Viðskipti erlent

Lágvöruverslanir vinsælar í þrengingum

Hvað ætli þessar hafi eytt miklu í Lidl?
Hvað ætli þessar hafi eytt miklu í Lidl? Mynd/AFP

Lágvöruverslanir hafa átt góðu gengi að fagna í Bretlandi um þessar mundir og hefur markaðshlutdeild þeirra stærstu aldrei verið meiri, samkvæmt niðurstöðum markaðsrannsókna fyrirtækisins Nielsen.

Þýsku lágvöruverslanirnar Aldi og Lidl og Netto mælast nú með 6,1 prósenta markaðshlutdeild í Bretlandi og hefur hún aldrei verið meiri. Nokkuð dró úr markaðshlutdeild stærstu verslana landsins á sama tíma.

Breska ríkisútvarpið segir lágvöruverslanirnar geta þakkað þessu þrengingum í bresku efnahagslífi. Það hafi valdið því að neytendur haldi fastar um budduna nú en áður og fari fremur þangað þar sem vöruverð sé hagstæðast.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×