Páll Axel: Vona að allir séu með blóðbragð í munninum 7. apríl 2008 14:59 Páll Axel ætlar að vera grimmur í einvíginu við Snæfell Mynd/Anton Brink Fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík segist vonast til þess að hans menn mæti með blóðbragð í munninum til leiks í fyrstu viðureignina við Snæfell í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Eins og fram kom í grein Óskars Ófeigs Jónssonar í Fréttablaðinu í morgun hafa bæði Páll Axel og Grindavíkurliðið verið nokkuð frá sínu besta í viðureignum sínum við Hólmara í vetur, en Páll lætur það ekki á sig fá. "Leikir okkar á móti Hólmurum í vetur voru ekki bestu leikir okkar og ekki mínir bestu leikir. Við þurfum bara að laga það. Ég verð bara að halda áfram á sömu braut og vera grimmur í sóknarleiknum svo losni um aðra. Ég hef verið að leggja upp með það í þessum leikjum undanfarið að vera grimmur, því ég hef átt það til í gegn um tíðina að vera dálítið flatur út í gegn. Maður hefur sætt sig við að jogga bara með og gera ekki neitt, en við megum ekki við því núna," sagði Páll í samtali við Vísi. Hann segir Grindvíkinga ætla að nýta sér orðið á götunni til að koma sér í gírinn, því hann finni að enginn ætli Grindvíkingum sigur í rimmunni. "Við erum að fara í hörkueinvígi og menn eru að tala um að við eigum ekki séns - Snæfell sé bara með besta liðið í dag og spurningin sé ekki hvort þeir vinni, heldur hvernig þeir geri það. Þetta er bara frábært fyrir okkur og góð áskorun." "Snæfell spilar agaðan og skipulagðan körfubolta, en þetta lið er það vel mannað að það getur spilað hvaða stíl sem er. Þeir geta þess vegna unnið okkur í opnum og hröðum leik á góðum degi. Þetta er hörkulið," sagði Páll. Hann vonast þó til þess að Grindvíkingar nái að spila sinn leik í einvíginu. "Maður er að vona að við náum að hleypa þeim dálítið upp og spila hratt og að sama skapi að fá þá til að slútta dálítið snemma. Þá yrðu þeir komnir meira á okkar heimavöll, en það þýðir þó alls ekki að við getum eitthvað bókað sigur. Við breyttum okkar liði líka fyrir skömmu og erum nú komnir með smá kjöt inni í teig, svo við ættum að geta mætt þeim eitthvað þar líka," sagði Páll. Hann segir að á þessu stigi í úrslitakeppninni sé leikskipulagið ekki nema lítill hluti af heildarmyndinni. "Þegar komið er svona langt í úrslitakeppninni skiptir leikskipulagið ekki öllu máli heldur hjartað og viljinn. Þetta er bara spurning um hvað menn hafa mikinn vilja til að fara langt í þessu. Ég vona að okkar menn séu komnir með blóðbragð í munninn núna og farnir læra inn á þetta," sagði Páll. Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Fyrirliðinn Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík segist vonast til þess að hans menn mæti með blóðbragð í munninum til leiks í fyrstu viðureignina við Snæfell í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í kvöld. Eins og fram kom í grein Óskars Ófeigs Jónssonar í Fréttablaðinu í morgun hafa bæði Páll Axel og Grindavíkurliðið verið nokkuð frá sínu besta í viðureignum sínum við Hólmara í vetur, en Páll lætur það ekki á sig fá. "Leikir okkar á móti Hólmurum í vetur voru ekki bestu leikir okkar og ekki mínir bestu leikir. Við þurfum bara að laga það. Ég verð bara að halda áfram á sömu braut og vera grimmur í sóknarleiknum svo losni um aðra. Ég hef verið að leggja upp með það í þessum leikjum undanfarið að vera grimmur, því ég hef átt það til í gegn um tíðina að vera dálítið flatur út í gegn. Maður hefur sætt sig við að jogga bara með og gera ekki neitt, en við megum ekki við því núna," sagði Páll í samtali við Vísi. Hann segir Grindvíkinga ætla að nýta sér orðið á götunni til að koma sér í gírinn, því hann finni að enginn ætli Grindvíkingum sigur í rimmunni. "Við erum að fara í hörkueinvígi og menn eru að tala um að við eigum ekki séns - Snæfell sé bara með besta liðið í dag og spurningin sé ekki hvort þeir vinni, heldur hvernig þeir geri það. Þetta er bara frábært fyrir okkur og góð áskorun." "Snæfell spilar agaðan og skipulagðan körfubolta, en þetta lið er það vel mannað að það getur spilað hvaða stíl sem er. Þeir geta þess vegna unnið okkur í opnum og hröðum leik á góðum degi. Þetta er hörkulið," sagði Páll. Hann vonast þó til þess að Grindvíkingar nái að spila sinn leik í einvíginu. "Maður er að vona að við náum að hleypa þeim dálítið upp og spila hratt og að sama skapi að fá þá til að slútta dálítið snemma. Þá yrðu þeir komnir meira á okkar heimavöll, en það þýðir þó alls ekki að við getum eitthvað bókað sigur. Við breyttum okkar liði líka fyrir skömmu og erum nú komnir með smá kjöt inni í teig, svo við ættum að geta mætt þeim eitthvað þar líka," sagði Páll. Hann segir að á þessu stigi í úrslitakeppninni sé leikskipulagið ekki nema lítill hluti af heildarmyndinni. "Þegar komið er svona langt í úrslitakeppninni skiptir leikskipulagið ekki öllu máli heldur hjartað og viljinn. Þetta er bara spurning um hvað menn hafa mikinn vilja til að fara langt í þessu. Ég vona að okkar menn séu komnir með blóðbragð í munninn núna og farnir læra inn á þetta," sagði Páll.
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn