Pattstaða Björgvin Guðmundsson skrifar 3. mars 2008 07:00 Vandinn sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir endurspeglaðist í ræðum Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, og Ingimundar Friðrikssonar seðlabankastjóra í nýliðinni viku. Sigurður Einarsson sagði að Seðlabankinn hefði hækkað vexti og þannig styrkt gengi krónunnar. Það hefði aftur valdið lækkun á verði innfluttra vara og með þeim hætti hefði verðbólgunni að hluta til verið sópað undir teppi. Sterkara gengi lækkaði fjármagnskostnað erlendra lána, sem frekar ýtti undir þenslu. „Það er spurning hvort ekki sé rétt að Seðlabankinn bakki út úr þessu öngstræti, ýti verðbólgumarkmiði tímabundið að minnsta kosti til hliðar og þjóðin stöðvi erlenda skuldasöfnun og búi atvinnulífinu samkeppnishæf rekstrarskilyrði með heilbrigðara vaxtastigi og raungengi," sagði Sigurður á fundi BSRB á föstudaginn. Daginn áður sagði Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri að ótímabær vaxtalækkun myndi leiða til verðbólgu og kjaraskerðingar. Fráleit væri sú kenning að til þess að hemja verðbólgu þyrfti að lækka vexti og sannast sagna vekti það undrun hve kæruleysislegt viðhorf margir hefðu til verðbólgu. „Verði slakað á markmiðinu um verðstöðugleika má fullyrða að það myndi grafa verulega undan trúverðugleika peningastefnunnar. Verðbólga og ekki síður verðbólguvæntingar myndu aukast til muna sem á skömmum tíma gæti leitt til víxlhækkana verðlags og launa og lækkunar gengisins. Enda þótt innlend fjármálafyrirtæki kynnu í fyrstu að hagnast á lækkun gengis og meiri verðbólgu myndi slík framvinda fljótt koma harkalega niður á skuldugum heimilum og fyrirtækjum og þar með leiða til útlánatapa. Frá sjónarhóli fjármálastöðugleika er því afar brýnt að halda verðbólgu í skefjum," sagði Ingimundur. Samkvæmt þessu virðist Seðlabankinn vera í þeirri stöðu að sama hvað hann gerir mun það ýta undir verðbólgu. Við þær aðstæður er mikilvægt að sú stefna sem Seðlabanki Íslands fylgir sé trúverðug og flestir telji að haldið verði fast um þau markmið að ná verðbólgunni niður. Stjórnendur bankans hafa líka sagt að ekkert verði gefið eftir í þeirri baráttu. Það er hárrétt stefna af þeirra hálfu. Vissulega líta stjórnendur seðlabanka í öðrum ríkjum, eins og í Bandaríkjunum, til fleiri þátta en verðlags við ákvörðun stýrivaxta. Mikilvægt er samt að hafa í huga að flestir þeirra hafa áður háð kostnaðarsama baráttu við verðbólgudrauginn sem borgaði sig til lengri tíma litið. Fyrir vikið eru væntingar um verðbólgu í þeim löndum aldrei í langan tíma langt frá markmiðum um stöðugt verðlag. Það gefur stjórnendum seðlabanka meira svigrúm til að lækka vexti til að ná markmiðum um aukinn hagvöxt og atvinnu þegar samdráttur blasir við í hagkerfinu án þess að verðbólga fari mikið á stjá. Þetta er þó vandasöm leið að feta eins og sést núna í Bandaríkjunum þar sem verðbólguvæntingar eru að aukast í kjölfar lækkunar stýrivaxta. Seðlabanki Íslands á langt í land með að ná sambærilegum trúverðugleika við stjórn peningamála, eins og verðbólguvæntingar á Íslandi gefa til kynna. Þess vegna er ekki svigrúm til að lækka stýrivexti við núverandi aðstæður jafn mikið og Englandsbanki og seðlabanki Bandaríkjanna hafa gert. Þetta vita stjórnendur bankans og þess vegna munu þeir halda fast við þá stefnu sem búið er að boða. Það er mikilvægt fyrir stjórnendur bankanna og um leið almenning á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Vandinn sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir endurspeglaðist í ræðum Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, og Ingimundar Friðrikssonar seðlabankastjóra í nýliðinni viku. Sigurður Einarsson sagði að Seðlabankinn hefði hækkað vexti og þannig styrkt gengi krónunnar. Það hefði aftur valdið lækkun á verði innfluttra vara og með þeim hætti hefði verðbólgunni að hluta til verið sópað undir teppi. Sterkara gengi lækkaði fjármagnskostnað erlendra lána, sem frekar ýtti undir þenslu. „Það er spurning hvort ekki sé rétt að Seðlabankinn bakki út úr þessu öngstræti, ýti verðbólgumarkmiði tímabundið að minnsta kosti til hliðar og þjóðin stöðvi erlenda skuldasöfnun og búi atvinnulífinu samkeppnishæf rekstrarskilyrði með heilbrigðara vaxtastigi og raungengi," sagði Sigurður á fundi BSRB á föstudaginn. Daginn áður sagði Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri að ótímabær vaxtalækkun myndi leiða til verðbólgu og kjaraskerðingar. Fráleit væri sú kenning að til þess að hemja verðbólgu þyrfti að lækka vexti og sannast sagna vekti það undrun hve kæruleysislegt viðhorf margir hefðu til verðbólgu. „Verði slakað á markmiðinu um verðstöðugleika má fullyrða að það myndi grafa verulega undan trúverðugleika peningastefnunnar. Verðbólga og ekki síður verðbólguvæntingar myndu aukast til muna sem á skömmum tíma gæti leitt til víxlhækkana verðlags og launa og lækkunar gengisins. Enda þótt innlend fjármálafyrirtæki kynnu í fyrstu að hagnast á lækkun gengis og meiri verðbólgu myndi slík framvinda fljótt koma harkalega niður á skuldugum heimilum og fyrirtækjum og þar með leiða til útlánatapa. Frá sjónarhóli fjármálastöðugleika er því afar brýnt að halda verðbólgu í skefjum," sagði Ingimundur. Samkvæmt þessu virðist Seðlabankinn vera í þeirri stöðu að sama hvað hann gerir mun það ýta undir verðbólgu. Við þær aðstæður er mikilvægt að sú stefna sem Seðlabanki Íslands fylgir sé trúverðug og flestir telji að haldið verði fast um þau markmið að ná verðbólgunni niður. Stjórnendur bankans hafa líka sagt að ekkert verði gefið eftir í þeirri baráttu. Það er hárrétt stefna af þeirra hálfu. Vissulega líta stjórnendur seðlabanka í öðrum ríkjum, eins og í Bandaríkjunum, til fleiri þátta en verðlags við ákvörðun stýrivaxta. Mikilvægt er samt að hafa í huga að flestir þeirra hafa áður háð kostnaðarsama baráttu við verðbólgudrauginn sem borgaði sig til lengri tíma litið. Fyrir vikið eru væntingar um verðbólgu í þeim löndum aldrei í langan tíma langt frá markmiðum um stöðugt verðlag. Það gefur stjórnendum seðlabanka meira svigrúm til að lækka vexti til að ná markmiðum um aukinn hagvöxt og atvinnu þegar samdráttur blasir við í hagkerfinu án þess að verðbólga fari mikið á stjá. Þetta er þó vandasöm leið að feta eins og sést núna í Bandaríkjunum þar sem verðbólguvæntingar eru að aukast í kjölfar lækkunar stýrivaxta. Seðlabanki Íslands á langt í land með að ná sambærilegum trúverðugleika við stjórn peningamála, eins og verðbólguvæntingar á Íslandi gefa til kynna. Þess vegna er ekki svigrúm til að lækka stýrivexti við núverandi aðstæður jafn mikið og Englandsbanki og seðlabanki Bandaríkjanna hafa gert. Þetta vita stjórnendur bankans og þess vegna munu þeir halda fast við þá stefnu sem búið er að boða. Það er mikilvægt fyrir stjórnendur bankanna og um leið almenning á Íslandi.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun