Hjól atvinnulífsins snúist Steinunn Stefánsdóttir skrifar 16. október 2008 07:30 Óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér er líklega það sem þyngst hvílir á þeim sem fyrir fjölskyldum eiga að sjá nú á tímum bankakreppu. Sumar afleiðingar bankakreppunnar eru vissulega komnar í ljós, til dæmis hækkandi vöruverð. Flest heimili í landinu eru einnig skuldsett og hækkandi afborganir setja mark sitt á heimilisbókhaldið og þá ekki síst í þeim tilvikum að lán hafa verið tekin í erlendri mynt. Miklu fleira er þó óljóst á þessum tímapunkti. Óvíst er að einhverju leyti um afdrif sparifjár, séreignasparnað og jafnvel greiðslna úr lífeyrissjóðum, svo eitthvað sé nefnt. Óvissa um framtíð fjöldamargra fyrirtækja í landinu og þar með atvinnu þúsunda einstaklinga er einnig mörgum þungbær. Verkefni ríkisstjórnar Íslands eru því mörg og flókin. Margt hefur verið sagt en óljóst er um efndir. Sparifjáreigendur hafa verið róaðir með því að segja þeim að innstæður séu tryggðar, sömuleiðis hefur séreignasparnaður verið sagður tryggður. Svör til þeirra sem áttu sparnað sinn í ýmsum sjóðum bankanna hafa verið óljósari en þeim hefur þó verið lofuð einhver fyrirgreiðsla. Brýnt er að almenningur fái að finna fyrir efndum þessara yfirlýsinga á eigin skinni sem allra fyrst. Ekki er þó síður brýnt að ríkisstjórnin gangi fumlaust og af öryggi til þess verkefnis að halda hjólum atvinnulífsins í landinu gangandi. Slíkar aðgerðir þola enga bið enda eru þær forsenda þess að þúsundir manna haldi vinnu sinni. Gjaldeyrisþurrðin sem ríkt hefur að undanförnu hefur þegar leikið atvinnulífið grátt. Það þolir því enga bið að greiða fljótt og örugglega fyrir gjaldeyrisviðskiptum með því að veita gjaldeyri inn á markaðinn með erlendu láni. Ljóst er einnig að fjöldi fyrirtækja stendur frammi fyrir gjaldþroti, komi ekki til lánafyrirgreiðslu af hálfu viðskiptabanka. Brýnt er því að fyrirtæki sem hafa forsendur til að eiga lífvænlega framtíð fái nauðsynlega fyrirgreiðslu til að þeim verði fleytt yfir erfiðleikatímabilið sem nú stendur yfir. Stýrivextir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig í gær. Það var vissulega skref en fjarri því að nóg sé að gert. Krafan hlýtur að vera sú að stýrivextir á Íslandi séu sambærilegir við það sem tíðkast í öðrum Evrópulöndum. Lækkun stýrivaxta úr 15,5 prósentum í 12 prósent er vonandi aðeins byrjunin. Hlutverk Seðlabanka Íslands er lögum samkvæmt að framfylgja efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Ef ágreiningur er uppi milli bankastjórnar Seðlabanka og ríkisstjórnar leikur því enginn vafi á hver á að ráða för. Stór hópur Íslendinga átti þess ekki kost að taka þátt í því kapphlaupi sem kallað var góðæri. Íslensk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að lágmarka áhrif bankakreppunnar á kjör þessa hóps. Afleiðingar þess að hjól atvinnulífsins stöðvist eru atvinnumissir fjölda fólks. Eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir að það gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Óvissa um hvað framtíðin ber í skauti sér er líklega það sem þyngst hvílir á þeim sem fyrir fjölskyldum eiga að sjá nú á tímum bankakreppu. Sumar afleiðingar bankakreppunnar eru vissulega komnar í ljós, til dæmis hækkandi vöruverð. Flest heimili í landinu eru einnig skuldsett og hækkandi afborganir setja mark sitt á heimilisbókhaldið og þá ekki síst í þeim tilvikum að lán hafa verið tekin í erlendri mynt. Miklu fleira er þó óljóst á þessum tímapunkti. Óvíst er að einhverju leyti um afdrif sparifjár, séreignasparnað og jafnvel greiðslna úr lífeyrissjóðum, svo eitthvað sé nefnt. Óvissa um framtíð fjöldamargra fyrirtækja í landinu og þar með atvinnu þúsunda einstaklinga er einnig mörgum þungbær. Verkefni ríkisstjórnar Íslands eru því mörg og flókin. Margt hefur verið sagt en óljóst er um efndir. Sparifjáreigendur hafa verið róaðir með því að segja þeim að innstæður séu tryggðar, sömuleiðis hefur séreignasparnaður verið sagður tryggður. Svör til þeirra sem áttu sparnað sinn í ýmsum sjóðum bankanna hafa verið óljósari en þeim hefur þó verið lofuð einhver fyrirgreiðsla. Brýnt er að almenningur fái að finna fyrir efndum þessara yfirlýsinga á eigin skinni sem allra fyrst. Ekki er þó síður brýnt að ríkisstjórnin gangi fumlaust og af öryggi til þess verkefnis að halda hjólum atvinnulífsins í landinu gangandi. Slíkar aðgerðir þola enga bið enda eru þær forsenda þess að þúsundir manna haldi vinnu sinni. Gjaldeyrisþurrðin sem ríkt hefur að undanförnu hefur þegar leikið atvinnulífið grátt. Það þolir því enga bið að greiða fljótt og örugglega fyrir gjaldeyrisviðskiptum með því að veita gjaldeyri inn á markaðinn með erlendu láni. Ljóst er einnig að fjöldi fyrirtækja stendur frammi fyrir gjaldþroti, komi ekki til lánafyrirgreiðslu af hálfu viðskiptabanka. Brýnt er því að fyrirtæki sem hafa forsendur til að eiga lífvænlega framtíð fái nauðsynlega fyrirgreiðslu til að þeim verði fleytt yfir erfiðleikatímabilið sem nú stendur yfir. Stýrivextir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig í gær. Það var vissulega skref en fjarri því að nóg sé að gert. Krafan hlýtur að vera sú að stýrivextir á Íslandi séu sambærilegir við það sem tíðkast í öðrum Evrópulöndum. Lækkun stýrivaxta úr 15,5 prósentum í 12 prósent er vonandi aðeins byrjunin. Hlutverk Seðlabanka Íslands er lögum samkvæmt að framfylgja efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Ef ágreiningur er uppi milli bankastjórnar Seðlabanka og ríkisstjórnar leikur því enginn vafi á hver á að ráða för. Stór hópur Íslendinga átti þess ekki kost að taka þátt í því kapphlaupi sem kallað var góðæri. Íslensk stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að lágmarka áhrif bankakreppunnar á kjör þessa hóps. Afleiðingar þess að hjól atvinnulífsins stöðvist eru atvinnumissir fjölda fólks. Eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir að það gerist.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun