Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson skrifar 4. nóvember 2008 06:00 Þörfin á að endurreisa traust Seðlabankans heima og erlendis hefur verið bæði ljós og brýn um hríð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa ítrekað leyst sjálfa sig undan ábyrgð í þeim efnum með yfirlýsingum. Eftir sem áður er stjórnskipuleg ábyrgð þeirra skýr eftir þingræðisreglunni. Karp um ábyrgðarleysi annars stjórnarflokks í samsteypustjórn en ábyrgð hins er þekkt frá fyrri tíð. Ætli menn að rjúfa samstarf getur orðaskak af því tagi haft gildi. Það hefur á hinn bóginn litla pólitíska þýðingu ætli menn að halda samstarfinu áfram. Þá eru menn í sama báti og þurfa að koma sér saman um hvert á að stefna. Kosturinn við núverandi stjórnarsamstarf er sá að flokkarnir sem að því standa eiga alla möguleika á að virkja baklönd sín til breiðrar samstöðu. Hennar er þörf. Meðan flokkarnir kjósa að starfa saman hvílir sú ábyrgð á þeim báðum að leita þeirrar samstöðu um bjargráð og framtíðarstefnu sem nú er kallað eftir í þjóðfélaginu. Sterk stjórn þarf við ríkjandi aðstæður að geta gert hvort tveggja. Umræðan um brýna endurreisn Seðlabankans vekur spurningar um hversu skipulag stjórnkerfisins er vel fallið til að takast á við verkefni af því tagi sem nú blasa við. Til álita kæmi að ráða þar bót á með þremur ráðum sem sett yrðu á fót án tafar með löggjöf sem hefði takmarkaðan gildistíma. Mótun samræmdra bjargráðaaðgerða er brýn. Það á bæði við um ráð vegna rekstrarvanda fyrirtækja og eins vegna stöðu margra heimila. Sérstakt ráð sem hefði það verkefni að stýra nauðsynlegum viðfangsefnum á þessu sviði og samræma aðgerðir sem eðli máls falla undir mörg ráðuneyti gæti gert þetta mikilvæga starf hraðvirkara og markvissara en ella. Samtímis bjargráðum fyrir fyrirtæki og heimili þarf að leggja línur um það nýja Ísland sem óhjákvæmilegt er að byggja upp. Eðlilegt væri að fela sérstöku ráði að vinna samræmda stefnumörkun um þau efni. Þar er um að ræða viðfangsefni og álitamál sem heyra undir mörg ráðuneyti. Í sumum greinum verður ný stefnumótun ekki dregin á langinn. Um aðrar greinar geta menn tekið lengri tíma. Brýnast er að ákveða framtíðarstefnuna í peningamálum. Það má ekki draga. En hér þarf einnig að huga að nýju regluverki til að auka aðhald og öryggi í viðskiptum. Svara þarf spurningum um hvernig tryggja á samkeppnisstöðu Íslands, hvernig virkja á nýja möguleika í verðmætasköpun, hvernig endurheimta má traust sem kallað getur á innlenda og erlenda fjárfestingu. Að því er peningamálin varðar þyrfti ráð af þessu tagi að endurmeta hagsmuni Íslands að þessu leyti á næstu þremur mánuðum og leggja síðan fram tillögur. Forsætisráðherra hefur sagt að valið í þeim efnum sé um krónu eða evru. Í því ljósi er líklegast að niðurstaða endurmats yrði aðild að Evrópska myntbandalaginu og Evrópusambandinu. Þá væri ekki úr vegi að stofna sérstakt hagráð sem hefði það hlutverk að greina efnahagsstarfsemina og koma með ábendingar þegar nauðsyn krefur. Mikilvægast af öllu er að tryggja eins víðtæka pólitíska samstöðu og nokkur kostur er um þær stóru ákvarðanir um framtíð Íslands sem taka þarf á næstu vikum. Þjóðin á rétt á að vita hvert stefnt er áður en kosið