Ólga eða eining Þorsteinn Pálsson skrifar 12. nóvember 2008 08:41 Kosningakrafan heyrist nú æ oftar. Á Alþingi virðist vera einhugur um að eðlilegt sé að koma brýnustu bjargráðum í framkvæmd áður en til kosninga verður gengið. Það er gilt sjónarmið. Ríkisstjórnin höfðar til samstöðu. Vandinn er sá að samstaða verður að snúast um viðfangsefni, skýran málstað og markmið. Engum getur dulist að ólga fer hratt vaxandi í samfélaginu. Hvert sú ólga stefnir er óræðara. Á sama tíma bendir allt til að unnt sé að mynda breiðfylkingu stjórnvalda og stærstu hagsmunasamtaka landsins um einu færu leiðina út úr hremmingum þjóðarinnar. Eins og málin horfa við sýnist ríkisstjórnin tvístíga milli tveggja kosta. Annar er sá að láta ólguna taka yfir á næstu vikum. Hinn er sá að kalla án tafar eftir þríhliða samstarfi ríkisvaldsins, Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Um hvað á slíkt samstarf að snúast? Það er skýrt: Fyrst og fremst að ákveða evru sem framtíðargjaldmiðil fólksins í landinu. Samhliða þarf að taka ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu. Jafnframt þarf að ná samstöðu þessara þjóðfélagsafla um bráðaaðgerðir til að halda atvinnufyrirtækjum gangandi og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila. Ef vilji ríkisstjórnarinnar stendur til samstöðu sýnist ekkert standa í vegi fyrir því að svo verði. En þetta er eina leiðin. Aðrir kostir eru ekki í augsýn. Það sem meira er: Samstaða af þessu tagi verður ekki að veruleika nema ríkisstjórnin sjálf taki frumkvæðið. Til þess hefur hún í mesta lagi nokkra daga. Aðstæður í þjóðfélaginu eru með þeim hætti að engar sögur eru um neitt sambærilegt. Slíku ástandi þarf að mæta með athöfnum sem ekki eru í handbók fordæmanna. Í því ljósi væri rétt að treysta breiðfylkingu þríhliða samstarfs með því að kalla fulltrúa úr atvinnulífinu og launþegahreyfingunni inn í ríkisstjórnina. Að auki ættu stjórnarflokkarnir að endurnýja hluta ráðherra sinna. Fullyrða má að málefnalega hefur tækifæri til þess að mynda samstöðu af þessu tagi aldrei verið augljósara og auðfengnara. Samhliða því að slík samstaða yrði staðfest gerði ríkisstjórnin rétt í að bjóða þeim þingflokkum stjórnarandstöðunnar sem fúsir eru að axla ábyrgð á evru og aðild að Evrópusambandinu aðild að stjórninni. Allir þurfa að endurnýja hagsmunamatið. Þegar aðildarviðræður eru komnar vel á veg verður nauðsynlegt að gera breytingar á stjórnarskránni. Þær þarf að samþykkja á tveimur þingum með kosningum á milli. Á þeim tímapunkti fá kjósendur tækifæri til að meta framtíðarsýn stjórnmálaflokkanna og mögulegra nýrra stjórnmálahreyfinga. Mikilvægt er að samhliða slíkri þróun mála fari fram uppgjör við fortíðina með þeim rannsóknaraðferðum sem þingið virðist vera að sammælast um. En ofar öðru stendur réttur fólksins til að kjósa um framtíðina þegar að kjörborðinu kemur. Hiki ríkisstjórnin við að grípa það tækifæri til þjóðarsamstöðu sem við blasir er líklegast að ólgan taki völdin og ráði vegferðinni. Enginn ætlar ríkisstjórninni að velja ólguna. Troði hún marvaðann gerist það hins vegar sjálfkrafa. Á herðum forystumanna stjórnarflokkanna hvílir þung ábyrgð. Mikill meirihluti þjóðarinnar ber án vafa þá von í brjósti að þeir velji saman leið mestu mögulegu einingar. Tímaglas íhugunar er tómt. Það er að hrökkva eða stökkva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Kosningakrafan heyrist nú æ oftar. Á Alþingi virðist vera einhugur um að eðlilegt sé að koma brýnustu bjargráðum í framkvæmd áður en til kosninga verður gengið. Það er gilt sjónarmið. Ríkisstjórnin höfðar til samstöðu. Vandinn er sá að samstaða verður að snúast um viðfangsefni, skýran málstað og markmið. Engum getur dulist að ólga fer hratt vaxandi í samfélaginu. Hvert sú ólga stefnir er óræðara. Á sama tíma bendir allt til að unnt sé að mynda breiðfylkingu stjórnvalda og stærstu hagsmunasamtaka landsins um einu færu leiðina út úr hremmingum þjóðarinnar. Eins og málin horfa við sýnist ríkisstjórnin tvístíga milli tveggja kosta. Annar er sá að láta ólguna taka yfir á næstu vikum. Hinn er sá að kalla án tafar eftir þríhliða samstarfi ríkisvaldsins, Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Um hvað á slíkt samstarf að snúast? Það er skýrt: Fyrst og fremst að ákveða evru sem framtíðargjaldmiðil fólksins í landinu. Samhliða þarf að taka ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu. Jafnframt þarf að ná samstöðu þessara þjóðfélagsafla um bráðaaðgerðir til að halda atvinnufyrirtækjum gangandi og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila. Ef vilji ríkisstjórnarinnar stendur til samstöðu sýnist ekkert standa í vegi fyrir því að svo verði. En þetta er eina leiðin. Aðrir kostir eru ekki í augsýn. Það sem meira er: Samstaða af þessu tagi verður ekki að veruleika nema ríkisstjórnin sjálf taki frumkvæðið. Til þess hefur hún í mesta lagi nokkra daga. Aðstæður í þjóðfélaginu eru með þeim hætti að engar sögur eru um neitt sambærilegt. Slíku ástandi þarf að mæta með athöfnum sem ekki eru í handbók fordæmanna. Í því ljósi væri rétt að treysta breiðfylkingu þríhliða samstarfs með því að kalla fulltrúa úr atvinnulífinu og launþegahreyfingunni inn í ríkisstjórnina. Að auki ættu stjórnarflokkarnir að endurnýja hluta ráðherra sinna. Fullyrða má að málefnalega hefur tækifæri til þess að mynda samstöðu af þessu tagi aldrei verið augljósara og auðfengnara. Samhliða því að slík samstaða yrði staðfest gerði ríkisstjórnin rétt í að bjóða þeim þingflokkum stjórnarandstöðunnar sem fúsir eru að axla ábyrgð á evru og aðild að Evrópusambandinu aðild að stjórninni. Allir þurfa að endurnýja hagsmunamatið. Þegar aðildarviðræður eru komnar vel á veg verður nauðsynlegt að gera breytingar á stjórnarskránni. Þær þarf að samþykkja á tveimur þingum með kosningum á milli. Á þeim tímapunkti fá kjósendur tækifæri til að meta framtíðarsýn stjórnmálaflokkanna og mögulegra nýrra stjórnmálahreyfinga. Mikilvægt er að samhliða slíkri þróun mála fari fram uppgjör við fortíðina með þeim rannsóknaraðferðum sem þingið virðist vera að sammælast um. En ofar öðru stendur réttur fólksins til að kjósa um framtíðina þegar að kjörborðinu kemur. Hiki ríkisstjórnin við að grípa það tækifæri til þjóðarsamstöðu sem við blasir er líklegast að ólgan taki völdin og ráði vegferðinni. Enginn ætlar ríkisstjórninni að velja ólguna. Troði hún marvaðann gerist það hins vegar sjálfkrafa. Á herðum forystumanna stjórnarflokkanna hvílir þung ábyrgð. Mikill meirihluti þjóðarinnar ber án vafa þá von í brjósti að þeir velji saman leið mestu mögulegu einingar. Tímaglas íhugunar er tómt. Það er að hrökkva eða stökkva.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun