Fyrr á árinu birti Viðskiptaráð Íslands könnun sem gerð var á meðal aðildarfélaga þess þar sem kom fram að 70 prósent þeirra vildu kasta krónunni. Aðild að Evrópusambandinu er hins vegar umdeildara mál og mikilvægt að taki að skýrast hvaða leiðir eru færar í þessum efnum. Ef hægt er að semja um aðild að Myntbandalagi Evrópu og taka hér upp evru án þess að ganga fyrst í Evrópusambandið líkt og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra stakk upp á í byrjun vikunnar á vef sínum eru það góðar fréttir, svo fremi sem það flýti því að hér verði skipt um gjaldmiðil. Margir telja hins vegar að ráða megi af fyrri orðum forsvarsmanna Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu að leiðin sé vægast sagt torfær. Þannig var í gær haft eftir Percy Westerlund, sendiherra og yfirmanni fastanefndar Evrópusambandsins, að hugmyndir Björns hefðu komið honum á óvart og að evra yrði ekki tekin hér upp án aðildar að ESB. Ætli menn sér að vera í forystu fyrir stjórnmálaflokk gengur ekki að burðast með skoðanir sem ganga í berhögg við skoðanir meginþorra flokksmanna. Er nærtækt að líta til Framsóknarflokksins í þessum efnum þar sem greina má nokkurn blæbrigðamun frá því sem áður var í orðum og æði núverandi formanns flokksins þegar kemur að Evrópumálum. Þar í flokki hefur enda fjölgað mjög þeim sem sjá kosti þess að láta reyna á Evrópusambandsaðild, en þar á meðal eru líka tveir síðustu formenn flokksins. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvaða línur verða lagðar í þessum efnum á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, en komið hefur fram að þar eigi að fjalla sérstaklega um Evrópumál. Þótt aðild sé enn umdeild hefur síðustu ár verið sívaxandi þungi í þessari umræðu og ljóst að innan stærsta stjórnmálaflokks landsins er nú orðið mikið fylgi við að brugðist verði við í gjaldmiðilsmálum og jafnframt að látið verði reyna á aðild að Evrópusambandinu, verði raunin sú að þessi mál verði ekki slitin í sundur. Stefnuleysi í þessum málaflokki er hins vegar skaðlegt og óvissa um afstöðu ráðamanna rýrir traust á gjaldmiðlinum og hagkerfi þjóðarinnar. Að dómsmálaráðherra skuli taka upp á vef sínum hugmyndir um leiðir að upptöku evru hér á landi er mikilvægt útspil og kann að vera nauðsynlegt fyrir umræðu um Evrópumál innan Sjálfstæðisflokksins. Ráðamenn þjóðarinnar þurfa hins vegar að gæta að því hvernig þeir haga orðum sínum þegar kemur að umræðu um efnahagsmál. Komist á um það sátt á vettvangi stjórnmálanna að leita beri nýrra leiða í skipan gjaldeyrismála þjóðarinnar og gengið verði til samninga við Evrópusambandið í þeim efnum er einnig vandséð að horfið verði frá þeirri leið á ný. En líkt og Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs Íslands, bendir réttilega á er „mikilvægt að hafa í huga að formlegar viðræður af þessu tagi fælu í sér ákveðna yfirlýsingu af hálfu stjórnvalda um íslensku krónuna og peningastefnu Seðlabanka Íslands“. Mestu máli skiptir að marka stefnu og eyða óvissu og þar er ábyrgð stjórnmálamanna mikil. Líklegt er að valið muni eftir sem áður snúast um hvort stefna skuli að upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu, eða hvort við viljum halda krónunni og grípa til hverra þeirra aðgerða sem nauðsynlegar kunna að vera til að draga úr sveiflum hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Fáum blandast orðið hugur um að gjaldmiðill þjóðarinnar er uppspretta mikils óstöðugleika í hagkerfinu. Margítrekað hefur verið bent á hvernig sveiflur í gengi krónunnar skaða starfsumhverfi fyrirtækja, hvort sem þau byggja afkomu sína á inn- eða útflutningi, enda óviðunandi að geta ekki gert áætlanir nema örfáa mánuði fram í tímann. Þá finna þetta nú fleiri en áður á eigin skinni, enda hafa lántökur í erlendri mynt aukist mjög á meðal almennings. Ekkert grín er þegar greiðslubyrði heimilis sveiflast jafnvel um tugi þúsunda milli mánaða. Fyrr á árinu birti Viðskiptaráð Íslands könnun sem gerð var á meðal aðildarfélaga þess þar sem kom fram að 70 prósent þeirra vildu kasta krónunni. Aðild að Evrópusambandinu er hins vegar umdeildara mál og mikilvægt að taki að skýrast hvaða leiðir eru færar í þessum efnum. Ef hægt er að semja um aðild að Myntbandalagi Evrópu og taka hér upp evru án þess að ganga fyrst í Evrópusambandið líkt og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra stakk upp á í byrjun vikunnar á vef sínum eru það góðar fréttir, svo fremi sem það flýti því að hér verði skipt um gjaldmiðil. Margir telja hins vegar að ráða megi af fyrri orðum forsvarsmanna Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu að leiðin sé vægast sagt torfær. Þannig var í gær haft eftir Percy Westerlund, sendiherra og yfirmanni fastanefndar Evrópusambandsins, að hugmyndir Björns hefðu komið honum á óvart og að evra yrði ekki tekin hér upp án aðildar að ESB. Ætli menn sér að vera í forystu fyrir stjórnmálaflokk gengur ekki að burðast með skoðanir sem ganga í berhögg við skoðanir meginþorra flokksmanna. Er nærtækt að líta til Framsóknarflokksins í þessum efnum þar sem greina má nokkurn blæbrigðamun frá því sem áður var í orðum og æði núverandi formanns flokksins þegar kemur að Evrópumálum. Þar í flokki hefur enda fjölgað mjög þeim sem sjá kosti þess að láta reyna á Evrópusambandsaðild, en þar á meðal eru líka tveir síðustu formenn flokksins. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvaða línur verða lagðar í þessum efnum á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, en komið hefur fram að þar eigi að fjalla sérstaklega um Evrópumál. Þótt aðild sé enn umdeild hefur síðustu ár verið sívaxandi þungi í þessari umræðu og ljóst að innan stærsta stjórnmálaflokks landsins er nú orðið mikið fylgi við að brugðist verði við í gjaldmiðilsmálum og jafnframt að látið verði reyna á aðild að Evrópusambandinu, verði raunin sú að þessi mál verði ekki slitin í sundur. Stefnuleysi í þessum málaflokki er hins vegar skaðlegt og óvissa um afstöðu ráðamanna rýrir traust á gjaldmiðlinum og hagkerfi þjóðarinnar. Að dómsmálaráðherra skuli taka upp á vef sínum hugmyndir um leiðir að upptöku evru hér á landi er mikilvægt útspil og kann að vera nauðsynlegt fyrir umræðu um Evrópumál innan Sjálfstæðisflokksins. Ráðamenn þjóðarinnar þurfa hins vegar að gæta að því hvernig þeir haga orðum sínum þegar kemur að umræðu um efnahagsmál. Komist á um það sátt á vettvangi stjórnmálanna að leita beri nýrra leiða í skipan gjaldeyrismála þjóðarinnar og gengið verði til samninga við Evrópusambandið í þeim efnum er einnig vandséð að horfið verði frá þeirri leið á ný. En líkt og Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs Íslands, bendir réttilega á er „mikilvægt að hafa í huga að formlegar viðræður af þessu tagi fælu í sér ákveðna yfirlýsingu af hálfu stjórnvalda um íslensku krónuna og peningastefnu Seðlabanka Íslands“. Mestu máli skiptir að marka stefnu og eyða óvissu og þar er ábyrgð stjórnmálamanna mikil. Líklegt er að valið muni eftir sem áður snúast um hvort stefna skuli að upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu, eða hvort við viljum halda krónunni og grípa til hverra þeirra aðgerða sem nauðsynlegar kunna að vera til að draga úr sveiflum hennar.