Friðrik: Eigum nóg inni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 15:09 Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur. Mynd/Daníel Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfellingar taka á móti Grindvíkingum í kvöld klukkan 20.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Snæfell hefur yfirhöndina í einvíginu, 2-1, og getur með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum. Vinni Grindvíkingar hins vegar mætast liðin í oddaleik í Grindavík. „Við erum enn með bakið upp við vegginn og okkur líður bara vel þannig," sagði Friðrik í samtali við Vísi í dag. „Við leggjum þetta bara þannig upp að við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er bara leikurinn í kvöld sem skiptir máli og hann verðum við að vinna. Það er að duga eða drepast fyrir okkur." Hann segir þó ekki að þó svo að Grindavík vinni í kvöld séu þeir með pálmann í höndunum fyrir oddaleikinn. „Nei, það er fjarri því. En við hugsum þetta ekkert lengur en til leiksins í kvöld. Ég skal ræða oddaleikinn þegar við vinnum í kvöld." Friðrik segir að allir sínir menn séu klárir í slaginn. Igor Beljanski eigi við meiðsli að stríða en hann verður engu að síður með í kvöld. „Ég held að við eigum nógu mikið inni til að klára þetta í kvöld. Ég tel að við færðum þeim sigurinn á silfurfati í fyrsta leiknum. Í næsta leik stjórnuðu þeir hraðanum og svo snerist þetta við í þriðja leiknum. Í kvöld mun þetta því aðallega snúast um hvort liðið nær að stýra hraða leiksins. Þeir munu reyna að hægja á leiknum." Bakvörðurinn Justin Shouse hefur verið meðal bestu leikmanna Snæfells í vetur en hann hefur ekki verið upp á sitt allra besta í þessari rimmu. Friðrik á ekki von á því að hann muni springa út í kvöld. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að stoppa hann og þá hefur verið að losna um aðra leikmenn. Honum hefur gengið ágætlega að finna félaga sína og þó svo að hann sé ekki nema að skora sextán stig í leik hefur hann líka gert það í leikjunum sem þeir hafa unnið. En hann muni ekki fá að skora 25-30 stig í kvöld - við látum það ekki gerast." Síðast þegar liðin mættust í Stykkishólmi átti Hlynur Bæringsson stórleik og skoraði 20 stig auk þess sem hann tók 21 frákast. „Hlynur er lyginni líkastur og þegar hann nær sér á strik er hrikalega erfitt að eiga við hann. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hægja á honum því hann er hjartað og sálin í þessu liði." Friðrik segir að hann og Jamal Williams hafi skoðað vel bæði styrkleika og veikleika Hlyns. „Hlynur er duglegasti leikmaður sem ég hef séð í körfubolta en hann hefur sínar takmarkanir. En það verður mjög erfitt að eiga við hann." Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfellingar taka á móti Grindvíkingum í kvöld klukkan 20.00 en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Snæfell hefur yfirhöndina í einvíginu, 2-1, og getur með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum. Vinni Grindvíkingar hins vegar mætast liðin í oddaleik í Grindavík. „Við erum enn með bakið upp við vegginn og okkur líður bara vel þannig," sagði Friðrik í samtali við Vísi í dag. „Við leggjum þetta bara þannig upp að við tökum bara einn leik fyrir í einu. Það er bara leikurinn í kvöld sem skiptir máli og hann verðum við að vinna. Það er að duga eða drepast fyrir okkur." Hann segir þó ekki að þó svo að Grindavík vinni í kvöld séu þeir með pálmann í höndunum fyrir oddaleikinn. „Nei, það er fjarri því. En við hugsum þetta ekkert lengur en til leiksins í kvöld. Ég skal ræða oddaleikinn þegar við vinnum í kvöld." Friðrik segir að allir sínir menn séu klárir í slaginn. Igor Beljanski eigi við meiðsli að stríða en hann verður engu að síður með í kvöld. „Ég held að við eigum nógu mikið inni til að klára þetta í kvöld. Ég tel að við færðum þeim sigurinn á silfurfati í fyrsta leiknum. Í næsta leik stjórnuðu þeir hraðanum og svo snerist þetta við í þriðja leiknum. Í kvöld mun þetta því aðallega snúast um hvort liðið nær að stýra hraða leiksins. Þeir munu reyna að hægja á leiknum." Bakvörðurinn Justin Shouse hefur verið meðal bestu leikmanna Snæfells í vetur en hann hefur ekki verið upp á sitt allra besta í þessari rimmu. Friðrik á ekki von á því að hann muni springa út í kvöld. „Við leggjum mjög mikla áherslu á að stoppa hann og þá hefur verið að losna um aðra leikmenn. Honum hefur gengið ágætlega að finna félaga sína og þó svo að hann sé ekki nema að skora sextán stig í leik hefur hann líka gert það í leikjunum sem þeir hafa unnið. En hann muni ekki fá að skora 25-30 stig í kvöld - við látum það ekki gerast." Síðast þegar liðin mættust í Stykkishólmi átti Hlynur Bæringsson stórleik og skoraði 20 stig auk þess sem hann tók 21 frákast. „Hlynur er lyginni líkastur og þegar hann nær sér á strik er hrikalega erfitt að eiga við hann. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hægja á honum því hann er hjartað og sálin í þessu liði." Friðrik segir að hann og Jamal Williams hafi skoðað vel bæði styrkleika og veikleika Hlyns. „Hlynur er duglegasti leikmaður sem ég hef séð í körfubolta en hann hefur sínar takmarkanir. En það verður mjög erfitt að eiga við hann."
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum