Allir gefa út fyrir Airwaves Gunnar Lárus Hjálmarsson skrifar 8. september 2008 06:00 Þroskaðri Jeff Who? blanda geði við Esther Talíu á nýrri plötu. Frá vinstri eru Elli, Baddi og Valdi. Ásgeir og Þorri mættu ekki í myndatöku. MYND/Stefán Fjölmargar áhugaverðar plötur eru á leiðinni á næstu vikum frá íslenskum hljómsveitum sem kalla mætti „Airwaves-bönd". Allir stefna á að gefa út fyrir tónlistarhátíðina sem að þessu sinni fer fram helgina 15.-19. október. Næstu vikur verða því „djúsí" fyrir tónlistargeggjara. Strákarnir í Dr. Spock hafa lokið upptökum á plötunni Falcon Christ. Íslenski hljóðsmiðurinn Husky Hoskulds leggur nú lokahönd á plötuna í Kaliforníu. Hljóðheimur Spock hefur víkkað og nýjar, jafnvel áður óþekktar, tónlistarstefnur banka upp á. Þriðja plata rokktöffaranna í Singapore Sling er á næsta leiti. Endanlegur titill er að öllum líkindum Confusion Then Death. Önnur plata Skakkamanage heitir All Over the Face. Þar verður boðið upp á ruddalegt vítisrokk í bland við ljúfsárar ballöður. Tvö lög af plötunni liggja nú ókeypis á netinu og sveitin stefnir á tilnefningu í flokknum „fjölbreytt tónlist". Fyrsta plata Motion Boys heitir Hang On og kemur út hjá Senu 1. október. Platan var gerð í Gróðurhúsinu með Valgeiri Sigurðssyni. Fjórða lagið er komið í spilun af plötunni, „Five 2 Love", og sýnir sveitina enn við sama svala heygarðshornið. Þotuhreyfilsrokkararnir í Reykjavík! hafa líka dvalið í Gróðurhúsinu, en með Ástralann Ben Frost á tökkunum. Hin enn ónefnda plata ku jafnvel enn harðari og groddalegri en sú síðasta. Kimi gefur hana út. Kimi gefur líka út fyrstu plötu ungmennanna í Retro Stefson, Montaña. Platan er þrettán laga og var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og hljóðblönduð í Heita pottinum af Benna Hemm Hemm og Árna Plúseinum. Hljómsveit Árna, unnustu hans, Lóu, og vina þeirra, FM Belfast, gefur loksins út fyrstu plötuna sína á næstu vikum. How To Make Friends heitir hún. Næsta plata Jeff Who? er á lokametrunum. Hún mun vera þroskaðri og dramatískari en fyrri platan og er með „rándýrum strengjaútsetningum". Esther Talía syngur dúett í einu lagi plötunnar. Hljómsveitin Slugs gefur út fyrstu plötuna sína hjá Smekkleysu á næstu vikum. Búast má við skítugu hávaðarokki. Plata kemur loksins út með The Viking Giant Show, sólódæmi Heiðars í Botnleðju, og Lay Low er með nýja plötu. Lay Low heldur útgáfutónleikana þann 16. október. Frumraun Steed Lord, „hljómsveitarinnar sem lifði af", er væntanleg og Steini, sigurvegari Þorskastríðs Cod Music, kemur með plötu. Þá hamast spútniksveit síðasta árs, Sprengjuhöllin, við að kláta plötu númer tvö; hávaðatilraunasveitin Evil Madness verður með sína aðra plötu sem og harðkjarnasveitin Gavin Portland. Þá koma Skátar með tveggja laga sjötommu í byrjun október. Gleði gleði! Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Fjölmargar áhugaverðar plötur eru á leiðinni á næstu vikum frá íslenskum hljómsveitum sem kalla mætti „Airwaves-bönd". Allir stefna á að gefa út fyrir tónlistarhátíðina sem að þessu sinni fer fram helgina 15.-19. október. Næstu vikur verða því „djúsí" fyrir tónlistargeggjara. Strákarnir í Dr. Spock hafa lokið upptökum á plötunni Falcon Christ. Íslenski hljóðsmiðurinn Husky Hoskulds leggur nú lokahönd á plötuna í Kaliforníu. Hljóðheimur Spock hefur víkkað og nýjar, jafnvel áður óþekktar, tónlistarstefnur banka upp á. Þriðja plata rokktöffaranna í Singapore Sling er á næsta leiti. Endanlegur titill er að öllum líkindum Confusion Then Death. Önnur plata Skakkamanage heitir All Over the Face. Þar verður boðið upp á ruddalegt vítisrokk í bland við ljúfsárar ballöður. Tvö lög af plötunni liggja nú ókeypis á netinu og sveitin stefnir á tilnefningu í flokknum „fjölbreytt tónlist". Fyrsta plata Motion Boys heitir Hang On og kemur út hjá Senu 1. október. Platan var gerð í Gróðurhúsinu með Valgeiri Sigurðssyni. Fjórða lagið er komið í spilun af plötunni, „Five 2 Love", og sýnir sveitina enn við sama svala heygarðshornið. Þotuhreyfilsrokkararnir í Reykjavík! hafa líka dvalið í Gróðurhúsinu, en með Ástralann Ben Frost á tökkunum. Hin enn ónefnda plata ku jafnvel enn harðari og groddalegri en sú síðasta. Kimi gefur hana út. Kimi gefur líka út fyrstu plötu ungmennanna í Retro Stefson, Montaña. Platan er þrettán laga og var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og hljóðblönduð í Heita pottinum af Benna Hemm Hemm og Árna Plúseinum. Hljómsveit Árna, unnustu hans, Lóu, og vina þeirra, FM Belfast, gefur loksins út fyrstu plötuna sína á næstu vikum. How To Make Friends heitir hún. Næsta plata Jeff Who? er á lokametrunum. Hún mun vera þroskaðri og dramatískari en fyrri platan og er með „rándýrum strengjaútsetningum". Esther Talía syngur dúett í einu lagi plötunnar. Hljómsveitin Slugs gefur út fyrstu plötuna sína hjá Smekkleysu á næstu vikum. Búast má við skítugu hávaðarokki. Plata kemur loksins út með The Viking Giant Show, sólódæmi Heiðars í Botnleðju, og Lay Low er með nýja plötu. Lay Low heldur útgáfutónleikana þann 16. október. Frumraun Steed Lord, „hljómsveitarinnar sem lifði af", er væntanleg og Steini, sigurvegari Þorskastríðs Cod Music, kemur með plötu. Þá hamast spútniksveit síðasta árs, Sprengjuhöllin, við að kláta plötu númer tvö; hávaðatilraunasveitin Evil Madness verður með sína aðra plötu sem og harðkjarnasveitin Gavin Portland. Þá koma Skátar með tveggja laga sjötommu í byrjun október. Gleði gleði!
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira