Formúla 1

Massa ók til sigurs í Barein

Elvar Geir Magnússon skrifar
Massa kominn fram úr Kubica.
Massa kominn fram úr Kubica.

Felipe Massa, ökumaður Ferrari, vann öruggan sigur í Barein kappakstrinum í dag. Massa tók snemma forystuna af Robert Kubica sem var á ráspól.

Þar með hafa þrír ökumenn unnið í þremur fyrstu keppnum tímabilsins en Kimi Raikkönen er með forystu í heildarstigakeppninni. Raikkönen hafnaði í öðru sæti í dag á meðan illa gekk hjá Lewis Hamilton sem varð þrettándi.

Hamilton þurfti að leita á viðgerðarsvæðið snemma í kappakstrinum. Robert Kubica hafnaði í þriðja sæti í kappakstrinum í dag.

Lokastaðan í Barein:

1. Massa (Ferrari)

2. Raikkonen (Ferrari)

3. Kubica (BMW Sauber)

4. Heidfeld (BMW Sauber)

5. Kovalainen (McLaren)

6. Trulli (Toyota)

7. Webber (Red Bull)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×