verður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þörfin á að endurreisa traust Seðlabankans heima og erlendis hefur verið bæði ljós og brýn um hríð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa ítrekað leyst sjálfa sig undan ábyrgð í þeim efnum með yfirlýsingum. Eftir sem áður er stjórnskipuleg ábyrgð þeirra skýr eftir þingræðisreglunni. Karp um ábyrgðarleysi annars stjórnarflokks í samsteypustjórn en ábyrgð hins er þekkt frá fyrri tíð. Ætli menn að rjúfa samstarf getur orðaskak af því tagi haft gildi. Það hefur á hinn bóginn litla pólitíska þýðingu ætli menn að halda samstarfinu áfram. Þá eru menn í sama báti og þurfa að koma sér saman um hvert á að stefna. Kosturinn við núverandi stjórnarsamstarf er sá að flokkarnir sem að því standa eiga alla möguleika á að virkja baklönd sín til breiðrar samstöðu. Hennar er þörf. Meðan flokkarnir kjósa að starfa saman hvílir sú ábyrgð á þeim báðum að leita þeirrar samstöðu um bjargráð og framtíðarstefnu sem nú er kallað eftir í þjóðfélaginu. Sterk stjórn þarf við ríkjandi aðstæður að geta gert hvort tveggja. Umræðan um brýna endurreisn Seðlabankans vekur spurningar um hversu skipulag stjórnkerfisins er vel fallið til að takast á við verkefni af því tagi sem nú blasa við. Til álita kæmi að ráða þar bót á með þremur ráðum sem sett yrðu á fót án tafar með löggjöf sem hefði takmarkaðan gildistíma. Mótun samræmdra bjargráðaaðgerða er brýn. Það á bæði við um ráð vegna rekstrarvanda fyrirtækja og eins vegna stöðu margra heimila. Sérstakt ráð sem hefði það verkefni að stýra nauðsynlegum viðfangsefnum á þessu sviði og samræma aðgerðir sem eðli máls falla undir mörg ráðuneyti gæti gert þetta mikilvæga starf hraðvirkara og markvissara en ella. Samtímis bjargráðum fyrir fyrirtæki og heimili þarf að leggja línur um það nýja Ísland sem óhjákvæmilegt er að byggja upp. Eðlilegt væri að fela sérstöku ráði að vinna samræmda stefnumörkun um þau efni. Þar er um að ræða viðfangsefni og álitamál sem heyra undir mörg ráðuneyti. Í sumum greinum verður ný stefnumótun ekki dregin á langinn. Um aðrar greinar geta menn tekið lengri tíma. Brýnast er að ákveða framtíðarstefnuna í peningamálum. Það má ekki draga. En hér þarf einnig að huga að nýju regluverki til að auka aðhald og öryggi í viðskiptum. Svara þarf spurningum um hvernig tryggja á samkeppnisstöðu Íslands, hvernig virkja á nýja möguleika í verðmætasköpun, hvernig endurheimta má traust sem kallað getur á innlenda og erlenda fjárfestingu. Að því er peningamálin varðar þyrfti ráð af þessu tagi að endurmeta hagsmuni Íslands að þessu leyti á næstu þremur mánuðum og leggja síðan fram tillögur. Forsætisráðherra hefur sagt að valið í þeim efnum sé um krónu eða evru. Í því ljósi er líklegast að niðurstaða endurmats yrði aðild að Evrópska myntbandalaginu og Evrópusambandinu. Þá væri ekki úr vegi að stofna sérstakt hagráð sem hefði það hlutverk að greina efnahagsstarfsemina og koma með ábendingar þegar nauðsyn krefur. Mikilvægast af öllu er að tryggja eins víðtæka pólitíska samstöðu og nokkur kostur er um þær stóru ákvarðanir um framtíð Íslands sem taka þarf á næstu vikum. Þjóðin á rétt á að vita hvert stefnt er áður en kosið verður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun