Bubbi, ég elska þig! Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. ágúst 2008 07:30 Eins og ástin krýnir þig eins mun hún krossfesta þig," sagði líbanska skáldið Kahil Gibran og hefði alveg eins getað verið að tala um íslensku þjóðarsálina sem mér finnst oft undir sömu sök seld og ástin sjálf. Við þreytumst nefnilega seint á því að finna okkur afrekskolla til að krýna og um stund verður allt sem frá þeim kemur að Lilju sem allir vildu kveðið hafa. En síðan einn daginn, öllum að óvörum, misstígur konungurinn sig svo öllum verður ljóst að hann er jafn ófullkominn og hver annar. Það gengur náttúrlega ekki. Mér er þetta ofarlega í huga núna þar sem „strákarnir okkar" og Bubbi Morthens hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Þetta er einmitt sá hópur sem þekkir hvað best af eigin raun þessa tilhneigingu þjóðarinnar. Hvað handboltalandsliðið varðar var ég búinn að ákveða að taka ofan hattinn fyrir þeim jafnvel þó þeir létu slá sig út í fyrsta leik í átta liða úrslitum. Mér finnst ég hreinlega ekki hafa efni á því að taka Guðmund þjálfara afsíðis á Leifsstöðinni eftir að hann er búinn að sigra Þjóðverja og Rússa og segja „Gummi minn, þið verðið nú að fara að hugsa ykkar gang." Bubbi hefur nefnilega kennt mér dýrmæta lexíu sem fær mig til að sitja á strák mínum áður en ég vísa mönnum á Hausaskeljastað. Ég var nefnilega ungur þegar Bubbi var sleginn þessum dýrðaljóma hins fullkomna konungs. En svo runnu á mig tvær grímur þegar axarsköftin fóru að láta á sér kræla. Í hvert skipti sem svo bar undir tók ég mér stöðu í grátkórnum. Ég veit ekki hvað ég sagði oft „nú er Bubbi búinn". En ég varð síðan að láta af þeim ósið. Síðan þá hefur Bubbi margsinnis verið krýndur. Þess á milli hefur hann einnig verið krossfestur, svo við notum nú líkingamál Gibrans. Eins og flestir landsmenn virði ég hann afar mikils sem tónlistarmann en þó ekki síður fyrir það hvernig hann hefur opnað sjálfan sig upp á gátt fyrir alþjóð sem horfir á breyskleikann drjúpa af honum. Það er nefnilega hégómaprjál að vera að krýna konunga og afar ómanneskjulegt að vera að krossfesta fólk. Það getur hins vegar verið aðdáunarvert hvernig metnaðarfullir menn bera krossinn sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Eins og ástin krýnir þig eins mun hún krossfesta þig," sagði líbanska skáldið Kahil Gibran og hefði alveg eins getað verið að tala um íslensku þjóðarsálina sem mér finnst oft undir sömu sök seld og ástin sjálf. Við þreytumst nefnilega seint á því að finna okkur afrekskolla til að krýna og um stund verður allt sem frá þeim kemur að Lilju sem allir vildu kveðið hafa. En síðan einn daginn, öllum að óvörum, misstígur konungurinn sig svo öllum verður ljóst að hann er jafn ófullkominn og hver annar. Það gengur náttúrlega ekki. Mér er þetta ofarlega í huga núna þar sem „strákarnir okkar" og Bubbi Morthens hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu. Þetta er einmitt sá hópur sem þekkir hvað best af eigin raun þessa tilhneigingu þjóðarinnar. Hvað handboltalandsliðið varðar var ég búinn að ákveða að taka ofan hattinn fyrir þeim jafnvel þó þeir létu slá sig út í fyrsta leik í átta liða úrslitum. Mér finnst ég hreinlega ekki hafa efni á því að taka Guðmund þjálfara afsíðis á Leifsstöðinni eftir að hann er búinn að sigra Þjóðverja og Rússa og segja „Gummi minn, þið verðið nú að fara að hugsa ykkar gang." Bubbi hefur nefnilega kennt mér dýrmæta lexíu sem fær mig til að sitja á strák mínum áður en ég vísa mönnum á Hausaskeljastað. Ég var nefnilega ungur þegar Bubbi var sleginn þessum dýrðaljóma hins fullkomna konungs. En svo runnu á mig tvær grímur þegar axarsköftin fóru að láta á sér kræla. Í hvert skipti sem svo bar undir tók ég mér stöðu í grátkórnum. Ég veit ekki hvað ég sagði oft „nú er Bubbi búinn". En ég varð síðan að láta af þeim ósið. Síðan þá hefur Bubbi margsinnis verið krýndur. Þess á milli hefur hann einnig verið krossfestur, svo við notum nú líkingamál Gibrans. Eins og flestir landsmenn virði ég hann afar mikils sem tónlistarmann en þó ekki síður fyrir það hvernig hann hefur opnað sjálfan sig upp á gátt fyrir alþjóð sem horfir á breyskleikann drjúpa af honum. Það er nefnilega hégómaprjál að vera að krýna konunga og afar ómanneskjulegt að vera að krossfesta fólk. Það getur hins vegar verið aðdáunarvert hvernig metnaðarfullir menn bera krossinn sinn.