Tónlist

Tónlistarflytjandi ársins

Björk

Björk fylgir plötunni sinni Volta eftir með heimstónleikaferð sem hófst með stórtónleikum í Laugardalshöll 9. apríl 2007. Þar flutti hún bæði ný lög og gömul í gjörbreyttum útsetningum, m.a. með fulltingi tíu stúlkna lúðrasveitar. Þeir tónleikar voru einn af hápunktum ársins fyrir marga, og ekki bara Íslendinga.

Gusgus

Tónleikar með Gusgus á NASA er fyrir löngu orðinn fastur punktur í tilveru margra íslenskra tónlistaráhugamanna. Þeir hafa undanfarin ár oft verið einn af hápunktum Airwaves-hátíðarinnar og árið 2007 stappfyllti Gusgus NASA hvað eftir annað og viðtökurnar voru alltaf jafn góðar.

Megas & Senuþjófarnir

Samstarf Megasar og Senuþjófanna hefur tekist sérstaklega vel. Þeir gerðu saman plöturnar Frágang og Hold er mold og fylgdu þeim eftir með tónleikaferð um landið. Hrifningin var jafn mikil í Bræðslunni á Borgarfirði eystra, Edinborgarhúsinu á Ísafirði og í Laugardalshöllinni í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×