Góðærisbörn og kreppubörn Karen D. Kjartansdóttir skrifar 2. desember 2008 06:00 Ég eignaðist son minn um svipað leyti og Björgólfur eignaðist Landsbankann. Þeir eiga það sameiginlegt, guttinn og bankinn, að hafa ekki tamið sér mikla hógværð. Fyrsta sunnudag í aðventu bökuðum við mæðginin til dæmis smákökur. Hann söng hástöfum við baksturinn, sagðist vera besti bakari í heimi og hlakkaði ægilega til að segja öðrum frá meistaratöktum sínum. Þetta er ekki ósvipað því hvernig Landsbankinn lýsir sjálfum sér; í söguágripi á heimasíðu bankans segir um árin eftir einkavæðingu að hagnaður væri „í annarri vídd en í liðlega aldarlangri sögu hins eiginlega Landsbanka" og hafi gert „fyrrum fátæka hjálendu að undri heimsblaðanna". Þetta yfirdrifna en einlæga sjálfshól er í fullu samræmi við tilfinningaþroska heilbrigðs barns á sjötta ári. Sonur minn er góðærisbarn. Hann hefur upplifað flutninga úr kjallara upp á efri hæð, launahækkanir foreldra og að gamla fjölskyldubílnum væri skipt út fyrir spánnýjan. Í afmælum hefur verið boðið upp á veitingar merktar bankanum hans og hann er hæstánægður með hvað bankinn var duglegur að styrkja KR. Ég fór hins vegar að velta fyrir mér mögulegum óæskilegum áhrifum góðærisins á ungviðið þegar Egill Helgason lýsti því á blogginu hvernig sonur hans, sem er á svipuðu reki og strákurinn minn, lét sér ekki lynda að fá salat í kvöldmat heldur tók kreditkort foreldranna traustataki og pantaði sér pitsu án leyfis. Hefur græðgin ef til vill heltekið öll börn á einkavæðingaraldri? Ég komst ekki að einhlítri niðurstöðu. En nú er í vændum á mínu heimili stórmerkileg félagsfræðileg samanburðarrannsókn, sem örlögin hafa þröngvað upp á okkur. Eftir rúman mánuð eignast drengurinn nefnilega systur. Ólíkt bróður sínum fæðist hún ekki í upphafi gerviuppgangs heldur í byrjun kreppu þar sem efnisleg gæði verða skorin við nögl; bíllinn fær að eldast óáreittur í heimkeyrslunni, pitsan verður bökuð heima og það verður ekki einu sinni til kreditkort til að stelast í. Sjáum til hvort það verði einhver munur á börnunum. Ég lofa að halda nákvæma dagbók og læt vita um leið og ég sé ótvíræðar vísbendingar um orsakasamhengi. Fylgist með eftir sex ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ég eignaðist son minn um svipað leyti og Björgólfur eignaðist Landsbankann. Þeir eiga það sameiginlegt, guttinn og bankinn, að hafa ekki tamið sér mikla hógværð. Fyrsta sunnudag í aðventu bökuðum við mæðginin til dæmis smákökur. Hann söng hástöfum við baksturinn, sagðist vera besti bakari í heimi og hlakkaði ægilega til að segja öðrum frá meistaratöktum sínum. Þetta er ekki ósvipað því hvernig Landsbankinn lýsir sjálfum sér; í söguágripi á heimasíðu bankans segir um árin eftir einkavæðingu að hagnaður væri „í annarri vídd en í liðlega aldarlangri sögu hins eiginlega Landsbanka" og hafi gert „fyrrum fátæka hjálendu að undri heimsblaðanna". Þetta yfirdrifna en einlæga sjálfshól er í fullu samræmi við tilfinningaþroska heilbrigðs barns á sjötta ári. Sonur minn er góðærisbarn. Hann hefur upplifað flutninga úr kjallara upp á efri hæð, launahækkanir foreldra og að gamla fjölskyldubílnum væri skipt út fyrir spánnýjan. Í afmælum hefur verið boðið upp á veitingar merktar bankanum hans og hann er hæstánægður með hvað bankinn var duglegur að styrkja KR. Ég fór hins vegar að velta fyrir mér mögulegum óæskilegum áhrifum góðærisins á ungviðið þegar Egill Helgason lýsti því á blogginu hvernig sonur hans, sem er á svipuðu reki og strákurinn minn, lét sér ekki lynda að fá salat í kvöldmat heldur tók kreditkort foreldranna traustataki og pantaði sér pitsu án leyfis. Hefur græðgin ef til vill heltekið öll börn á einkavæðingaraldri? Ég komst ekki að einhlítri niðurstöðu. En nú er í vændum á mínu heimili stórmerkileg félagsfræðileg samanburðarrannsókn, sem örlögin hafa þröngvað upp á okkur. Eftir rúman mánuð eignast drengurinn nefnilega systur. Ólíkt bróður sínum fæðist hún ekki í upphafi gerviuppgangs heldur í byrjun kreppu þar sem efnisleg gæði verða skorin við nögl; bíllinn fær að eldast óáreittur í heimkeyrslunni, pitsan verður bökuð heima og það verður ekki einu sinni til kreditkort til að stelast í. Sjáum til hvort það verði einhver munur á börnunum. Ég lofa að halda nákvæma dagbók og læt vita um leið og ég sé ótvíræðar vísbendingar um orsakasamhengi. Fylgist með eftir sex ár.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun